Kynbundinn launamunur dregist saman Stefán Árni Pálsson skrifar 5. september 2014 15:23 Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM. visir/pjetur BHM – heildarsamtök háskólamenntaðra á vinnumarkaði kynntu í dag niðurstöður kjarakönnunar meðal félagsmanna fyrir árið 2013. Fram kemur í fréttatilkynningu frá samtökunum að könnunin leiði í ljós að launaþróun haldi ekki í við almenna launavísitölu. Þá hafi komið fram að kynbundinn launamunur dregst saman, þó mismunandi mikið eftir vinnustöðum. Rúmlega helmingur svarenda með námslán telji endurgreiðslu þeirra íþyngjandi eða verulega íþyngjandi. „Þessar niðurstöður tala vissulega sínu máli. Í fyrsta lagi staðfesta þær að launaþróun okkar fólks hélt ekki í við meðaltalið í landinu á árinu 2013,“ segir Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM. Guðlaug segir það áhyggjuefni að hópur sem að stórum hluta væri með meistaragráðu eða lengra nám fylgi ekki almennri launaþróun í landi sem þarf að reiða sig eflingu þekkingargeirans til að tryggja hagvöxt. „Við hljótum að fagna jákvæðri þróun hvað varðar kynbundinn launamun, þetta er skref í rétta átt þótt við vildum að sjálfsögðu sjá muninn minnka hraðar. Námslánakerfið er síðan verkefni út af fyrir sig og þarfnast heildstæðrar endurskoðunar. Laun háskólamenntaðra eru of lág til að vega upp kostnað við öflun þekkingar eins og staðan er núna. Við getum ekki unað við það.” Fram kemur í tilkynningu frá BHM að á árinu 2013 voru launatekjur og starfstengdar greiðslur félagsmanna BHM að meðaltali 548 þúsund krónur á mánuði og hækkuðu þær að nafnvirði um 4,2% á milli ára. Á sama tíma hækkaði launavísitalan um 5,7% sem þýðii að launahækkanir á íslenskum vinnumarkaði voru umfram þær hækkanir sem félagsmenn BHM fengu. Meirihluti svarenda Kjarakönnunar BHM er með meistara- eða doktorsgráðu. Launamunur kynja minnkaði um rúm þrjú prósentustig milli ára. Minnstur var launamunurinn hjá starfsfólki félagasamtaka og sjálfseignastofnana en mestur hjá sveitarfélögum öðrum en Reykjavíkurborg. Sveitarfélög utan Reykjavíkurborgar eru jafnframt einu vinnustaðirnir þar sem launamunur hækkar milli ára og mælist 22%. Leiðréttur kynbundinn launamunur innan BHM í heild lækkar um þrjú prósentustig, var 11,9% árið 2012 en 8,9% árið 2013. Um Bandalag háskólamanna BHM er heildarsamtök háskólamenntaðra á vinnumarkaði með um tíu þúsund félagsmenn. Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sjá meira
BHM – heildarsamtök háskólamenntaðra á vinnumarkaði kynntu í dag niðurstöður kjarakönnunar meðal félagsmanna fyrir árið 2013. Fram kemur í fréttatilkynningu frá samtökunum að könnunin leiði í ljós að launaþróun haldi ekki í við almenna launavísitölu. Þá hafi komið fram að kynbundinn launamunur dregst saman, þó mismunandi mikið eftir vinnustöðum. Rúmlega helmingur svarenda með námslán telji endurgreiðslu þeirra íþyngjandi eða verulega íþyngjandi. „Þessar niðurstöður tala vissulega sínu máli. Í fyrsta lagi staðfesta þær að launaþróun okkar fólks hélt ekki í við meðaltalið í landinu á árinu 2013,“ segir Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM. Guðlaug segir það áhyggjuefni að hópur sem að stórum hluta væri með meistaragráðu eða lengra nám fylgi ekki almennri launaþróun í landi sem þarf að reiða sig eflingu þekkingargeirans til að tryggja hagvöxt. „Við hljótum að fagna jákvæðri þróun hvað varðar kynbundinn launamun, þetta er skref í rétta átt þótt við vildum að sjálfsögðu sjá muninn minnka hraðar. Námslánakerfið er síðan verkefni út af fyrir sig og þarfnast heildstæðrar endurskoðunar. Laun háskólamenntaðra eru of lág til að vega upp kostnað við öflun þekkingar eins og staðan er núna. Við getum ekki unað við það.” Fram kemur í tilkynningu frá BHM að á árinu 2013 voru launatekjur og starfstengdar greiðslur félagsmanna BHM að meðaltali 548 þúsund krónur á mánuði og hækkuðu þær að nafnvirði um 4,2% á milli ára. Á sama tíma hækkaði launavísitalan um 5,7% sem þýðii að launahækkanir á íslenskum vinnumarkaði voru umfram þær hækkanir sem félagsmenn BHM fengu. Meirihluti svarenda Kjarakönnunar BHM er með meistara- eða doktorsgráðu. Launamunur kynja minnkaði um rúm þrjú prósentustig milli ára. Minnstur var launamunurinn hjá starfsfólki félagasamtaka og sjálfseignastofnana en mestur hjá sveitarfélögum öðrum en Reykjavíkurborg. Sveitarfélög utan Reykjavíkurborgar eru jafnframt einu vinnustaðirnir þar sem launamunur hækkar milli ára og mælist 22%. Leiðréttur kynbundinn launamunur innan BHM í heild lækkar um þrjú prósentustig, var 11,9% árið 2012 en 8,9% árið 2013. Um Bandalag háskólamanna BHM er heildarsamtök háskólamenntaðra á vinnumarkaði með um tíu þúsund félagsmenn.
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sjá meira