Hyundai og Kia spá minnsta vexti í 8 ár Finnur Thorlacius skrifar 6. janúar 2014 10:49 Hyundai ix35 Forsvarsmenn Hyundai og Kia í S-Kóreu spá því að fyrirtækin tvö muni selja 7,86 milljón bíla á þessu ári, eða 4% meira en í fyrra. Þessi spá er sú lægsta sem þeir hafa látið uppi sl. 8 ár. Of sterk staða S-kóreska wonsins og mikil samkeppni muni hægja á vexti fyrirtækjanna í ár. Gjaldmiðill S-Kóreu, wonið hefur vaxið um 7,9% gagnvart dollara og 13% gagnvart japanska yeninu á síðastliðnum 6 mánuðum og það hamlar Hyundai og Kia í útflutningi bíla sinna. Hyundai og Kia hafa átt bágt í Bandaríkjunum á þessu ári og tíðar afturkallanir bíla þeirra þar hefur kostað mikið. Varð það meðal annars til þess að Hyundai skipti um forstjóra Hyundai í Bandaríkjunum rétt fyrir áramót. Bæði Hyundai og Kia gekk vel í Kína í ár og náði Hyundai 24% aukningu og seldi ríflega milljón bíla þar. Kia hafði áætlað að selja 500.000 bíla en náði því markmiði á fyrstu 11 mánuðum ársins, eða 526.525 bíla. Hyundai og Kia seldu samtals 7,56 milljón bíla en áætlun fyrirtækjanna hljóðaði uppá 7,41 milljón bíla. Söluaukning þeirra nam 8,2% frá 2012. Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent
Forsvarsmenn Hyundai og Kia í S-Kóreu spá því að fyrirtækin tvö muni selja 7,86 milljón bíla á þessu ári, eða 4% meira en í fyrra. Þessi spá er sú lægsta sem þeir hafa látið uppi sl. 8 ár. Of sterk staða S-kóreska wonsins og mikil samkeppni muni hægja á vexti fyrirtækjanna í ár. Gjaldmiðill S-Kóreu, wonið hefur vaxið um 7,9% gagnvart dollara og 13% gagnvart japanska yeninu á síðastliðnum 6 mánuðum og það hamlar Hyundai og Kia í útflutningi bíla sinna. Hyundai og Kia hafa átt bágt í Bandaríkjunum á þessu ári og tíðar afturkallanir bíla þeirra þar hefur kostað mikið. Varð það meðal annars til þess að Hyundai skipti um forstjóra Hyundai í Bandaríkjunum rétt fyrir áramót. Bæði Hyundai og Kia gekk vel í Kína í ár og náði Hyundai 24% aukningu og seldi ríflega milljón bíla þar. Kia hafði áætlað að selja 500.000 bíla en náði því markmiði á fyrstu 11 mánuðum ársins, eða 526.525 bíla. Hyundai og Kia seldu samtals 7,56 milljón bíla en áætlun fyrirtækjanna hljóðaði uppá 7,41 milljón bíla. Söluaukning þeirra nam 8,2% frá 2012.
Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent