Einskis virði? Linda Björk Markúsardóttir skrifar 27. janúar 2014 07:00 Í fimm ár lagði ég stund á háskólanám. Vegna efnahags- og félagslegrar stöðu minnar tók ég jafnframt námslán í fimm ár og varð því af öðrum tekjum á meðan. Prófunum náði ég einu af öðru og gráðurnar urðu alls tvær, þar af ein meistaragráða í talmeinafræði. Margir hváðu þegar meistaranámið bar á góma. Ósjaldan heyrði maður hluti á borð við: „Já, ætlar þú að hjálpa þeim sem geta ekki sagt /r/? eða „Er það ekki svona eins og táknmálsfræði?“ Talmeinafræðingar geta vissulega aðstoðað þá sem eiga í erfiðleikum með að bera fram málhljóð en eiga lítið skylt við táknmálsfræðinga. Starfið getur falið svo ótalmargt annað í sér en óskýran framburð og talmeinafræðingar starfa víða. Má þar helst nefna sjálfstætt á stofum, innan leik- og grunnskóla, á skóla- og fræðsluskrifstofum, á þjónustumiðstöðvum, á endurhæfingarstofnunum á borð við Reykjalund og Grensás auk þess sem þeir sinna ýmsum öðrum verkefnum innan Landspítala. Talmeinafræðingar hitta fólk á öllum aldri með kynstrin öll af frávikum, einkennum og röskunum. Þeir sérhæfa sig í kyngingartregðu, málþroskaröskun, þvoglumæli, stami, málstoli, raddveilum, framburðarfrávikum og svo mætti lengi telja.Ábyrgðin mikil Ábyrgðin á herðum stéttarinnar er mikil og það er óhemju mikil vinna sem felst í því að setja sig inn í vandamál hvers einstaklings fyrir sig, greina hann rétt og veita honum í framhaldi viðeigandi meðferð. Þrátt fyrir það virðist það vera óvinnandi vegur fyrir stéttina að fá mannsæmandi laun fyrir sitt framlag. Flestir af vinnuveitendum talmeinafræðinga gera sér vissulega grein fyrir mikilvægi þeirra og þeirrar þjónustu sem þeir veita. Þeir sjá sér þó ekki fært að hækka við þá launin að neinu ráði og gefa fyrir því ýmsar ástæður. Meðal þeirra má nefna: „Það eru því miður ekki til neinir peningar.“ „Nei, ykkur er nú þegar svo hátt raðað í launatöflu“ eða „það eru erfiðir tímar núna en það breytist vonandi bráðum“. Þegar tvö ár verða liðin frá því að ég lauk mínu námi kemur Lánasjóður íslenskra námsmanna til með að senda mér fyrsta greiðsluseðilinn. Þegar hann berst ætla ég að reyna þessi sömu rök. „Kæri LÍN. Ég sé mér því miður ekki fært að greiða þér umsamda upphæð að svo stöddu. Ég met mikils þá þjónustu sem þú hefur veitt mér en fjármagnið er hreinlega ekki til. Vonandi verður breyting á að ári. Ekki vera sár, svona er lífið. Vertu bara þakklátur fyrir það sem þú hefur, það er til fullt af öðrum stofnunum sem fá ekki það sem þeim ber réttilega.“ LÍN hlýtur að skilja það, annað væri jú bara ósanngjarnt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Sjá meira
Í fimm ár lagði ég stund á háskólanám. Vegna efnahags- og félagslegrar stöðu minnar tók ég jafnframt námslán í fimm ár og varð því af öðrum tekjum á meðan. Prófunum náði ég einu af öðru og gráðurnar urðu alls tvær, þar af ein meistaragráða í talmeinafræði. Margir hváðu þegar meistaranámið bar á góma. Ósjaldan heyrði maður hluti á borð við: „Já, ætlar þú að hjálpa þeim sem geta ekki sagt /r/? eða „Er það ekki svona eins og táknmálsfræði?“ Talmeinafræðingar geta vissulega aðstoðað þá sem eiga í erfiðleikum með að bera fram málhljóð en eiga lítið skylt við táknmálsfræðinga. Starfið getur falið svo ótalmargt annað í sér en óskýran framburð og talmeinafræðingar starfa víða. Má þar helst nefna sjálfstætt á stofum, innan leik- og grunnskóla, á skóla- og fræðsluskrifstofum, á þjónustumiðstöðvum, á endurhæfingarstofnunum á borð við Reykjalund og Grensás auk þess sem þeir sinna ýmsum öðrum verkefnum innan Landspítala. Talmeinafræðingar hitta fólk á öllum aldri með kynstrin öll af frávikum, einkennum og röskunum. Þeir sérhæfa sig í kyngingartregðu, málþroskaröskun, þvoglumæli, stami, málstoli, raddveilum, framburðarfrávikum og svo mætti lengi telja.Ábyrgðin mikil Ábyrgðin á herðum stéttarinnar er mikil og það er óhemju mikil vinna sem felst í því að setja sig inn í vandamál hvers einstaklings fyrir sig, greina hann rétt og veita honum í framhaldi viðeigandi meðferð. Þrátt fyrir það virðist það vera óvinnandi vegur fyrir stéttina að fá mannsæmandi laun fyrir sitt framlag. Flestir af vinnuveitendum talmeinafræðinga gera sér vissulega grein fyrir mikilvægi þeirra og þeirrar þjónustu sem þeir veita. Þeir sjá sér þó ekki fært að hækka við þá launin að neinu ráði og gefa fyrir því ýmsar ástæður. Meðal þeirra má nefna: „Það eru því miður ekki til neinir peningar.“ „Nei, ykkur er nú þegar svo hátt raðað í launatöflu“ eða „það eru erfiðir tímar núna en það breytist vonandi bráðum“. Þegar tvö ár verða liðin frá því að ég lauk mínu námi kemur Lánasjóður íslenskra námsmanna til með að senda mér fyrsta greiðsluseðilinn. Þegar hann berst ætla ég að reyna þessi sömu rök. „Kæri LÍN. Ég sé mér því miður ekki fært að greiða þér umsamda upphæð að svo stöddu. Ég met mikils þá þjónustu sem þú hefur veitt mér en fjármagnið er hreinlega ekki til. Vonandi verður breyting á að ári. Ekki vera sár, svona er lífið. Vertu bara þakklátur fyrir það sem þú hefur, það er til fullt af öðrum stofnunum sem fá ekki það sem þeim ber réttilega.“ LÍN hlýtur að skilja það, annað væri jú bara ósanngjarnt.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun