Kína nær og fjær Einar Benediktsson skrifar 11. júní 2014 07:00 Bankahrunið 2008 og alþjóðlega efnahagskreppan hafa leitt til stjórnmálaviðbragða sem sumpart áttu ekki að koma á óvart. Árinni kennir illur ræðari, segir máltækið og það má herma á Grikki. Þeir kenna Evrópusambandinu og Myntbandalaginu um ófarir sem stafa af lélegri hagstjórn þeirra sjálfra. En útlendingahatur, eins og hjá UKIP-flokknum breska, hefur illu heilli sprottið upp þegar aðfluttum útlendingum er kennt um atvinnuleysi. Alveg séríslensk útgáfa af stefnumörkun eftir Hrunið, var sá boðskapur þeirra forseta landsins og þáverandi utanríkisráðherra, að Íslendingar ættu að setja hald sitt og traust á Alþýðulýðveldið Kína. Gerð fríverslunarsamnings við Kína, aðalstoð svokallaðrar Asíugáttar, átti að opna nýja viðskiptamöguleika sem skipti máli. Þetta er fjarri lagi. Sjávarafurðir og flugþjónusta, uppistaða útflutnings vara og þjónustu, beinist eðlilega til nálægra hátekjumarkaða beggja vegna Atlantshafs. Þar vantar herslumuninn á fullkomið viðskiptafrelsi, sem fæst með aðild að Evrópusambandinu og þátttöku í fríverslunarsvæði þess og Bandaríkjanna sem samið er um. Þakkarverð er sú áminning Hjörleifs Sveinbjörnssonar, kunnáttumanns um málefni Kína, í Fréttablaðinu 4. júní, að fjöldamorðin á Torgi hins himneska friðar í Peking fyrir 25 árum séu óuppgert voðaverk. Kínverski kommúnistaflokkurinn, allsráðandi í landinu, hefur aldrei viðurkennt þann glæp sem þá var framinn. Amnesty staðreynir að andófsmenn hafi verið látnir sæta varðhaldi í aðdraganda tímamótanna 4. júní 1989 – 2014. Því fer mjög fjarri að mannréttindi þar nálgist það sem er frumréttur Íslendinga og allra sem búa við lýðfrelsi. Nægir þar að benda á harða ritskoðun með fjölmiðlum sem áróðursdeild kommúnistaflokksins hefur með höndum. Var það ekki úr þeim starfsvettvangi sem við fengum skáldið Huang Nubo, auðmann og fjárfesti, áhugasaman sem landgreifa að Grímsstöðum? Á hinum óheppilegasta tíma er hafin bygging sameiginlegrar norðurljósastofnunar Íslands og Kína í Norðurþingi og efnt til málþings með þeim um norðurslóðamál. Leynd virðist hvíla yfir athugunum fyrir stórhöfn og atvinnurekstur í Finnafirði.Samfallandi hagsmunir Sá tími er kominn að líta beri á Rússa og Kínverja, á ný vinaríki, sem bandamenn í lengri tíma áætlun um yfirráð á Norðurslóðum og í framhaldinu á Norður-Atlantshafi. Af ýmsum ástæðum eru hagsmunir þeirra samfallandi og nýgerður samningur um sölu til Kína á gríðarlegu magni rússnesks jarðgass til 30 ára, staðfestir nána samvinnu. Bæði ríkin hafa þegar gripið til fjandsamlegra aðgerða gegn Evrópulöndum og Bandaríkjunum; í Úkraínu annars vegar og hins vegar með yfirtroðslu Kínverja í Suður-Kínahafi við Filippseyjar og Víetnam. Í Kínahafi eru Kínverjar greinilega að kanna viðbrögð Bandaríkjamanna sem eru bundnir samningum við Japani og Filippseyinga um varnir. Eru Bandaríkjamenn svo fullsaddir af stríðsaðgerðum eftir Írak og Afganistan, að þeir skeyta ekki deilum út af skerjagörðum, smáeyjum og tengdu hafsvæði, og láti þetta afskiptalaust? Það kann að vera. Á hinn bóginn er staðreyndin sú, að Bandaríkjamenn hafa verið seinteknir til stríðsaðgerða, eins og í Evrópustórstyrjöldum 20. aldarinnar, en höfðu þá úthald til að ná sigri. Þannig gæti yfirgangur Kínverja við grannríkin reynst þeim þau afdrifaríku mistök að hafa unnið sýndarsigra en tapað lokauppgjöri. Þetta mikla traust Íslendinga á friðarást og samstarfsvilja Kínverja á sér að virðist helst sögulega hliðstæðu í samskiptum þeirra við Indland. Pandit Nehru, stjórnmálaleiðtogi Indverja eftir að þeir hlutu sjálfstæði, dáðist mjög að framgangi byltingar kommúnista í Kína. Friðarstefna (e. appeasement) var mörkuð og tekið að hampa Kína í þeirri trú að þar með yrði tryggð vinátta þjóðanna. Þessi stefna reyndist Indverjum gagnslaus. Kínverjar hafa fyrr og síðar litið á Indland sem þann eina aðila sem gæti skákað þeim í Asíu og hafa því stefnt að einangrun þeirra í suðurhluta álfunnar. Vináttusamband við Íslendinga er fyrir Kínverja tæki til mikillar stöðu áhrifa og ábata, bæði varðandi siglingaleiðina sem senn opnast um Norðausturleiðina og nýtingu jarðefna og olíu í nágrenni við Ísland. Og hvað boðar bandalag þeirra og Rússa, sem nú eru að koma upp miklum hernaðarmætti á svæðinu? Herstöð á Íslandi væri stóri vinningurinn en henni fylgja sem fyrr veruleg yfirráð í Norður-Atlantshafi. Íslendingar verða nú sem aldrei fyrr að sýna frumkvæði um varnarsamstarf við Bandaríkin. Það snertir sameiginlegt varnarátak Norðurlandanna og Bandaríkjanna á norðurslóðum en þar hefur orðið sú heillavænlega þróun að Svíar og Finnar taka þátt í loftrýmisgæslu á Íslandi sem borin er uppi af bandaríska flughernum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Mest lesið Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Bankahrunið 2008 og alþjóðlega efnahagskreppan hafa leitt til stjórnmálaviðbragða sem sumpart áttu ekki að koma á óvart. Árinni kennir illur ræðari, segir máltækið og það má herma á Grikki. Þeir kenna Evrópusambandinu og Myntbandalaginu um ófarir sem stafa af lélegri hagstjórn þeirra sjálfra. En útlendingahatur, eins og hjá UKIP-flokknum breska, hefur illu heilli sprottið upp þegar aðfluttum útlendingum er kennt um atvinnuleysi. Alveg séríslensk útgáfa af stefnumörkun eftir Hrunið, var sá boðskapur þeirra forseta landsins og þáverandi utanríkisráðherra, að Íslendingar ættu að setja hald sitt og traust á Alþýðulýðveldið Kína. Gerð fríverslunarsamnings við Kína, aðalstoð svokallaðrar Asíugáttar, átti að opna nýja viðskiptamöguleika sem skipti máli. Þetta er fjarri lagi. Sjávarafurðir og flugþjónusta, uppistaða útflutnings vara og þjónustu, beinist eðlilega til nálægra hátekjumarkaða beggja vegna Atlantshafs. Þar vantar herslumuninn á fullkomið viðskiptafrelsi, sem fæst með aðild að Evrópusambandinu og þátttöku í fríverslunarsvæði þess og Bandaríkjanna sem samið er um. Þakkarverð er sú áminning Hjörleifs Sveinbjörnssonar, kunnáttumanns um málefni Kína, í Fréttablaðinu 4. júní, að fjöldamorðin á Torgi hins himneska friðar í Peking fyrir 25 árum séu óuppgert voðaverk. Kínverski kommúnistaflokkurinn, allsráðandi í landinu, hefur aldrei viðurkennt þann glæp sem þá var framinn. Amnesty staðreynir að andófsmenn hafi verið látnir sæta varðhaldi í aðdraganda tímamótanna 4. júní 1989 – 2014. Því fer mjög fjarri að mannréttindi þar nálgist það sem er frumréttur Íslendinga og allra sem búa við lýðfrelsi. Nægir þar að benda á harða ritskoðun með fjölmiðlum sem áróðursdeild kommúnistaflokksins hefur með höndum. Var það ekki úr þeim starfsvettvangi sem við fengum skáldið Huang Nubo, auðmann og fjárfesti, áhugasaman sem landgreifa að Grímsstöðum? Á hinum óheppilegasta tíma er hafin bygging sameiginlegrar norðurljósastofnunar Íslands og Kína í Norðurþingi og efnt til málþings með þeim um norðurslóðamál. Leynd virðist hvíla yfir athugunum fyrir stórhöfn og atvinnurekstur í Finnafirði.Samfallandi hagsmunir Sá tími er kominn að líta beri á Rússa og Kínverja, á ný vinaríki, sem bandamenn í lengri tíma áætlun um yfirráð á Norðurslóðum og í framhaldinu á Norður-Atlantshafi. Af ýmsum ástæðum eru hagsmunir þeirra samfallandi og nýgerður samningur um sölu til Kína á gríðarlegu magni rússnesks jarðgass til 30 ára, staðfestir nána samvinnu. Bæði ríkin hafa þegar gripið til fjandsamlegra aðgerða gegn Evrópulöndum og Bandaríkjunum; í Úkraínu annars vegar og hins vegar með yfirtroðslu Kínverja í Suður-Kínahafi við Filippseyjar og Víetnam. Í Kínahafi eru Kínverjar greinilega að kanna viðbrögð Bandaríkjamanna sem eru bundnir samningum við Japani og Filippseyinga um varnir. Eru Bandaríkjamenn svo fullsaddir af stríðsaðgerðum eftir Írak og Afganistan, að þeir skeyta ekki deilum út af skerjagörðum, smáeyjum og tengdu hafsvæði, og láti þetta afskiptalaust? Það kann að vera. Á hinn bóginn er staðreyndin sú, að Bandaríkjamenn hafa verið seinteknir til stríðsaðgerða, eins og í Evrópustórstyrjöldum 20. aldarinnar, en höfðu þá úthald til að ná sigri. Þannig gæti yfirgangur Kínverja við grannríkin reynst þeim þau afdrifaríku mistök að hafa unnið sýndarsigra en tapað lokauppgjöri. Þetta mikla traust Íslendinga á friðarást og samstarfsvilja Kínverja á sér að virðist helst sögulega hliðstæðu í samskiptum þeirra við Indland. Pandit Nehru, stjórnmálaleiðtogi Indverja eftir að þeir hlutu sjálfstæði, dáðist mjög að framgangi byltingar kommúnista í Kína. Friðarstefna (e. appeasement) var mörkuð og tekið að hampa Kína í þeirri trú að þar með yrði tryggð vinátta þjóðanna. Þessi stefna reyndist Indverjum gagnslaus. Kínverjar hafa fyrr og síðar litið á Indland sem þann eina aðila sem gæti skákað þeim í Asíu og hafa því stefnt að einangrun þeirra í suðurhluta álfunnar. Vináttusamband við Íslendinga er fyrir Kínverja tæki til mikillar stöðu áhrifa og ábata, bæði varðandi siglingaleiðina sem senn opnast um Norðausturleiðina og nýtingu jarðefna og olíu í nágrenni við Ísland. Og hvað boðar bandalag þeirra og Rússa, sem nú eru að koma upp miklum hernaðarmætti á svæðinu? Herstöð á Íslandi væri stóri vinningurinn en henni fylgja sem fyrr veruleg yfirráð í Norður-Atlantshafi. Íslendingar verða nú sem aldrei fyrr að sýna frumkvæði um varnarsamstarf við Bandaríkin. Það snertir sameiginlegt varnarátak Norðurlandanna og Bandaríkjanna á norðurslóðum en þar hefur orðið sú heillavænlega þróun að Svíar og Finnar taka þátt í loftrýmisgæslu á Íslandi sem borin er uppi af bandaríska flughernum.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun