Innlent

Á gjörgæslu eftir flugeldaslys

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
mynd/365
Karlmaður á sextugsaldri slasaðist alvarlega og liggur á gjörgæsludeild Landspítalans eftir að flugeldur sprakk í höndunum á honum á Selfossi rétt eftir miðnætti.

Maðurinn hlaut alvarlega áverka á höndum og brunasár á brjósti og í andliti og var þegar fluttur á slysadeild Landspítalans í Fossvogi þar sem hann gekkst undir aðgerð.

Vakthafandi læknir á gjörgæsludeild Landspítalans segir að líðan mannsins sé eftir atvikum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×