Íslenskir vísindamenn í návígi við hvítabjörn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. september 2014 15:28 Íslendingarnir sáu ísbjörninn m.a. veiða sér sel til matar Ólafur Ingólfsson Íslenskir vísindamenn sem eru við rannsóknir og kennslu á Svalbarða komust í mikið návígi við hvítabjörn í seinustu viku. Sverrir Aðalsteinn Jónsson, jöklajarðfræðingur við Háskóla Íslands, er á Svalbarða. Hann segir ekki neina hættu hafa verið á ferðum en þó þurfi alltaf að vera á varðbergi gagnvart hvítabjörnum. „Hópur Norðmanna sem kom þarna á eftir okkur lenti í bölvuðum vandræðum vegna þessa sama bjarnar,“ segir Sverrir. „Þeir voru einungis með tjöld með sér þar sem þeir bæði gistu og geymdu matvæli. Björninn rann á lyktina af matnum en við höfðum aðgang að skála og gátum geymt matinn okkar þar. Einnig sáum við að hann veiddi sel svo hann var ekki glorhungraður meðan við vorum þarna. Einnig höfðum við hunda með okkur sem er lykilatriði. Hins vegar var nauðsynlegt að hafa ísbjarnarvakt allar nætur þar sem við skiptumst á og tveir voru saman á vakt.“Sverrir Aðalsteinn Jónsson, jöklajarðfræðingur, er á SvalbarðaÚr einkasafniHvítabirnir ekki drepnir nema í sjálfsvörn Að sögn Sverris var ísbjörninn orðinn nokkuð óhræddur og það sé aldrei gott. Hann hafi því ekki hörfað þegar Norðmennirnir reyndu að fæla hann í burtu með hvellskotum úr blysbyssu en það höfðu Íslendingarnir einnig gert. Sverrir segir að líklegt sé að hann hafi áttað sig á því að byssuskotin væru ekki hættuleg og því ekki hörfað frá norska hópnum.Í samtali við NRK sagði Christian Svarstad, lögreglustjóri á Svalbarða, hættu hafa verið á ferðum. Norski hópurinn hafi þurft að flýja búðirnar sínar þar sem ísbjörninn fældist ekki frá. „Það var rétt ákvörðun að rýma búðirnar frekar en að drepa björninn. Það er aðeins gert í sjálfsvörn,“ sagði Svarstad. Svarstad segist ekki vita hvers vegna björninn hræddist ekki hvellskotin en lögreglan muni skoða það. Hann segir að í sumar hafi verið nokkuð um að menn og hvítabirnir hafi komist í mikið návígi og að hann viti um fleiri tilfelli þar sem birnir hafi ekki hörfað þegar reynt var að fæla þá frá. Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sjá meira
Íslenskir vísindamenn sem eru við rannsóknir og kennslu á Svalbarða komust í mikið návígi við hvítabjörn í seinustu viku. Sverrir Aðalsteinn Jónsson, jöklajarðfræðingur við Háskóla Íslands, er á Svalbarða. Hann segir ekki neina hættu hafa verið á ferðum en þó þurfi alltaf að vera á varðbergi gagnvart hvítabjörnum. „Hópur Norðmanna sem kom þarna á eftir okkur lenti í bölvuðum vandræðum vegna þessa sama bjarnar,“ segir Sverrir. „Þeir voru einungis með tjöld með sér þar sem þeir bæði gistu og geymdu matvæli. Björninn rann á lyktina af matnum en við höfðum aðgang að skála og gátum geymt matinn okkar þar. Einnig sáum við að hann veiddi sel svo hann var ekki glorhungraður meðan við vorum þarna. Einnig höfðum við hunda með okkur sem er lykilatriði. Hins vegar var nauðsynlegt að hafa ísbjarnarvakt allar nætur þar sem við skiptumst á og tveir voru saman á vakt.“Sverrir Aðalsteinn Jónsson, jöklajarðfræðingur, er á SvalbarðaÚr einkasafniHvítabirnir ekki drepnir nema í sjálfsvörn Að sögn Sverris var ísbjörninn orðinn nokkuð óhræddur og það sé aldrei gott. Hann hafi því ekki hörfað þegar Norðmennirnir reyndu að fæla hann í burtu með hvellskotum úr blysbyssu en það höfðu Íslendingarnir einnig gert. Sverrir segir að líklegt sé að hann hafi áttað sig á því að byssuskotin væru ekki hættuleg og því ekki hörfað frá norska hópnum.Í samtali við NRK sagði Christian Svarstad, lögreglustjóri á Svalbarða, hættu hafa verið á ferðum. Norski hópurinn hafi þurft að flýja búðirnar sínar þar sem ísbjörninn fældist ekki frá. „Það var rétt ákvörðun að rýma búðirnar frekar en að drepa björninn. Það er aðeins gert í sjálfsvörn,“ sagði Svarstad. Svarstad segist ekki vita hvers vegna björninn hræddist ekki hvellskotin en lögreglan muni skoða það. Hann segir að í sumar hafi verið nokkuð um að menn og hvítabirnir hafi komist í mikið návígi og að hann viti um fleiri tilfelli þar sem birnir hafi ekki hörfað þegar reynt var að fæla þá frá.
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sjá meira