Myndlist – vannýtt auðlind Hlynur Helgason skrifar 6. október 2014 00:00 Stofnaður var sérstakur myndlistarsjóður með lögum árið 2012 sem hefur það markmið að auðvelda þeim sem vinna við myndlist að koma metnaðarfullum verkefnum í framkvæmd. Fé úr sjóðnum hefur eflt sýnileika myndlistar á Íslandi og styrkt stoðir menningarlífsins. Niðurskurður á fjárveitingum í sjóðinn ógnar því góða starfi sem þar hefur unnist. Rannsóknir benda til þess að myndlist geti haft margþætt jákvæð áhrif á efnahagslífið. Öflug myndlist eykur framleiðni og tekjur hjá þeim sem vinna með beinum hætti við myndlist. Myndlist sem er sýnileg hefur jákvæð áhrif á menningartengda ferðamennsku, sem skilar þjóðarbúinu hvað mestum tekjum. Myndlist er einnig hvati fyrir fjölbreyttara menningarlíf sem laðar að sér hæft og vel menntað fólk, eins og til dæmis lækna. Við stöndum okkur bærilega í því að styrkja kjarna myndlistarlífsins með listamannalaunum. Hins vegar skortir verulega leiðir til að koma starfi myndlistarmanna á framfæri. Sýnileiki listarinnar hér á landi gæti verið mun meiri og þar með menningarleg áhrif hennar. Þess vegna er myndlist hér á landi vannýtt auðlind; við nýtum ekki efnahagslega möguleika hennar nema að litlu leyti. Stofnun myndlistarsjóðs fyrir þremur árum var þess vegna skynsamleg og hagkvæm aðgerð. Stefnt var að því að efla hann smátt og smátt með auknum fjárveitingum og auka þannig þjóðhagslegt gildi myndlistarstarfs til muna. Það er því áhyggjuefni að í stað þess að styrkja sjóðinn hefur Alþingi skert fjárveitingar til hans verulega. Á síðasta ári drógust fjárveitingar saman úr 45 milljónum í 25 milljónir. Nú er lagt til að leggja einungis 15 milljónir til sjóðsins. Í stað þess að bæta hóflegu fé í sjóðinn, og efla þannig efnahagslegt gildi myndlistar, er grafið undan starfinu. Þannig verður myndlistin, því miður, áfram vannýtt auðlind. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Stofnaður var sérstakur myndlistarsjóður með lögum árið 2012 sem hefur það markmið að auðvelda þeim sem vinna við myndlist að koma metnaðarfullum verkefnum í framkvæmd. Fé úr sjóðnum hefur eflt sýnileika myndlistar á Íslandi og styrkt stoðir menningarlífsins. Niðurskurður á fjárveitingum í sjóðinn ógnar því góða starfi sem þar hefur unnist. Rannsóknir benda til þess að myndlist geti haft margþætt jákvæð áhrif á efnahagslífið. Öflug myndlist eykur framleiðni og tekjur hjá þeim sem vinna með beinum hætti við myndlist. Myndlist sem er sýnileg hefur jákvæð áhrif á menningartengda ferðamennsku, sem skilar þjóðarbúinu hvað mestum tekjum. Myndlist er einnig hvati fyrir fjölbreyttara menningarlíf sem laðar að sér hæft og vel menntað fólk, eins og til dæmis lækna. Við stöndum okkur bærilega í því að styrkja kjarna myndlistarlífsins með listamannalaunum. Hins vegar skortir verulega leiðir til að koma starfi myndlistarmanna á framfæri. Sýnileiki listarinnar hér á landi gæti verið mun meiri og þar með menningarleg áhrif hennar. Þess vegna er myndlist hér á landi vannýtt auðlind; við nýtum ekki efnahagslega möguleika hennar nema að litlu leyti. Stofnun myndlistarsjóðs fyrir þremur árum var þess vegna skynsamleg og hagkvæm aðgerð. Stefnt var að því að efla hann smátt og smátt með auknum fjárveitingum og auka þannig þjóðhagslegt gildi myndlistarstarfs til muna. Það er því áhyggjuefni að í stað þess að styrkja sjóðinn hefur Alþingi skert fjárveitingar til hans verulega. Á síðasta ári drógust fjárveitingar saman úr 45 milljónum í 25 milljónir. Nú er lagt til að leggja einungis 15 milljónir til sjóðsins. Í stað þess að bæta hóflegu fé í sjóðinn, og efla þannig efnahagslegt gildi myndlistar, er grafið undan starfinu. Þannig verður myndlistin, því miður, áfram vannýtt auðlind.
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun