Ford C-Max með sólarrafhlöðum eyðir 2,4 lítrum Finnur Thorlacius skrifar 7. janúar 2014 08:45 Ford C-Max með sólarrafhlöðum. Ford ætlar að kynna nýja útgáfu C-Max bílsins á hinni árlegu tæknisýningu bílageirans í Las Vegas í þessari viku. Þak bílsins er nánast ein sólarrafhlaða og eyðsla þessa bíls er ansi lág, eða 2,4 lítrar á hverja 100 kílómetra. Það tekur sólarrafhlöðurnar 4 klukkutíma að fullhlaðast í sterkri sól, en þær má einnig hlaða með því að setja bílinn í samband við heimilisrafmagn. Bíllinn getur ekið 35 km á rafmagninu einu saman og 1.000 km alls. Eyðsla þessa bíls er ámóta og Plug-In C-Max bílsins sem Ford býður einnig. Ekki er ljóst hvort þessi nýja útgáfa C-Max verður fjöldaframleidd eða hvort þessi bíll er bara til að monta sig af á sýningunni í Las Vegas. Ef hann verður ekki of dýr ætti hann að höfða til margra og ef uppgefin eyðsla hans er rétt má komast á honum hringinn um Ísland á 33 lítrum bensíns, sem kostar aðeins um 8.000 krónur. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent
Ford ætlar að kynna nýja útgáfu C-Max bílsins á hinni árlegu tæknisýningu bílageirans í Las Vegas í þessari viku. Þak bílsins er nánast ein sólarrafhlaða og eyðsla þessa bíls er ansi lág, eða 2,4 lítrar á hverja 100 kílómetra. Það tekur sólarrafhlöðurnar 4 klukkutíma að fullhlaðast í sterkri sól, en þær má einnig hlaða með því að setja bílinn í samband við heimilisrafmagn. Bíllinn getur ekið 35 km á rafmagninu einu saman og 1.000 km alls. Eyðsla þessa bíls er ámóta og Plug-In C-Max bílsins sem Ford býður einnig. Ekki er ljóst hvort þessi nýja útgáfa C-Max verður fjöldaframleidd eða hvort þessi bíll er bara til að monta sig af á sýningunni í Las Vegas. Ef hann verður ekki of dýr ætti hann að höfða til margra og ef uppgefin eyðsla hans er rétt má komast á honum hringinn um Ísland á 33 lítrum bensíns, sem kostar aðeins um 8.000 krónur.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent