Lífið

Anne Hathaway drukknaði næstum

Ugla Egilsdóttir skrifar
Anne Hathaway og Adam Shulman eru gift.
Anne Hathaway og Adam Shulman eru gift. Getty Images
Anne fór í frí ásamt eiginmanni sínum, Adam Shulman, til Hawai.

Þegar hún var að synda í sjónum við ströndina lenti hún í útsogi, en knár brimbrettakappi kom henni til bjargar.

Hún bar engan skaða af atvikinu, ef undan eru skilin támeiðsl. Eiginmaður hennar sást hlúa að meiðslum Anne skömmu síðar.

Síðan voru teknar myndir af þeim brosandi á ströndinni.

Í myndinni Les Miserables leikur Anne Hathaway hina ógæfusömu Fantine, sem á aldeilis ekki eins góðan kærasta og hún sjálf.

Hér að neðan er myndband af Anne í hlutverki Fantine að syngja um ógæfu sína og ómögulegan barnsföður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.