Líklega besta vínbúð í heimi Pawel Bartozek skrifar 22. ágúst 2014 07:00 Auglýsing frá ÁTVR: Ung kona missir ökuskírteinið ofan í blandara þegar hún er að búa til boozt. Atburðarásin er summeruð upp með ummælunum: „Vissir þú að 4,2% allra skilríkja eyðileggjast í blandara?“ Stærðfræðingurinn verður forvitinn. Hvað eiga þessar fullyrðingar eiginlega að merkja? Hver er hlutinn og heildin í þessum prósentureikningi? Er þetta fjöldi skilríkja sem endað hafa í blandara deilt með öllum skilríkjum sem búin hafa verið til? Ég á erfitt með að trúa því að ÁTVR hafi tekið stikkprufu af 500 viðskiptavinum sínum og að 21 þeirra hafi misst nýjustu skilríkin sín ofan í blandara. Eða að 14% viðmælenda hafi eyðilagt skilríkin sín í þvottavél. Er vísað til afsakana sem ungt fólk gefur? Varla í alvörunni. Í minni æsku var „gleymdi þeim heima“ nánast eina afsökunin sem einhver gaf.Grínigrín Ég þykist raunar vita að þetta sé grín. Tölurnar eru upplognar og þýða ekki neitt. Ég sendi vinum mínum í ÁTVR fyrirspurn um hvort þetta væru alvörutölur eða grín en ég hef ekki fengið svar. Kannski má saka mig um Evrópumet í pedantisma en ég er ekki viss um hvort mér finnst það alveg fullkomlega í lagi að opinber stofnun skáldi upp tölfræði í auglýsingum. Til gamans. Í lögum segir: „Óheimilt er að veita rangar, ófullnægjandi eða villandi upplýsingar í auglýsingum eða með öðrum hætti eða beita öðrum slíkum viðskiptaaðferðum sem sama marki eru brenndar, enda séu upplýsingar þessar og viðskiptaaðferðir fallnar til að hafa áhrif á eftirspurn eða framboð vara, fasteigna, þjónustu eða annars þess sem haft er á boðstólum í atvinnustarfsemi sem lög þessi taka til.“ Ef einhver myndi kæra þessar auglýsingar til lögreglu þá myndi málsvörn ÁTVR væntanlega vera sú að lygarnar væru ekki sérstaklega fallnar til þess að fá fólk til að kaupa meira áfengi. Menn væru því bara að ljúga til að vera fyndnir en ekki að ljúga í neinum markaðslegum tilgangi. Þétt vörn.Til hvers að auglýsa? Stofnun ætti ekki að þurfa að auglýsa það sérstaklega að hún ætli sér að fara að lögum. Henni ætti að duga einfaldlega að gera það. En auglýsingarnar þjóna ekki bara þeim tilgangi að láta fólk undir tvítugu vita að það geti ekki keypt áfengi löglega. Þau lög þekkja allir sem lögin snerta. Tilgangurinn með herferðinni er ekki síst að sannfæra alla aðra um að ÁTVR sé einmitt þannig fyrirtæki, fyrirtæki sem selur ekki áfengi til fólks undir áfengiskaupaaldri. Þar með planta menn þeirri dulbúnu gagnályktun að ef aðrir fengju að selja áfengi þá myndu þeir gera það. Það kæmi ekki á óvart ef við fengjum að sjá fleiri svona auglýsingar með haustinu, auglýsingar þar sem vingjarnleg móðurleg afgreiðslukona neitar Sollu stirðu um Breezer og bendir henni á að koma aftur eftir afmælisdaginn. Gleymum svo ekki öðru. Auglýsingar eiga að planta hugmyndum í huga fólks. Fólk sér kók í auglýsingu og fólk langar í kók. Að sama skapi má velta því fyrir sér hvort auglýsingar ríkiseinokunarverslunar með áfengi hafi ekki bara nákvæmlega sömu áhrif. Fólk sér jákvæða, fyndna auglýsingu frá einhverju fyrirbæri sem heitir „Vínbúð“ og fólk fer að langa að versla við það fyrirbæri.Ágætt fordæmi Einn er þó kostur við þessar auglýsingar ÁTVR. Þegar áfengissala verður gefin frjáls munu nýjar vínbúðir geta auglýst starfsemi sína undir þeim formerkjum að þar vinni hresst fólk sem fari að lögum. Svo lengi sem menn nefna ekki einstakar áfengistegundir ætti slíkt að vera í lagi. Lagalegt fordæmi er komið. Kannski ætti maður ekki að vera svona stífur. Kannski má sjá húmorinn í því að opinber stofnun skuli búa til platprósentur til að fegra óbeint ímynd sína. Kannski sjá allir að þetta er grín. En stífa karlinn langar samt að segja: „Látið prósenturnar vera. Þær hafa þolað nóg. Og ef einhver biður ykkur um heimildir, komið þá með heimildir. Ekki afsakanir.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Auglýsing frá ÁTVR: Ung kona missir ökuskírteinið ofan í blandara þegar hún er að búa til boozt. Atburðarásin er summeruð upp með ummælunum: „Vissir þú að 4,2% allra skilríkja eyðileggjast í blandara?“ Stærðfræðingurinn verður forvitinn. Hvað eiga þessar fullyrðingar eiginlega að merkja? Hver er hlutinn og heildin í þessum prósentureikningi? Er þetta fjöldi skilríkja sem endað hafa í blandara deilt með öllum skilríkjum sem búin hafa verið til? Ég á erfitt með að trúa því að ÁTVR hafi tekið stikkprufu af 500 viðskiptavinum sínum og að 21 þeirra hafi misst nýjustu skilríkin sín ofan í blandara. Eða að 14% viðmælenda hafi eyðilagt skilríkin sín í þvottavél. Er vísað til afsakana sem ungt fólk gefur? Varla í alvörunni. Í minni æsku var „gleymdi þeim heima“ nánast eina afsökunin sem einhver gaf.Grínigrín Ég þykist raunar vita að þetta sé grín. Tölurnar eru upplognar og þýða ekki neitt. Ég sendi vinum mínum í ÁTVR fyrirspurn um hvort þetta væru alvörutölur eða grín en ég hef ekki fengið svar. Kannski má saka mig um Evrópumet í pedantisma en ég er ekki viss um hvort mér finnst það alveg fullkomlega í lagi að opinber stofnun skáldi upp tölfræði í auglýsingum. Til gamans. Í lögum segir: „Óheimilt er að veita rangar, ófullnægjandi eða villandi upplýsingar í auglýsingum eða með öðrum hætti eða beita öðrum slíkum viðskiptaaðferðum sem sama marki eru brenndar, enda séu upplýsingar þessar og viðskiptaaðferðir fallnar til að hafa áhrif á eftirspurn eða framboð vara, fasteigna, þjónustu eða annars þess sem haft er á boðstólum í atvinnustarfsemi sem lög þessi taka til.“ Ef einhver myndi kæra þessar auglýsingar til lögreglu þá myndi málsvörn ÁTVR væntanlega vera sú að lygarnar væru ekki sérstaklega fallnar til þess að fá fólk til að kaupa meira áfengi. Menn væru því bara að ljúga til að vera fyndnir en ekki að ljúga í neinum markaðslegum tilgangi. Þétt vörn.Til hvers að auglýsa? Stofnun ætti ekki að þurfa að auglýsa það sérstaklega að hún ætli sér að fara að lögum. Henni ætti að duga einfaldlega að gera það. En auglýsingarnar þjóna ekki bara þeim tilgangi að láta fólk undir tvítugu vita að það geti ekki keypt áfengi löglega. Þau lög þekkja allir sem lögin snerta. Tilgangurinn með herferðinni er ekki síst að sannfæra alla aðra um að ÁTVR sé einmitt þannig fyrirtæki, fyrirtæki sem selur ekki áfengi til fólks undir áfengiskaupaaldri. Þar með planta menn þeirri dulbúnu gagnályktun að ef aðrir fengju að selja áfengi þá myndu þeir gera það. Það kæmi ekki á óvart ef við fengjum að sjá fleiri svona auglýsingar með haustinu, auglýsingar þar sem vingjarnleg móðurleg afgreiðslukona neitar Sollu stirðu um Breezer og bendir henni á að koma aftur eftir afmælisdaginn. Gleymum svo ekki öðru. Auglýsingar eiga að planta hugmyndum í huga fólks. Fólk sér kók í auglýsingu og fólk langar í kók. Að sama skapi má velta því fyrir sér hvort auglýsingar ríkiseinokunarverslunar með áfengi hafi ekki bara nákvæmlega sömu áhrif. Fólk sér jákvæða, fyndna auglýsingu frá einhverju fyrirbæri sem heitir „Vínbúð“ og fólk fer að langa að versla við það fyrirbæri.Ágætt fordæmi Einn er þó kostur við þessar auglýsingar ÁTVR. Þegar áfengissala verður gefin frjáls munu nýjar vínbúðir geta auglýst starfsemi sína undir þeim formerkjum að þar vinni hresst fólk sem fari að lögum. Svo lengi sem menn nefna ekki einstakar áfengistegundir ætti slíkt að vera í lagi. Lagalegt fordæmi er komið. Kannski ætti maður ekki að vera svona stífur. Kannski má sjá húmorinn í því að opinber stofnun skuli búa til platprósentur til að fegra óbeint ímynd sína. Kannski sjá allir að þetta er grín. En stífa karlinn langar samt að segja: „Látið prósenturnar vera. Þær hafa þolað nóg. Og ef einhver biður ykkur um heimildir, komið þá með heimildir. Ekki afsakanir.“
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar