Gjaldeyrishöft og glötuð tækifæri Ólafur Þ. Stephensen skrifar 31. janúar 2014 06:00 Fréttablaðið hefur í vikunni fjallað um gjaldeyrishöftin frá ýmsum hliðum. Í fréttaskýringu í Markaðnum kom fram að erfitt væri að mæla nákvæmlega kostnað íslenzks viðskiptalífs af höftunum. Hann felst ekki sízt í glötuðum tækifærum, af því að íslenzkir fjárfestar eru fastir innan haftanna og erlendir hætta sér ekki inn fyrir þau. Þó er hægt að bregða mælistiku á beinan kostnað við „umsýslu“ haftanna; frá 2009 og þar til í fyrra má áætla kostnað íslenzkra fyrirtækja og Seðlabankans við að sækja um og veita undanþágur frá höftunum á meira en hálfan annan milljarð. Gengið er út frá því að kostnaður við hverja umsókn sé rúmlega 400 þúsund krónur. Þó eru til raunveruleg dæmi um hærri kostnað. Sprotafyrirtækið Clara mat kostnaðinn við að millifæra einn Bandaríkjadal til að stofna dótturfélag í Bandaríkjunum á um 750 þúsund krónur! Tapaður ávinningur íslenzks atvinnulífs vegna gjaldeyrishafta verður líklega fremur mældur í milljörðum eða tugum milljarða. Í Fréttablaðinu í gær var þannig sagt frá því að fyrirtæki sem vinna að þróun jarðvarmaverkefna á alþjóðlegum vettvangi hefðu flestöll hrakizt úr landi vegna gjaldeyrishaftanna. Með því móti hafa þau auðveldari aðgang að fjármagni. Lárus Elíasson, framkvæmdastjóri hjá alþjóðafyrirtækinu Atlas Copco, segir að höftin loki miklum tækifærum og fæli erlenda fjárfesta frá. „Þetta er kannski ekki síður girðing hugans en raunveruleiki, en fólk forðast svona uppstillingar,“ segir hann. Svana Helen Björnsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir í umfjöllun Markaðarins að íslenzk fyrirtæki sem leiti að alþjóðlegu fjármagni verði oft að bregðast við kröfum fjárfesta um að starfsemin verði byggð upp utan Íslands. „Þeir treysta ekki rekstrarumhverfinu hér. Að sjálfsögðu hamlar þetta vexti íslenskra fyrirtækja,“ segir Svana. Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, bendir réttilega á að höftin snerti ekki hinn almenna borgara með nægilega beinum hætti til að almennur þrýstingur sé á afnám þeirra. Á meðan fólk getur notað greiðslukortin sín í útlöndum og fengið afgreiddan gjaldeyri, jafnvel þótt það þurfi nú að framvísa farseðli, áttar það sig kannski ekki á því hversu miklum skaða höftin valda; hvernig þau hamla vexti nýrra atvinnugreina og ógna þar með framtíðarlífskjörum á Íslandi. Þeir sem standa í rekstri fyrirtækja átta sig hins vegar æ betur á meinsemdinni. Frosti bendir á að vexti hefðbundinna útflutningsgreina séu takmörk sett og vöxturinn þurfi í auknum mæli að koma frá þekkingariðnaði. „Ég leyfi mér að fullyrða að ef höftin verða hér áfram eftir tíu ár eða tuttugu þá verður starfsemi þessara fyrirtækja í algjöru lágmarki hér á Íslandi.“ Flestir eru sammála um að íslenzka krónan verði hér eftir alltaf í einhvers konar höftum; hún verði aldrei aftur á frjálsum markaði. Það ætti að vera algjört forgangsverkefni stjórnvalda að leita leiða til að taka upp nýjan gjaldmiðil, sem tryggði vöxt nýrra þekkingargreina og um leið lífskjörin á Íslandi í framtíðinni. Því miður er það verkefni ekki efst á dagskránni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Fréttablaðið hefur í vikunni fjallað um gjaldeyrishöftin frá ýmsum hliðum. Í fréttaskýringu í Markaðnum kom fram að erfitt væri að mæla nákvæmlega kostnað íslenzks viðskiptalífs af höftunum. Hann felst ekki sízt í glötuðum tækifærum, af því að íslenzkir fjárfestar eru fastir innan haftanna og erlendir hætta sér ekki inn fyrir þau. Þó er hægt að bregða mælistiku á beinan kostnað við „umsýslu“ haftanna; frá 2009 og þar til í fyrra má áætla kostnað íslenzkra fyrirtækja og Seðlabankans við að sækja um og veita undanþágur frá höftunum á meira en hálfan annan milljarð. Gengið er út frá því að kostnaður við hverja umsókn sé rúmlega 400 þúsund krónur. Þó eru til raunveruleg dæmi um hærri kostnað. Sprotafyrirtækið Clara mat kostnaðinn við að millifæra einn Bandaríkjadal til að stofna dótturfélag í Bandaríkjunum á um 750 þúsund krónur! Tapaður ávinningur íslenzks atvinnulífs vegna gjaldeyrishafta verður líklega fremur mældur í milljörðum eða tugum milljarða. Í Fréttablaðinu í gær var þannig sagt frá því að fyrirtæki sem vinna að þróun jarðvarmaverkefna á alþjóðlegum vettvangi hefðu flestöll hrakizt úr landi vegna gjaldeyrishaftanna. Með því móti hafa þau auðveldari aðgang að fjármagni. Lárus Elíasson, framkvæmdastjóri hjá alþjóðafyrirtækinu Atlas Copco, segir að höftin loki miklum tækifærum og fæli erlenda fjárfesta frá. „Þetta er kannski ekki síður girðing hugans en raunveruleiki, en fólk forðast svona uppstillingar,“ segir hann. Svana Helen Björnsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir í umfjöllun Markaðarins að íslenzk fyrirtæki sem leiti að alþjóðlegu fjármagni verði oft að bregðast við kröfum fjárfesta um að starfsemin verði byggð upp utan Íslands. „Þeir treysta ekki rekstrarumhverfinu hér. Að sjálfsögðu hamlar þetta vexti íslenskra fyrirtækja,“ segir Svana. Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, bendir réttilega á að höftin snerti ekki hinn almenna borgara með nægilega beinum hætti til að almennur þrýstingur sé á afnám þeirra. Á meðan fólk getur notað greiðslukortin sín í útlöndum og fengið afgreiddan gjaldeyri, jafnvel þótt það þurfi nú að framvísa farseðli, áttar það sig kannski ekki á því hversu miklum skaða höftin valda; hvernig þau hamla vexti nýrra atvinnugreina og ógna þar með framtíðarlífskjörum á Íslandi. Þeir sem standa í rekstri fyrirtækja átta sig hins vegar æ betur á meinsemdinni. Frosti bendir á að vexti hefðbundinna útflutningsgreina séu takmörk sett og vöxturinn þurfi í auknum mæli að koma frá þekkingariðnaði. „Ég leyfi mér að fullyrða að ef höftin verða hér áfram eftir tíu ár eða tuttugu þá verður starfsemi þessara fyrirtækja í algjöru lágmarki hér á Íslandi.“ Flestir eru sammála um að íslenzka krónan verði hér eftir alltaf í einhvers konar höftum; hún verði aldrei aftur á frjálsum markaði. Það ætti að vera algjört forgangsverkefni stjórnvalda að leita leiða til að taka upp nýjan gjaldmiðil, sem tryggði vöxt nýrra þekkingargreina og um leið lífskjörin á Íslandi í framtíðinni. Því miður er það verkefni ekki efst á dagskránni.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun