Einskis virði? Linda Björk Markúsardóttir skrifar 27. janúar 2014 07:00 Í fimm ár lagði ég stund á háskólanám. Vegna efnahags- og félagslegrar stöðu minnar tók ég jafnframt námslán í fimm ár og varð því af öðrum tekjum á meðan. Prófunum náði ég einu af öðru og gráðurnar urðu alls tvær, þar af ein meistaragráða í talmeinafræði. Margir hváðu þegar meistaranámið bar á góma. Ósjaldan heyrði maður hluti á borð við: „Já, ætlar þú að hjálpa þeim sem geta ekki sagt /r/? eða „Er það ekki svona eins og táknmálsfræði?“ Talmeinafræðingar geta vissulega aðstoðað þá sem eiga í erfiðleikum með að bera fram málhljóð en eiga lítið skylt við táknmálsfræðinga. Starfið getur falið svo ótalmargt annað í sér en óskýran framburð og talmeinafræðingar starfa víða. Má þar helst nefna sjálfstætt á stofum, innan leik- og grunnskóla, á skóla- og fræðsluskrifstofum, á þjónustumiðstöðvum, á endurhæfingarstofnunum á borð við Reykjalund og Grensás auk þess sem þeir sinna ýmsum öðrum verkefnum innan Landspítala. Talmeinafræðingar hitta fólk á öllum aldri með kynstrin öll af frávikum, einkennum og röskunum. Þeir sérhæfa sig í kyngingartregðu, málþroskaröskun, þvoglumæli, stami, málstoli, raddveilum, framburðarfrávikum og svo mætti lengi telja.Ábyrgðin mikil Ábyrgðin á herðum stéttarinnar er mikil og það er óhemju mikil vinna sem felst í því að setja sig inn í vandamál hvers einstaklings fyrir sig, greina hann rétt og veita honum í framhaldi viðeigandi meðferð. Þrátt fyrir það virðist það vera óvinnandi vegur fyrir stéttina að fá mannsæmandi laun fyrir sitt framlag. Flestir af vinnuveitendum talmeinafræðinga gera sér vissulega grein fyrir mikilvægi þeirra og þeirrar þjónustu sem þeir veita. Þeir sjá sér þó ekki fært að hækka við þá launin að neinu ráði og gefa fyrir því ýmsar ástæður. Meðal þeirra má nefna: „Það eru því miður ekki til neinir peningar.“ „Nei, ykkur er nú þegar svo hátt raðað í launatöflu“ eða „það eru erfiðir tímar núna en það breytist vonandi bráðum“. Þegar tvö ár verða liðin frá því að ég lauk mínu námi kemur Lánasjóður íslenskra námsmanna til með að senda mér fyrsta greiðsluseðilinn. Þegar hann berst ætla ég að reyna þessi sömu rök. „Kæri LÍN. Ég sé mér því miður ekki fært að greiða þér umsamda upphæð að svo stöddu. Ég met mikils þá þjónustu sem þú hefur veitt mér en fjármagnið er hreinlega ekki til. Vonandi verður breyting á að ári. Ekki vera sár, svona er lífið. Vertu bara þakklátur fyrir það sem þú hefur, það er til fullt af öðrum stofnunum sem fá ekki það sem þeim ber réttilega.“ LÍN hlýtur að skilja það, annað væri jú bara ósanngjarnt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Í fimm ár lagði ég stund á háskólanám. Vegna efnahags- og félagslegrar stöðu minnar tók ég jafnframt námslán í fimm ár og varð því af öðrum tekjum á meðan. Prófunum náði ég einu af öðru og gráðurnar urðu alls tvær, þar af ein meistaragráða í talmeinafræði. Margir hváðu þegar meistaranámið bar á góma. Ósjaldan heyrði maður hluti á borð við: „Já, ætlar þú að hjálpa þeim sem geta ekki sagt /r/? eða „Er það ekki svona eins og táknmálsfræði?“ Talmeinafræðingar geta vissulega aðstoðað þá sem eiga í erfiðleikum með að bera fram málhljóð en eiga lítið skylt við táknmálsfræðinga. Starfið getur falið svo ótalmargt annað í sér en óskýran framburð og talmeinafræðingar starfa víða. Má þar helst nefna sjálfstætt á stofum, innan leik- og grunnskóla, á skóla- og fræðsluskrifstofum, á þjónustumiðstöðvum, á endurhæfingarstofnunum á borð við Reykjalund og Grensás auk þess sem þeir sinna ýmsum öðrum verkefnum innan Landspítala. Talmeinafræðingar hitta fólk á öllum aldri með kynstrin öll af frávikum, einkennum og röskunum. Þeir sérhæfa sig í kyngingartregðu, málþroskaröskun, þvoglumæli, stami, málstoli, raddveilum, framburðarfrávikum og svo mætti lengi telja.Ábyrgðin mikil Ábyrgðin á herðum stéttarinnar er mikil og það er óhemju mikil vinna sem felst í því að setja sig inn í vandamál hvers einstaklings fyrir sig, greina hann rétt og veita honum í framhaldi viðeigandi meðferð. Þrátt fyrir það virðist það vera óvinnandi vegur fyrir stéttina að fá mannsæmandi laun fyrir sitt framlag. Flestir af vinnuveitendum talmeinafræðinga gera sér vissulega grein fyrir mikilvægi þeirra og þeirrar þjónustu sem þeir veita. Þeir sjá sér þó ekki fært að hækka við þá launin að neinu ráði og gefa fyrir því ýmsar ástæður. Meðal þeirra má nefna: „Það eru því miður ekki til neinir peningar.“ „Nei, ykkur er nú þegar svo hátt raðað í launatöflu“ eða „það eru erfiðir tímar núna en það breytist vonandi bráðum“. Þegar tvö ár verða liðin frá því að ég lauk mínu námi kemur Lánasjóður íslenskra námsmanna til með að senda mér fyrsta greiðsluseðilinn. Þegar hann berst ætla ég að reyna þessi sömu rök. „Kæri LÍN. Ég sé mér því miður ekki fært að greiða þér umsamda upphæð að svo stöddu. Ég met mikils þá þjónustu sem þú hefur veitt mér en fjármagnið er hreinlega ekki til. Vonandi verður breyting á að ári. Ekki vera sár, svona er lífið. Vertu bara þakklátur fyrir það sem þú hefur, það er til fullt af öðrum stofnunum sem fá ekki það sem þeim ber réttilega.“ LÍN hlýtur að skilja það, annað væri jú bara ósanngjarnt.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar