Lífið

FM957 25 ÁRA

Í stúdíói FM957 árið 1999.
Í stúdíói FM957 árið 1999. MYND/ÚR EINKASAFNI
Útvarpsstöðin FM957 fagnar 25 ára afmæli sínu á árinu 2014.

13 júní árið 1989  fór FM957 fyrst í loftið.

Afmælisárinu verður fagnað með pompi og pragt. Til að mynda verða haldnir sérstakir tónlistarviðburðir, ýmsar óvæntar uppákomur, peningaleikir og almenn gleði - allt í tilefni 25 ára afmælisins.

Þann 16. júní næstkomandi  mun FM957 slá upp risastóru partýi einhversstaðar í Reykjavík í samvinnu með Sky Agency, sem fluttu meðal annars inn tónlistarmanninn Tiesto við góðan orðstír.

Heyrst hefur að risastórt nafn úr tónlistarheiminum muni heiðra FM957 og hlustendur. Á teikniborðinu hjá Sky eru nöfn á borð við Axwell, Alesso, Steve Angello, David Guetta eða Sebastian Ingrosso, en ekkert hefur verið látið uppi um hvaða tónlistarmaður verði fyrir valinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.