Enn og aftur „í kjólinn fyrir jólin“ 19. desember 2014 12:00 Þegar líða fer að jólum má gjarnan heyra eða sjá fyrirsagnir í fjölmiðlum á borð við „Í kjólinn fyrir jólin“. Þetta er frasi sem allar konur þekkja og sumar hverjar keppast mjög við að fara eftir honum, þ.e. að passa í ákveðna stærð af kjól til að vera fallegar og fínar um jólin. Hvert sem við horfum fá ungar stúlkur og konur þau skilaboð að þær eigi að vera grannar og fallegar því það muni veita þeim hamingju og velgengni. Oft er reynt að láta auglýsingarnar líta vel út og notað frægt og þekkt fólk til þess að kynna vöruna eða þjónustuna. Fallegar, unglegar og grannar konur eru oft notaðar á þennan hátt, til dæmis í kvennatímaritum, eða öðrum miðlum sem eru beinlínis ætlaðir konum. Þessar auglýsingar byggja innihald sitt á minnimáttarkennd lesandans, en í svona auglýsingum eru gjarnan ráðleggingar um hvernig konur geta bætt útlit sitt og þá um leið andlega líðan með hinum og þessum vörum. Þetta getur haft mikil áhrif á ungar stúlkur og konur, en mikilvægt er að huga að því að börn og unglingar eru viðkvæmur neytendahópur sem verða auðveldlega fyrir áhrifum frá auglýsingum. Auglýsingar sem leggja áherslu á yfirborðseinkenni og nota grannar og unglegar fyrirsætur til þess að gera vöruna/þjónustuna eftirsóknarverða, geta haft neikvæð áhrif á líkamsmynd kvenna og viðhorf þeirra til eigin þyngdar og útlits. Þess vegna þurfa auglýsendur (og fjölmiðlar) að gæta þess hvaða skilaboð þeir senda þegar þeir nota staðalímyndir í auglýsingum sínum. Fólk á stöðugt að vera í líkamsrækt, hugsa um útlitið, líta vel út og borða hollt og passa upp á aukakílóin, eða m.ö.o. t.d. að passa í kjólinn fyrir jólin. Svona umfjallanir draga ekki upp rétta mynd af heilbrigðum lífsstíl og spila án efa inn í þróun átröskunarsjúkdóma. Hjá flestum einstaklingum byrjar átröskun í kjölfar megrunar þar sem takmarkið er að losna við nokkur kíló. Desember erfiður Desembermánuður getur verið einstaklega erfiður fyrir suma aðila hvað varðar mat. Það eru jólaboð, konfekt og smákökur hér og þar, stórsteikur, ís og annar veislumatur á borðum landsmanna. Allt þetta át getur valdið fólki sem hefur verið að glíma við átröskunarsjúkdóma miklum kvíða. Sjálf hef ég glímt við átröskun og finnst enn í dag rosalega erfitt að vera í kringum allt þetta góðgæti í desember og það að heyra í fjölmiðlum áróður um að ég eigi að passa í kjólinn fyrir jólin hjálpar mér ekki að njóta alls hins góða við jólin. Að fenginni reynslu geta fjölmiðlar og svona auglýsingar haft mikil áhrif á líkamsmynd kvenna. Þeir geta ýtt undir líkamsónægju á meðal ungra stúlkna og kvenna og um leið haft áhrif á sjálfsmynd þeirra og líkamsmynd. Átröskunarsjúkdómar geta verið ein birtingarmynd líkamsóánægju á meðal kvenna. Margar konur sem hafa neikvæða líkamsmynd þróa með sér átröskunarsjúkdóma á borð við lystarstol og lotugræðgi. Þær konur sem eru með neikvæða líkamsmynd hafa slæma sjálfsmynd, lítið sjálfstraust, eru þunglyndar og almennt óánægðar með eigið útlit. Megrunariðnaður Heilmikill iðnaður er í kringum megrun. Fyrirtæki sem vinna í þessum iðnaði stóla á sífellda neyslu viðskiptavina sinna. Margir þeirra einstaklinga, sem byrja í megrun, ná sjaldan, þegar til lengri tíma er litið, að viðhalda þyngdartapi sínu. Það hjálpar þessum fyrirtækjum, sem horfa á megrun, að dafna, því fólk sem mistekst að grenna sig verður óánægt með líkama sinn og reynir áfram að finna nýjar leiðir til þess að grennast. Það eyðir þá oft miklum fjárhæðum í að prófa hina og þessa megrunarkúra í von um að grennast sem fyrst. Því má í raun fullyrða að þessi iðnaður lifi á óánægju fólks og því ekki óeðlilegt að hann reyni að ýta undir óöryggi fólks með eigin líkama til dæmis með því að birta myndir af grönnum einstaklingum í auglýsingum sínum og svo framvegis. Í janúar munu dynja yfir auglýsingarnar um að koma sér í flott og gott form á nýju ári. Reynum að loka á þessi skilaboð úr fjölmiðlum, reynum að njóta jólanna, laus við áhyggjur af að borða of mikið af hinu og þessu. Ekkert mataræði er fullkomið. Gullna reglan er að allt er gott í hófi og jólin eru bara einu sinni á ári. Þó svo ég fái mér nokkra konfektmola eða smákökur þarf það ekki að jafngilda því að ég hafi borðað þrjár rjómatertur. Munum bara að útlitið er ekki allt, þar er svo miklu meira í lífinu sem skiptir máli en útlit okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þegar líða fer að jólum má gjarnan heyra eða sjá fyrirsagnir í fjölmiðlum á borð við „Í kjólinn fyrir jólin“. Þetta er frasi sem allar konur þekkja og sumar hverjar keppast mjög við að fara eftir honum, þ.e. að passa í ákveðna stærð af kjól til að vera fallegar og fínar um jólin. Hvert sem við horfum fá ungar stúlkur og konur þau skilaboð að þær eigi að vera grannar og fallegar því það muni veita þeim hamingju og velgengni. Oft er reynt að láta auglýsingarnar líta vel út og notað frægt og þekkt fólk til þess að kynna vöruna eða þjónustuna. Fallegar, unglegar og grannar konur eru oft notaðar á þennan hátt, til dæmis í kvennatímaritum, eða öðrum miðlum sem eru beinlínis ætlaðir konum. Þessar auglýsingar byggja innihald sitt á minnimáttarkennd lesandans, en í svona auglýsingum eru gjarnan ráðleggingar um hvernig konur geta bætt útlit sitt og þá um leið andlega líðan með hinum og þessum vörum. Þetta getur haft mikil áhrif á ungar stúlkur og konur, en mikilvægt er að huga að því að börn og unglingar eru viðkvæmur neytendahópur sem verða auðveldlega fyrir áhrifum frá auglýsingum. Auglýsingar sem leggja áherslu á yfirborðseinkenni og nota grannar og unglegar fyrirsætur til þess að gera vöruna/þjónustuna eftirsóknarverða, geta haft neikvæð áhrif á líkamsmynd kvenna og viðhorf þeirra til eigin þyngdar og útlits. Þess vegna þurfa auglýsendur (og fjölmiðlar) að gæta þess hvaða skilaboð þeir senda þegar þeir nota staðalímyndir í auglýsingum sínum. Fólk á stöðugt að vera í líkamsrækt, hugsa um útlitið, líta vel út og borða hollt og passa upp á aukakílóin, eða m.ö.o. t.d. að passa í kjólinn fyrir jólin. Svona umfjallanir draga ekki upp rétta mynd af heilbrigðum lífsstíl og spila án efa inn í þróun átröskunarsjúkdóma. Hjá flestum einstaklingum byrjar átröskun í kjölfar megrunar þar sem takmarkið er að losna við nokkur kíló. Desember erfiður Desembermánuður getur verið einstaklega erfiður fyrir suma aðila hvað varðar mat. Það eru jólaboð, konfekt og smákökur hér og þar, stórsteikur, ís og annar veislumatur á borðum landsmanna. Allt þetta át getur valdið fólki sem hefur verið að glíma við átröskunarsjúkdóma miklum kvíða. Sjálf hef ég glímt við átröskun og finnst enn í dag rosalega erfitt að vera í kringum allt þetta góðgæti í desember og það að heyra í fjölmiðlum áróður um að ég eigi að passa í kjólinn fyrir jólin hjálpar mér ekki að njóta alls hins góða við jólin. Að fenginni reynslu geta fjölmiðlar og svona auglýsingar haft mikil áhrif á líkamsmynd kvenna. Þeir geta ýtt undir líkamsónægju á meðal ungra stúlkna og kvenna og um leið haft áhrif á sjálfsmynd þeirra og líkamsmynd. Átröskunarsjúkdómar geta verið ein birtingarmynd líkamsóánægju á meðal kvenna. Margar konur sem hafa neikvæða líkamsmynd þróa með sér átröskunarsjúkdóma á borð við lystarstol og lotugræðgi. Þær konur sem eru með neikvæða líkamsmynd hafa slæma sjálfsmynd, lítið sjálfstraust, eru þunglyndar og almennt óánægðar með eigið útlit. Megrunariðnaður Heilmikill iðnaður er í kringum megrun. Fyrirtæki sem vinna í þessum iðnaði stóla á sífellda neyslu viðskiptavina sinna. Margir þeirra einstaklinga, sem byrja í megrun, ná sjaldan, þegar til lengri tíma er litið, að viðhalda þyngdartapi sínu. Það hjálpar þessum fyrirtækjum, sem horfa á megrun, að dafna, því fólk sem mistekst að grenna sig verður óánægt með líkama sinn og reynir áfram að finna nýjar leiðir til þess að grennast. Það eyðir þá oft miklum fjárhæðum í að prófa hina og þessa megrunarkúra í von um að grennast sem fyrst. Því má í raun fullyrða að þessi iðnaður lifi á óánægju fólks og því ekki óeðlilegt að hann reyni að ýta undir óöryggi fólks með eigin líkama til dæmis með því að birta myndir af grönnum einstaklingum í auglýsingum sínum og svo framvegis. Í janúar munu dynja yfir auglýsingarnar um að koma sér í flott og gott form á nýju ári. Reynum að loka á þessi skilaboð úr fjölmiðlum, reynum að njóta jólanna, laus við áhyggjur af að borða of mikið af hinu og þessu. Ekkert mataræði er fullkomið. Gullna reglan er að allt er gott í hófi og jólin eru bara einu sinni á ári. Þó svo ég fái mér nokkra konfektmola eða smákökur þarf það ekki að jafngilda því að ég hafi borðað þrjár rjómatertur. Munum bara að útlitið er ekki allt, þar er svo miklu meira í lífinu sem skiptir máli en útlit okkar.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun