Handbolti

Sportspjallið: Landsliðið og EM í handbolta

Bjarki Sigurðsson og Guðlaugur Arnarsson voru gestir í fyrsta Sportspjallinu á nýju ári og ræddu um íslenska landsliðið í handbolta.

EM í handbolta er nú í fullum gangi í Danmörku en Ísland tryggði sér sæti í milliriðlakeppninni eftir jafntefli gegn Ungverjum í öðrum leik sínum. Strákarnir okkar höfðu gefið tóninn með frábærum sigri á Norðmönnum á sunnuag.

Bjarki, sem þjálfar ÍR í Olísdeild karla, og Guðlaugur, þjálfari Fram, rýna í frammistöðu landsliðsins og líta til leiks Íslands gegn heimsmeisturum Spánar en hann fer fram klukkan 17.00 í dag.

Einnig er fjallað um væntanlega mótherja Íslands í milliriðlakeppninni og spáð í hvaða lið eru líklegust til að fara áfram í undanúrslit.

Sportspjallið er í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

Sportspjallið: Guðni og Rúnar ræða Króatíuleikinn

Þeir eiga að baki 183 A-landsleiki samanlagt og vita um hvað þeir eru að tala. Guðni Bergsson og Rúnar Kristinsson ræða landsleik Íslands og Króatíu við Kolbein Tuma Daðason í Sportspjallinu þessa vikuna.

Sportspjallið: Íþróttaárið 2013 gert upp

Íþróttaárið 2013 var virkilega gott fyrir íslenska íþróttamenn. Ísland eignaðist heimsmeistara, Evrópumeistara og svo stóðu landsliðin sig frábærlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×