Þakkarræða Haraldur V. Sveinbjörnsson skrifar 10. nóvember 2014 10:05 Sæl, Haraldur heiti ég og er tónlistarkennari. Mér finnst ég hafa verið sigursæll í lífinu hingað til. Ég vann verðlaun. Að starfa við þá iðju sem ég ann mest. Að því tilefni langaði mig að skrifa langa þakkarræðu, væmna og sjálfhverfa að bandarískum sið: Ég vil þakka tónlistarkennurunum Kristínu Stefánsdóttur og Anne-Marie Markan fyrir að taka mér opnum örmum í forskóla og kynna mig barnungum fyrir leikgleðinni sem fylgir tónlistinni og hljóðfæraleiknum. Ég vil þakka tónlistarkennurunum Mörtu E. Sigurðardóttur og Aagotu Óskarsdóttur fyrir að leiða mig þolinmóðar í allan sannleikann um tónfræðina á fyrstu stigum skólagöngu minnar. Ég vil þakka tónlistarkennaranum Árna Harðarsyni sem reyndist mér fyrirmynd, stoð og stytta í þau 14 ár sem hann kenndi mér á píanó. Sérstaklega þakka ég honum æðruleysið þegar ég var við það að gefast upp á Czerny-píanóæfingunum. Ég vil þakka tónlistarkennaranum Þórunni Björnsdóttur, Tótu, sem ól mig upp í söng og röddunum með krafti og elju og studdi mig ákaft í fyrstu þreifingum mínum við tónsmíðarnar. Ég vil þakka tónlistarkennaranum Marteini H. Friðrikssyni heitnum fyrir glaðlyndið og stuðninginn, fyrir að redda mér fyrstu tónlistartengdu launuðu vinnunni minni og að taka sér tíma í brjálaðri dagskránni í að kenna mér á orgelið einu sinni í viku í tvo vetur. Ég vil þakka tónlistarkennaranum Guðrúnu S. Birgisdóttur fyrir að hafa óbilandi trú á mér í tónheyrninni - og fyrir að greiða götu mína til frekara náms í tónlistinni. Ég vil þakka tónlistarkennaranum Fjölni heitnum Stefánssyni fyrir að henda saman í hóp í hljómfræði með litlum fyrirvara, þegar enga hljómfræði var að finna. Ég vil þakka tónlistarkennaranum Guðmundi Hafsteinssyni fyrir að keyra mig áfram í tónheyrninni, og fyrir að hlusta og spila yfir fyrstu tónsmíðaæfingarnar mínar með bros á vör. Ég vil þakka tónlistarkennaranum Tryggva M. Baldvinssyni fyrir að kynna mig fyrir kontrapunkti og fyrir léttlyndi sitt og góða skap sama hversu þungur róðurinn var í hljómfræðinni. Ég vil þakka tónlistarkennaranum Ríkharði H. Friðrikssyni fyrir líflega og ítarlega sýn í fortíð og nútíð tónlistarsögunnar. Ég vil þakka tónlistarkennaranum Hilmari Þórðarsyni fyrir sitt rólega fas og yfirvegun þegar við tveir sátum tímum saman og spáðum í tónsmíðar. Ég vil líka þakka þeim tónlistarkennurunum sem ég nefni ekki hér, þeir eru byrjaðir að spila útgöngulagið og ég hef ekki tíma - en þið vitið hverjir þið eruð. Síðast en ekki síst vil ég þakka öllum þeim tónlistarkennurum í Tónlistarskóla Kópavogs og Tónlistarskólanum í Reykjavík sem fylgdust með mér af hliðarlínunni og studdu mig í mark. Ég er ekki „bara“ tónlistarkennari í dag. Ég er tónlistarmaður. Ég er það sem mig dreymdi um að verða í æsku. Ég get spilað, ég get samið, ég get útsett og ég get kennt. Það væri rangt að segja þetta sjálfsprottið. Þið voruð kannski ekki öll í sama stéttarfélagi. Eða með sama starfsheiti. En þið voruð tónlistarkennararnir mínir. Án ykkar væri ég ekki sá sem ég er í dag. Og því deili ég þessum verðlaunum með ykkur. Takk! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Betri þjónusta Strætó Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Sæl, Haraldur heiti ég og er tónlistarkennari. Mér finnst ég hafa verið sigursæll í lífinu hingað til. Ég vann verðlaun. Að starfa við þá iðju sem ég ann mest. Að því tilefni langaði mig að skrifa langa þakkarræðu, væmna og sjálfhverfa að bandarískum sið: Ég vil þakka tónlistarkennurunum Kristínu Stefánsdóttur og Anne-Marie Markan fyrir að taka mér opnum örmum í forskóla og kynna mig barnungum fyrir leikgleðinni sem fylgir tónlistinni og hljóðfæraleiknum. Ég vil þakka tónlistarkennurunum Mörtu E. Sigurðardóttur og Aagotu Óskarsdóttur fyrir að leiða mig þolinmóðar í allan sannleikann um tónfræðina á fyrstu stigum skólagöngu minnar. Ég vil þakka tónlistarkennaranum Árna Harðarsyni sem reyndist mér fyrirmynd, stoð og stytta í þau 14 ár sem hann kenndi mér á píanó. Sérstaklega þakka ég honum æðruleysið þegar ég var við það að gefast upp á Czerny-píanóæfingunum. Ég vil þakka tónlistarkennaranum Þórunni Björnsdóttur, Tótu, sem ól mig upp í söng og röddunum með krafti og elju og studdi mig ákaft í fyrstu þreifingum mínum við tónsmíðarnar. Ég vil þakka tónlistarkennaranum Marteini H. Friðrikssyni heitnum fyrir glaðlyndið og stuðninginn, fyrir að redda mér fyrstu tónlistartengdu launuðu vinnunni minni og að taka sér tíma í brjálaðri dagskránni í að kenna mér á orgelið einu sinni í viku í tvo vetur. Ég vil þakka tónlistarkennaranum Guðrúnu S. Birgisdóttur fyrir að hafa óbilandi trú á mér í tónheyrninni - og fyrir að greiða götu mína til frekara náms í tónlistinni. Ég vil þakka tónlistarkennaranum Fjölni heitnum Stefánssyni fyrir að henda saman í hóp í hljómfræði með litlum fyrirvara, þegar enga hljómfræði var að finna. Ég vil þakka tónlistarkennaranum Guðmundi Hafsteinssyni fyrir að keyra mig áfram í tónheyrninni, og fyrir að hlusta og spila yfir fyrstu tónsmíðaæfingarnar mínar með bros á vör. Ég vil þakka tónlistarkennaranum Tryggva M. Baldvinssyni fyrir að kynna mig fyrir kontrapunkti og fyrir léttlyndi sitt og góða skap sama hversu þungur róðurinn var í hljómfræðinni. Ég vil þakka tónlistarkennaranum Ríkharði H. Friðrikssyni fyrir líflega og ítarlega sýn í fortíð og nútíð tónlistarsögunnar. Ég vil þakka tónlistarkennaranum Hilmari Þórðarsyni fyrir sitt rólega fas og yfirvegun þegar við tveir sátum tímum saman og spáðum í tónsmíðar. Ég vil líka þakka þeim tónlistarkennurunum sem ég nefni ekki hér, þeir eru byrjaðir að spila útgöngulagið og ég hef ekki tíma - en þið vitið hverjir þið eruð. Síðast en ekki síst vil ég þakka öllum þeim tónlistarkennurum í Tónlistarskóla Kópavogs og Tónlistarskólanum í Reykjavík sem fylgdust með mér af hliðarlínunni og studdu mig í mark. Ég er ekki „bara“ tónlistarkennari í dag. Ég er tónlistarmaður. Ég er það sem mig dreymdi um að verða í æsku. Ég get spilað, ég get samið, ég get útsett og ég get kennt. Það væri rangt að segja þetta sjálfsprottið. Þið voruð kannski ekki öll í sama stéttarfélagi. Eða með sama starfsheiti. En þið voruð tónlistarkennararnir mínir. Án ykkar væri ég ekki sá sem ég er í dag. Og því deili ég þessum verðlaunum með ykkur. Takk!
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar