Kína stærsti markaður Porsche í ár Finnur Thorlacius skrifar 17. janúar 2014 11:45 Porsche Panamera á bílasýningu í Kína. Langstærsti markaður fyrir bíla í heiminum er Kína og taldi hann ríflega fjórðung allra seldra bíla á síðasta ári. Hlutdeild Kína verður að líkum enn stærri í ár. Hjá sumum framleiðendum utan Kína er sá markaður þegar orðinn stærstur og sem dæmi um það eru nær 75% allra Buick bíla seldir í Kína. Porsche á von á því að Kína verði stærsti markaður fyrirtækisins í ár og ef það skildi nú ekki gerast í ár yrði það í síðasta lagi á næsta ári. Porsche Cayenne jeppinn og Panamera limósínan, sem hvorugir teljast sem hreinræktaðir sportbílar, eru mjög vinsælir í Kína og sala þeirra telur mest í heildarsölu Porsche í Kína. Porsche áætlar að nýi bíllinn Macan verði einnig mjög vinsæll þar, en sala hans þar hefst þó ekki fyrr en í ágúst. Porsche á von á því að salan í Kína muni ná 200.000 bílum árið 2018 en salan árið 2012 nam 162.000 bílum og fór þá Kína framúr Bandaríkjunum sem stærsti markaðurinn fyrir Porsche bíla. Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent
Langstærsti markaður fyrir bíla í heiminum er Kína og taldi hann ríflega fjórðung allra seldra bíla á síðasta ári. Hlutdeild Kína verður að líkum enn stærri í ár. Hjá sumum framleiðendum utan Kína er sá markaður þegar orðinn stærstur og sem dæmi um það eru nær 75% allra Buick bíla seldir í Kína. Porsche á von á því að Kína verði stærsti markaður fyrirtækisins í ár og ef það skildi nú ekki gerast í ár yrði það í síðasta lagi á næsta ári. Porsche Cayenne jeppinn og Panamera limósínan, sem hvorugir teljast sem hreinræktaðir sportbílar, eru mjög vinsælir í Kína og sala þeirra telur mest í heildarsölu Porsche í Kína. Porsche áætlar að nýi bíllinn Macan verði einnig mjög vinsæll þar, en sala hans þar hefst þó ekki fyrr en í ágúst. Porsche á von á því að salan í Kína muni ná 200.000 bílum árið 2018 en salan árið 2012 nam 162.000 bílum og fór þá Kína framúr Bandaríkjunum sem stærsti markaðurinn fyrir Porsche bíla.
Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent