Segir aðgerðir ríkisstjórnar óréttlátar og óforsvaranlegar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. maí 2014 10:05 Pétur Blöndal. Vísir/vilhelm „Aðgerðin mismunar lántakendum sem eru í svipaðri stöðu og hafa upplifað sömu breytingar á verðlagi og þeir sem hafa tekið fasteignalán. Þar ber hæst verðtryggð námslán,“ þetta segir Pétur Blöndal í nefndaráliti sínu sem birtist á vef Alþingis í gær um skuldaniðurfellingaáform stjórnvalda. Pétur var gagnrýnin á aðgerðir stjórnvalda og sagði þær óréttlátar. Lækkun höfuðstóls húsnæðislána er ein viðamesta aðgerð skuldaniðurfærslanna. Um tuttugu milljarðar króna eru eyrnamerktir á fjárlögum í það verkefni á þessu ári og áætlað er að upphæðin verði svipuð næstu þrjú ár þar á eftir, eða um 80 milljarðar króna. Pétur segir að ýmislegt sé hægt að gera við 80 milljarða. Hann segir að lækka megi skuldir ríkissjóðs um þá fjárhæð og grynnka á vaxtagreiðslum, líklega um þrjá milljarða króna árlega eftir fjögur ár. Þá segir hann að hægt sé að fara blöndu af skulda- og skattalækkun til að draga til baka skattahækkanir fyrri ríkisstjórnar. Hann segir að hægt sé að lækka skuldir ríkissjóðs um 40 milljarða króna á fjórum árum og að mögulegt væri að lækka fjármagnstekjuskatt úr 20 prósentum í 15 prósent. Sú aðgerð myndi kosta 20 milljarða króna á fjórum árum. „Með því væri dregið úr refsingu fyrir að sýna sparnað og ráðdeild, en á þessum tímapunkti er einmitt mikilvægt að hvetja til sparnaðar, “ segir hann í áliti sínu. Hann segir skuldalækkunaraðgerðir frumvarpsins í mörgum tilvikum óréttlátar. Hann segir aðgerðina ekki ná til lána sem veitt voru til leiguíbúða í félagslegum íbúðum, þau lán hafi verið veitt til sveitarfélaga vegna leiguíbúða og til húsnæðissamvinnufélaga, svo og til leiguíbúða námsmanna og sjálfseignarstofnana fatlaðra. „Í heilan áratug, 1975–1984, fór 12 mánaða verðbólga ekki undir 30%. Í ljósi sögunnar er því undarlegt að tala um forsendubrest. Nær væri að telja skyndilegt atvinnuleysi og almennt tekjufall auk hækkandi skatta til forsendubrests,“ segir Pétur. Hann segir jafnframt að í janúar 2009 nam tólf mánaða verðbólga 18,6 prósentum og var þá toppi náð. Í kjölfarið af því hafi margir farið að tala um forsendubrest þar sem skuldarar hefðu ekki mátt búast við svo mikill verðbólgu. Á þeim tíma hafi einungis verið sex ár frá því að tólf mánaða verðbólga náði 9,4 prósentum. „Mikil lækkun eigin fjár hefur verið þekkt í marga áratugi í tilviki þeirra sem hafa ráðist í nýbyggingar á þeim stöðum á landsbyggðinni þar sem markaður með íbúðarhúsnæði er lélegur. Söluverð slíkra íbúða nemur stundum um helmingi byggingarkostnaðar. Hingað til hefur ekki þótt ástæða til að leiðrétta slíkan „forsendubrest“. Þá hefur ekki heldur þótt tilefni til að leiðrétta þann „forsendubrest“ sem íbúar á Djúpavogi, Þingeyri eða Húsavík urðu fyrir nýlega vegna þess að aflaheimildir voru fluttar burt úr sveitarfélaginu,“ segir í áliti hans. Í lokin segir Pétur að um miklar upphæðir sé að ræða af skatttekjum ríkissjóðs. „Með hliðsjón af stöðu ríkissjóðs er ekki forsvaranlegt að afhenda þær einhverjum sem ekki þurfa á fénu að halda.“ Tengdar fréttir Fjármálaráðherra mælir fyrir frumvarpi um skuldaniðurfellingu Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, mælir nú á Alþingi fyrir frumvarpi ríkisstjórnarinnar um leiðréttingu höfuðstóls verðtryggðra húsnæðislána. 7. apríl 2014 17:13 Skuldaniðurfærsla kynnt í ríkisstjórn eftir helgi Frumvarp um niðurfærslu verðtryggðra lána heimilanna verður að öllum líkindum afgreitt fyrir þinglok að mati þingmanns Framsóknarflokksins. Formaður Samfylkingarinnar segir tíma til kominn að ríkisstjórnin standi við þetta stærsta kosningaloforð sitt. 20. mars 2014 19:54 Ríkir fá milljarð í skuldaniðurfellingu Ríkisskattstjóri hefur tekið saman yfirlit yfir eigna- og skuldastöðu fasteignaeigenda sem eru með verðtryggð lán. Rúmlega 18 þúsund fjölskyldur skulda umfram eignir. Á fimmta hundrað eiga hreina eign upp á hærri upphæð en 100 milljónir. 10. maí 2014 00:01 Ástæða til að gleðjast í stað almennra leiðinda Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir núverandi tillögur um skuldaniðurfærslu allt aðrar en boðaðar voru í Hörpu í nóvember. Forsætisráðherra segir hann vera með almenn leiðindi. 2. apríl 2014 19:45 „Þetta er mál sem ekki er hægt að láta dragast“ Sigmundur Davíð segir að ekki þurfi að endurskoða tímasetningu á gildistöku laga um verðtryggingu verðtryggðra húsnæðislána, landsmenn geti því sótt um skuldaniðurfærslu 15. maí. 8. maí 2014 10:20 Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
„Aðgerðin mismunar lántakendum sem eru í svipaðri stöðu og hafa upplifað sömu breytingar á verðlagi og þeir sem hafa tekið fasteignalán. Þar ber hæst verðtryggð námslán,“ þetta segir Pétur Blöndal í nefndaráliti sínu sem birtist á vef Alþingis í gær um skuldaniðurfellingaáform stjórnvalda. Pétur var gagnrýnin á aðgerðir stjórnvalda og sagði þær óréttlátar. Lækkun höfuðstóls húsnæðislána er ein viðamesta aðgerð skuldaniðurfærslanna. Um tuttugu milljarðar króna eru eyrnamerktir á fjárlögum í það verkefni á þessu ári og áætlað er að upphæðin verði svipuð næstu þrjú ár þar á eftir, eða um 80 milljarðar króna. Pétur segir að ýmislegt sé hægt að gera við 80 milljarða. Hann segir að lækka megi skuldir ríkissjóðs um þá fjárhæð og grynnka á vaxtagreiðslum, líklega um þrjá milljarða króna árlega eftir fjögur ár. Þá segir hann að hægt sé að fara blöndu af skulda- og skattalækkun til að draga til baka skattahækkanir fyrri ríkisstjórnar. Hann segir að hægt sé að lækka skuldir ríkissjóðs um 40 milljarða króna á fjórum árum og að mögulegt væri að lækka fjármagnstekjuskatt úr 20 prósentum í 15 prósent. Sú aðgerð myndi kosta 20 milljarða króna á fjórum árum. „Með því væri dregið úr refsingu fyrir að sýna sparnað og ráðdeild, en á þessum tímapunkti er einmitt mikilvægt að hvetja til sparnaðar, “ segir hann í áliti sínu. Hann segir skuldalækkunaraðgerðir frumvarpsins í mörgum tilvikum óréttlátar. Hann segir aðgerðina ekki ná til lána sem veitt voru til leiguíbúða í félagslegum íbúðum, þau lán hafi verið veitt til sveitarfélaga vegna leiguíbúða og til húsnæðissamvinnufélaga, svo og til leiguíbúða námsmanna og sjálfseignarstofnana fatlaðra. „Í heilan áratug, 1975–1984, fór 12 mánaða verðbólga ekki undir 30%. Í ljósi sögunnar er því undarlegt að tala um forsendubrest. Nær væri að telja skyndilegt atvinnuleysi og almennt tekjufall auk hækkandi skatta til forsendubrests,“ segir Pétur. Hann segir jafnframt að í janúar 2009 nam tólf mánaða verðbólga 18,6 prósentum og var þá toppi náð. Í kjölfarið af því hafi margir farið að tala um forsendubrest þar sem skuldarar hefðu ekki mátt búast við svo mikill verðbólgu. Á þeim tíma hafi einungis verið sex ár frá því að tólf mánaða verðbólga náði 9,4 prósentum. „Mikil lækkun eigin fjár hefur verið þekkt í marga áratugi í tilviki þeirra sem hafa ráðist í nýbyggingar á þeim stöðum á landsbyggðinni þar sem markaður með íbúðarhúsnæði er lélegur. Söluverð slíkra íbúða nemur stundum um helmingi byggingarkostnaðar. Hingað til hefur ekki þótt ástæða til að leiðrétta slíkan „forsendubrest“. Þá hefur ekki heldur þótt tilefni til að leiðrétta þann „forsendubrest“ sem íbúar á Djúpavogi, Þingeyri eða Húsavík urðu fyrir nýlega vegna þess að aflaheimildir voru fluttar burt úr sveitarfélaginu,“ segir í áliti hans. Í lokin segir Pétur að um miklar upphæðir sé að ræða af skatttekjum ríkissjóðs. „Með hliðsjón af stöðu ríkissjóðs er ekki forsvaranlegt að afhenda þær einhverjum sem ekki þurfa á fénu að halda.“
Tengdar fréttir Fjármálaráðherra mælir fyrir frumvarpi um skuldaniðurfellingu Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, mælir nú á Alþingi fyrir frumvarpi ríkisstjórnarinnar um leiðréttingu höfuðstóls verðtryggðra húsnæðislána. 7. apríl 2014 17:13 Skuldaniðurfærsla kynnt í ríkisstjórn eftir helgi Frumvarp um niðurfærslu verðtryggðra lána heimilanna verður að öllum líkindum afgreitt fyrir þinglok að mati þingmanns Framsóknarflokksins. Formaður Samfylkingarinnar segir tíma til kominn að ríkisstjórnin standi við þetta stærsta kosningaloforð sitt. 20. mars 2014 19:54 Ríkir fá milljarð í skuldaniðurfellingu Ríkisskattstjóri hefur tekið saman yfirlit yfir eigna- og skuldastöðu fasteignaeigenda sem eru með verðtryggð lán. Rúmlega 18 þúsund fjölskyldur skulda umfram eignir. Á fimmta hundrað eiga hreina eign upp á hærri upphæð en 100 milljónir. 10. maí 2014 00:01 Ástæða til að gleðjast í stað almennra leiðinda Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir núverandi tillögur um skuldaniðurfærslu allt aðrar en boðaðar voru í Hörpu í nóvember. Forsætisráðherra segir hann vera með almenn leiðindi. 2. apríl 2014 19:45 „Þetta er mál sem ekki er hægt að láta dragast“ Sigmundur Davíð segir að ekki þurfi að endurskoða tímasetningu á gildistöku laga um verðtryggingu verðtryggðra húsnæðislána, landsmenn geti því sótt um skuldaniðurfærslu 15. maí. 8. maí 2014 10:20 Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
Fjármálaráðherra mælir fyrir frumvarpi um skuldaniðurfellingu Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, mælir nú á Alþingi fyrir frumvarpi ríkisstjórnarinnar um leiðréttingu höfuðstóls verðtryggðra húsnæðislána. 7. apríl 2014 17:13
Skuldaniðurfærsla kynnt í ríkisstjórn eftir helgi Frumvarp um niðurfærslu verðtryggðra lána heimilanna verður að öllum líkindum afgreitt fyrir þinglok að mati þingmanns Framsóknarflokksins. Formaður Samfylkingarinnar segir tíma til kominn að ríkisstjórnin standi við þetta stærsta kosningaloforð sitt. 20. mars 2014 19:54
Ríkir fá milljarð í skuldaniðurfellingu Ríkisskattstjóri hefur tekið saman yfirlit yfir eigna- og skuldastöðu fasteignaeigenda sem eru með verðtryggð lán. Rúmlega 18 þúsund fjölskyldur skulda umfram eignir. Á fimmta hundrað eiga hreina eign upp á hærri upphæð en 100 milljónir. 10. maí 2014 00:01
Ástæða til að gleðjast í stað almennra leiðinda Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir núverandi tillögur um skuldaniðurfærslu allt aðrar en boðaðar voru í Hörpu í nóvember. Forsætisráðherra segir hann vera með almenn leiðindi. 2. apríl 2014 19:45
„Þetta er mál sem ekki er hægt að láta dragast“ Sigmundur Davíð segir að ekki þurfi að endurskoða tímasetningu á gildistöku laga um verðtryggingu verðtryggðra húsnæðislána, landsmenn geti því sótt um skuldaniðurfærslu 15. maí. 8. maí 2014 10:20