Alþjóðlegi staðladagurinn 14.október Guðrún Rögnvaldardóttir skrifar 14. október 2014 07:00 Í dag, 14. október, er alþjóðlegi staðladagurinn. Dagurinn er haldinn að frumkvæði alþjóðlegu staðlasamtakanna ISO, IEC og ITU og er tileinkaður alþjóðlegu staðla-samstarfi. Staðlaráð Íslands er aðili að ISO og IEC og tekur þátt í stöðlunarstarfi innan samtakanna, á þeim sviðum sem íslenskir hagsmunaaðilar telja mikilvægust. Jafnframt hefur blómlegt innlent staðlastarf verið unnið á vettvangi Staðlaráðs á undanförnum árum, en því gæti nú verið stefnt í hættu. Stöðlunarstarf byggist á framlagi sérfræðinga til samvinnuverkefna sem miða að því að finna góðar lausnir á vandamálum sem margir þurfa að glíma við, þ.e. að leysa málin í sam¬einingu í stað þess að hver og einn sé að búa til sína lausn með þeim hugsanlegu (og reyndar líklegu) afleiðingum að lausnir passa ekki saman. (Nýlegt dæmi eru hleðslutæki fyrir farsíma.) Slíkt veldur kostnaði fyrir neyt¬endur og samfélagið – kostnaði sem komast má hjá ef menn bera gæfu til að vinna saman og búa til staðla sem allir geta notað. Þátttaka í stöðlun er valfrjáls, og notkun staðla er það alla jafna líka.Vettvangur staðlastarfs á Íslandi Til að stöðlunarstarf geti borið tilætlaðan árangur þarf að vera til staðar vettvangur þar sem hagsmunaaðilar geta komið saman og unnið að stöðlun – vettvangur þar sem tryggt er að unnið sé eftir grundvallarreglum stöðlunar, sem tryggja gagnsæi, að tekið sé tillit til allra mikilvægra hagsmuna, að allir sem þess óska geti haft aðkomu að starfinu og að lausnir séu fengnar fram með sammæli. Þannig er komið í veg fyrir aðverið sé að brjóta á rétti einhverra hagsmunaaila eða þvinga þá til að taka upp lausnir sem þeim henta ekki. Staðlaráð Íslands er þessi vettvangur hér á landi. Auk þess að sjá hagsmunaaðilum fyrir þeim innviðum sem þarf til að búa til séríslenska staðla, halda skrá yfir og hafa til sölu alla íslenska staðla, og að útvega aðra þá staðla sem fyrirtæki og stofnanir kunna að þurfa á að halda, er Staðlaráð aðili að evrópskum og alþjóðlegum staðlasamtökum og þar með farvegur fyrir þau fyrirtæki sem vilja taka þátt í staðlastarfi á evrópsk¬um eða alþjóðlegum vettvangi og hafa áhrif á þá staðla sem varða þeirra fram¬leiðslu eða starfsumhverfi.Vinnuframlag atvinnulífsins Það vill oft gleymast í umræðum um fjármögnun staðlastarfs að rekstur Staðlaráðs sjálfs er einungis hluti af umfangi staðlastarfs á Íslandi. Fyrirtæki og stofnanir sem leggja fram vinnutíma starfsmanna sinna til þátttöku í staðlastarfi leggja fram drjúgan skerf á móti opinberum framlögum, framlögum einkaaðila, sölutekjum og öðrum tekjum sem Staðlaráð fær til rekstrar. Þessi skerfur hefur verið falinn, þar sem hann kemur hvergi fram í rekstrar-reikningi Staðlaráðs, og þau fyrirtæki og stofnanir sem leggja vinnuna fram greina heldur ekki sérstaklega frá þeim kostnaði í reikningum sínum. Fyrir síðasta aðalfund Staðlaráðs var í fyrsta skipti reynt að meta umfang vinnuframlags þeirra sem taka þátt í stöðlunarstarfi á Íslandi. Niðurstaðan er sú að árið 2013 voru starfandi á vegum Staðlaráðs og fagstaðlaráða þess 41 tækninefnd og vinnuhópar sem héldu samtals 208 fundi. Vinnuframlag allra sérfræðinga sem sátu í þessum nefndum og hópum, mættu á fundi og unnu að málum milli funda, er varlega áætlað 3886 klukku-stundir. Miðað við 15.000 kr tímagjald reiknast framlag þeirra fyrirtækja og stofnana sem þessir sérfræð¬ingar starfa hjá tæplega 58,3 milljónir króna. Til að setja þessa upphæð í samhengi má benda á að framlag ríkisins á fjárlögum til staðla-starfs árið 2013 var 56,1 milljón króna, en því framlagi er ætlað að standa undir kostnaði við lögbundin hlutverk Staðlaráðs, svo sem þá innviði sem getið er um hér að ofan og þá lágmarksþátttöku í evrópskum og alþjóðlegum staðlasam¬tök¬um sem leiðir af skuldbindingum stjórnvalda varðandi innri markaðinn í Evrópu og Alþjóða¬viðskipta-stofnunina WTO.Blikur á lofti Með því að tryggja að nauðsynlegir innviðir staðlastarfs ásamt tengslum við evrópskt og alþjóðlegt staðlastarf séu til staðar á Íslandi er þannig hægt að laða fyrirtæki og stofnanir til samstarfs, samstarfs sem tryggir ekki aðeins mikilvægt mótframlag þeirra í formi vinnu heldur einnig ótvíræðan efnahagslegan ávinning í formi íslenskra staðla og tækniforskrifta sem gagnast íslensku atvinnulífi. Opinbert fé sem veitt er til staðlastarfs verður þannig hvati fyrir atvinnulífið til að leggja einnig sitt af mörkum, svo að um munar. Því miður virðast stjórnvöld ekki hafa áttað sig á því að trygg fjármögnun lögbundinna hlutverka Staðlaráðs er grunnforsenda þess að virkja fyrirtæki og stofnanir til sam¬starfs á þann hátt sem lýst er hér að ofan. Stöðlunarverkefnin eru auðvitað mörg og marg¬vísleg, og mörg þeirra njóta beinna framlaga frá opinberum aðilum og einkafyrirtækjum umfram vinnuframlag sérfræðinga, en staðlar og tækniforskriftir fyrir íslenskt atvinnulíf verða ekki til nema innviðirnir séu til staðar. Með niðurskurði framlaga á fjárlögum er þessum innviðum stefnt í hættu. Fari svo illa að Staðlaráð verði ekki í stakk búið til að sinna grundvallarhlutverkum sínum er fyrirsjáanlegt að fyrirtæki og stofnanir hætti að leggja sitt af mörkum til stöðlunarstarfsemi sem ekki stendur undir nafni. ISO: Alþjóðlegu staðlasamtökin. IEC: Alþjóða raftækniráðið. ITU: Alþjóða fjarskiptasambandið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í dag, 14. október, er alþjóðlegi staðladagurinn. Dagurinn er haldinn að frumkvæði alþjóðlegu staðlasamtakanna ISO, IEC og ITU og er tileinkaður alþjóðlegu staðla-samstarfi. Staðlaráð Íslands er aðili að ISO og IEC og tekur þátt í stöðlunarstarfi innan samtakanna, á þeim sviðum sem íslenskir hagsmunaaðilar telja mikilvægust. Jafnframt hefur blómlegt innlent staðlastarf verið unnið á vettvangi Staðlaráðs á undanförnum árum, en því gæti nú verið stefnt í hættu. Stöðlunarstarf byggist á framlagi sérfræðinga til samvinnuverkefna sem miða að því að finna góðar lausnir á vandamálum sem margir þurfa að glíma við, þ.e. að leysa málin í sam¬einingu í stað þess að hver og einn sé að búa til sína lausn með þeim hugsanlegu (og reyndar líklegu) afleiðingum að lausnir passa ekki saman. (Nýlegt dæmi eru hleðslutæki fyrir farsíma.) Slíkt veldur kostnaði fyrir neyt¬endur og samfélagið – kostnaði sem komast má hjá ef menn bera gæfu til að vinna saman og búa til staðla sem allir geta notað. Þátttaka í stöðlun er valfrjáls, og notkun staðla er það alla jafna líka.Vettvangur staðlastarfs á Íslandi Til að stöðlunarstarf geti borið tilætlaðan árangur þarf að vera til staðar vettvangur þar sem hagsmunaaðilar geta komið saman og unnið að stöðlun – vettvangur þar sem tryggt er að unnið sé eftir grundvallarreglum stöðlunar, sem tryggja gagnsæi, að tekið sé tillit til allra mikilvægra hagsmuna, að allir sem þess óska geti haft aðkomu að starfinu og að lausnir séu fengnar fram með sammæli. Þannig er komið í veg fyrir aðverið sé að brjóta á rétti einhverra hagsmunaaila eða þvinga þá til að taka upp lausnir sem þeim henta ekki. Staðlaráð Íslands er þessi vettvangur hér á landi. Auk þess að sjá hagsmunaaðilum fyrir þeim innviðum sem þarf til að búa til séríslenska staðla, halda skrá yfir og hafa til sölu alla íslenska staðla, og að útvega aðra þá staðla sem fyrirtæki og stofnanir kunna að þurfa á að halda, er Staðlaráð aðili að evrópskum og alþjóðlegum staðlasamtökum og þar með farvegur fyrir þau fyrirtæki sem vilja taka þátt í staðlastarfi á evrópsk¬um eða alþjóðlegum vettvangi og hafa áhrif á þá staðla sem varða þeirra fram¬leiðslu eða starfsumhverfi.Vinnuframlag atvinnulífsins Það vill oft gleymast í umræðum um fjármögnun staðlastarfs að rekstur Staðlaráðs sjálfs er einungis hluti af umfangi staðlastarfs á Íslandi. Fyrirtæki og stofnanir sem leggja fram vinnutíma starfsmanna sinna til þátttöku í staðlastarfi leggja fram drjúgan skerf á móti opinberum framlögum, framlögum einkaaðila, sölutekjum og öðrum tekjum sem Staðlaráð fær til rekstrar. Þessi skerfur hefur verið falinn, þar sem hann kemur hvergi fram í rekstrar-reikningi Staðlaráðs, og þau fyrirtæki og stofnanir sem leggja vinnuna fram greina heldur ekki sérstaklega frá þeim kostnaði í reikningum sínum. Fyrir síðasta aðalfund Staðlaráðs var í fyrsta skipti reynt að meta umfang vinnuframlags þeirra sem taka þátt í stöðlunarstarfi á Íslandi. Niðurstaðan er sú að árið 2013 voru starfandi á vegum Staðlaráðs og fagstaðlaráða þess 41 tækninefnd og vinnuhópar sem héldu samtals 208 fundi. Vinnuframlag allra sérfræðinga sem sátu í þessum nefndum og hópum, mættu á fundi og unnu að málum milli funda, er varlega áætlað 3886 klukku-stundir. Miðað við 15.000 kr tímagjald reiknast framlag þeirra fyrirtækja og stofnana sem þessir sérfræð¬ingar starfa hjá tæplega 58,3 milljónir króna. Til að setja þessa upphæð í samhengi má benda á að framlag ríkisins á fjárlögum til staðla-starfs árið 2013 var 56,1 milljón króna, en því framlagi er ætlað að standa undir kostnaði við lögbundin hlutverk Staðlaráðs, svo sem þá innviði sem getið er um hér að ofan og þá lágmarksþátttöku í evrópskum og alþjóðlegum staðlasam¬tök¬um sem leiðir af skuldbindingum stjórnvalda varðandi innri markaðinn í Evrópu og Alþjóða¬viðskipta-stofnunina WTO.Blikur á lofti Með því að tryggja að nauðsynlegir innviðir staðlastarfs ásamt tengslum við evrópskt og alþjóðlegt staðlastarf séu til staðar á Íslandi er þannig hægt að laða fyrirtæki og stofnanir til samstarfs, samstarfs sem tryggir ekki aðeins mikilvægt mótframlag þeirra í formi vinnu heldur einnig ótvíræðan efnahagslegan ávinning í formi íslenskra staðla og tækniforskrifta sem gagnast íslensku atvinnulífi. Opinbert fé sem veitt er til staðlastarfs verður þannig hvati fyrir atvinnulífið til að leggja einnig sitt af mörkum, svo að um munar. Því miður virðast stjórnvöld ekki hafa áttað sig á því að trygg fjármögnun lögbundinna hlutverka Staðlaráðs er grunnforsenda þess að virkja fyrirtæki og stofnanir til sam¬starfs á þann hátt sem lýst er hér að ofan. Stöðlunarverkefnin eru auðvitað mörg og marg¬vísleg, og mörg þeirra njóta beinna framlaga frá opinberum aðilum og einkafyrirtækjum umfram vinnuframlag sérfræðinga, en staðlar og tækniforskriftir fyrir íslenskt atvinnulíf verða ekki til nema innviðirnir séu til staðar. Með niðurskurði framlaga á fjárlögum er þessum innviðum stefnt í hættu. Fari svo illa að Staðlaráð verði ekki í stakk búið til að sinna grundvallarhlutverkum sínum er fyrirsjáanlegt að fyrirtæki og stofnanir hætti að leggja sitt af mörkum til stöðlunarstarfsemi sem ekki stendur undir nafni. ISO: Alþjóðlegu staðlasamtökin. IEC: Alþjóða raftækniráðið. ITU: Alþjóða fjarskiptasambandið.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar