Schumacher var með upptökuvél á hjálminum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. janúar 2014 10:07 Nordic Photos / Getty Frönsk yfirvöld hafa staðfest að Michael Schumacher hafi verið með upptökuvél á hjálmi sínum þegar hann lenti í alvarlegu skíðaslysi í frönsku ölpunum fyrir rúmri viku síðan. Franska sjónvarpsstöðin BFMTV hafði fullyrt þetta og þetta var svo staðfest á blaðamannafundi franskra yfirvalda í morgun. Þá var tilkynnt að rannsókn lögreglu á slysinu væri formlega lokið. Á fundinum í morgun kom fram að Schumacher hafi fallið þegar hann lenti á grjóti sem var falið í snjónum. Við það hafi hann missti skíðin undan sér. „Schumacher var mjög góður skíðamaður en hann fór utan brautar og rak annað skíðið sitt í stein. Hann féll og rak höfuðið í annan stein. Hann var níu metrum frá brautinni þegar hann féll,“ sagði saksóknarinn Patrick Quincy á blaðamannafundinum í morgun. „Myndefnið úr vélinni á hjálmi hans var mjög gott og gaf mjög skýra mynd af því sem gerðist. Við getum notað efnið til að endurskapa atburðina.“ Hann mun ekki hafa verið á óeðlilegum hraða sem helst í hendur við það sem umboðsmaður Schumacher, Sabine Kehm, hefur áður sagt auk vitnisburði sjónarvotta. „Við getum ekki fullyrt um hversu hratt hann fór en þegar hann fór utan brautarinnar sló hann ekki af. Hann var á eðlilegum hraða miðað við að hann var afar fær skíðamaður sem hafði farið utan brautar,“ sagði einn rannsóknaraðilinn að slysinu. Rannsókn yfirvalda í Frakklandi beindist meðal annars að því hvort að rétt hafi verið staðið að merkingum á skíðaleiðum í brekkunni þar sem Schumacher var, auk þess hvort að búnaður hans hafi verið gallaður eða bilaður. Hins vegar leiddi rannsóknin ekkert óeðlilegt í ljós hvað þetta varðar. Schumacher er enn haldið sofandi eftir slysið sem átti sér stað fyrir rúmri viku síðan. Hann hlaut alvarlega höfuðáverka og er enn talinn í lífshættu. Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Frönsk yfirvöld hafa staðfest að Michael Schumacher hafi verið með upptökuvél á hjálmi sínum þegar hann lenti í alvarlegu skíðaslysi í frönsku ölpunum fyrir rúmri viku síðan. Franska sjónvarpsstöðin BFMTV hafði fullyrt þetta og þetta var svo staðfest á blaðamannafundi franskra yfirvalda í morgun. Þá var tilkynnt að rannsókn lögreglu á slysinu væri formlega lokið. Á fundinum í morgun kom fram að Schumacher hafi fallið þegar hann lenti á grjóti sem var falið í snjónum. Við það hafi hann missti skíðin undan sér. „Schumacher var mjög góður skíðamaður en hann fór utan brautar og rak annað skíðið sitt í stein. Hann féll og rak höfuðið í annan stein. Hann var níu metrum frá brautinni þegar hann féll,“ sagði saksóknarinn Patrick Quincy á blaðamannafundinum í morgun. „Myndefnið úr vélinni á hjálmi hans var mjög gott og gaf mjög skýra mynd af því sem gerðist. Við getum notað efnið til að endurskapa atburðina.“ Hann mun ekki hafa verið á óeðlilegum hraða sem helst í hendur við það sem umboðsmaður Schumacher, Sabine Kehm, hefur áður sagt auk vitnisburði sjónarvotta. „Við getum ekki fullyrt um hversu hratt hann fór en þegar hann fór utan brautarinnar sló hann ekki af. Hann var á eðlilegum hraða miðað við að hann var afar fær skíðamaður sem hafði farið utan brautar,“ sagði einn rannsóknaraðilinn að slysinu. Rannsókn yfirvalda í Frakklandi beindist meðal annars að því hvort að rétt hafi verið staðið að merkingum á skíðaleiðum í brekkunni þar sem Schumacher var, auk þess hvort að búnaður hans hafi verið gallaður eða bilaður. Hins vegar leiddi rannsóknin ekkert óeðlilegt í ljós hvað þetta varðar. Schumacher er enn haldið sofandi eftir slysið sem átti sér stað fyrir rúmri viku síðan. Hann hlaut alvarlega höfuðáverka og er enn talinn í lífshættu.
Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira