Úr faðmi fjalla blárra í kaldan faðm LÍN Silja Rán Guðmunsddóttir skrifar 10. október 2014 07:00 Hagsmunabarátta stúdenta er fyrst og fremst barátta fyrir jöfnu aðgengi að háskólanámi. Það gæti verið að réttindabaráttan hljómi eins og innantómt væl í eyru annarra en stúdenta, en hún er mjög raunveruleg og mikilvæg kjarabarátta. Ekki síst, og kannski sérstaklega, fyrir námsmenn utan af landi. Sjálf ólst ég upp á Ísafirði, í faðmi fjalla blárra. Fyrir rúmu ári flutti ég til Reykjavíkur til þess að hefja nám við Háskóla Íslands. Í mínum huga var alltaf sjálfgefið að fara suður að mennta mig eftir framhaldsskóla. Á fyrsta árinu mínu í Háskólanum áttaði ég mig á því að það er langt í frá sjálfsagt. Fyrir flesta utan af landi sem ætla að stunda háskólanám er óhjákvæmilegt að flytja að heiman. Að sækja nám langt frá heimabyggð er mikil skuldbinding og getur verið áhættusamt. Það felur í sér miklar breytingar. Ekki aðeins að byrja í háskóla, sem er nógu stórt stökk í sjálfu sér, heldur að þurfa jafnframt að venjast nýju umhverfi og breyttum aðstæðum - oft í óvissu og undir mikilli pressu. Til þess að eiga rétt á námslánum og mega leigja á Stúdentagörðum þarf að standast ákveðnar framvindukröfur. Lánasjóður íslenskra námsmanna gerir kröfu um að ná 22 einingum á misseri. Fullt nám er 30 einingar en uppbygging námsins er mismunandi eftir námsleiðum - frá sex 5 eininga námskeiðum til þriggja 10 eininga námskeiða á misseri - og passar misvel við framvindukröfur LÍN. Eitt af skilyrðum Félagsstofnunar stúdenta fyrir framlengingu leigusamninga er að ná 40 einingum á skólaári, þar af 18 einingum á haustmisseri. Það getur verið kvíðvænlegt að taka próf, sérstaklega þegar mikið er í húfi. Námsframvindukröfur LÍN og FS eru ekki til þess að draga úr prófkvíða. Það minnkar ekki streitu og álag í prófi að vita hve mikið getur oltið á niðurstöðunum. Frammistaða í lokaprófi getur skipt sköpum upp á að fá greidd námslán og að halda húsnæði á stúdentagörðum. Afleiðingar þess að misstíga sig geta verið alvarlegar. Ófullnægjandi einkunn, þó ekki nema í einu prófi, getur orðið til riftunar leigusamnings ásamt hálfrar milljónar króna skuldar við bankann. Þar með eru jafnvel allar forsendur fyrir áframhaldandi háskólanámi horfnar. Hlutverk LÍN er að veita tækifæri til náms. Svo þau tækifæri séu raunveruleg þurfa þau að vera raunhæf. Óvissa og breytileiki kerfisins færir tækifærin nær því að vera óraunhæf. Nýjar framvindukröfur veita ekki mikið svigrúm til mistaka, með einu falli geta forsendur fyrir námi verið farnar. Engin gögn sýna fram á að þessi stefnubreyting flýti fólki í gegnum háskólanám, eins og ætlunin er. Þvert á móti leiða hertar kröfur frekar til brottfalls úr námi. Þær koma verst niður á okkur sem eigum mest undir.Þessi grein er hluti af Áfram í fremstu röð - 10 daga átaki um menntamál Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Áfram í fremstu röð? 7. október 2014 07:00 Hverju hefur Stúdentaráð áorkað? 8. október 2014 07:00 Ráðherra talar tungum tveim 9. október 2014 07:00 Mest lesið Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Hagsmunabarátta stúdenta er fyrst og fremst barátta fyrir jöfnu aðgengi að háskólanámi. Það gæti verið að réttindabaráttan hljómi eins og innantómt væl í eyru annarra en stúdenta, en hún er mjög raunveruleg og mikilvæg kjarabarátta. Ekki síst, og kannski sérstaklega, fyrir námsmenn utan af landi. Sjálf ólst ég upp á Ísafirði, í faðmi fjalla blárra. Fyrir rúmu ári flutti ég til Reykjavíkur til þess að hefja nám við Háskóla Íslands. Í mínum huga var alltaf sjálfgefið að fara suður að mennta mig eftir framhaldsskóla. Á fyrsta árinu mínu í Háskólanum áttaði ég mig á því að það er langt í frá sjálfsagt. Fyrir flesta utan af landi sem ætla að stunda háskólanám er óhjákvæmilegt að flytja að heiman. Að sækja nám langt frá heimabyggð er mikil skuldbinding og getur verið áhættusamt. Það felur í sér miklar breytingar. Ekki aðeins að byrja í háskóla, sem er nógu stórt stökk í sjálfu sér, heldur að þurfa jafnframt að venjast nýju umhverfi og breyttum aðstæðum - oft í óvissu og undir mikilli pressu. Til þess að eiga rétt á námslánum og mega leigja á Stúdentagörðum þarf að standast ákveðnar framvindukröfur. Lánasjóður íslenskra námsmanna gerir kröfu um að ná 22 einingum á misseri. Fullt nám er 30 einingar en uppbygging námsins er mismunandi eftir námsleiðum - frá sex 5 eininga námskeiðum til þriggja 10 eininga námskeiða á misseri - og passar misvel við framvindukröfur LÍN. Eitt af skilyrðum Félagsstofnunar stúdenta fyrir framlengingu leigusamninga er að ná 40 einingum á skólaári, þar af 18 einingum á haustmisseri. Það getur verið kvíðvænlegt að taka próf, sérstaklega þegar mikið er í húfi. Námsframvindukröfur LÍN og FS eru ekki til þess að draga úr prófkvíða. Það minnkar ekki streitu og álag í prófi að vita hve mikið getur oltið á niðurstöðunum. Frammistaða í lokaprófi getur skipt sköpum upp á að fá greidd námslán og að halda húsnæði á stúdentagörðum. Afleiðingar þess að misstíga sig geta verið alvarlegar. Ófullnægjandi einkunn, þó ekki nema í einu prófi, getur orðið til riftunar leigusamnings ásamt hálfrar milljónar króna skuldar við bankann. Þar með eru jafnvel allar forsendur fyrir áframhaldandi háskólanámi horfnar. Hlutverk LÍN er að veita tækifæri til náms. Svo þau tækifæri séu raunveruleg þurfa þau að vera raunhæf. Óvissa og breytileiki kerfisins færir tækifærin nær því að vera óraunhæf. Nýjar framvindukröfur veita ekki mikið svigrúm til mistaka, með einu falli geta forsendur fyrir námi verið farnar. Engin gögn sýna fram á að þessi stefnubreyting flýti fólki í gegnum háskólanám, eins og ætlunin er. Þvert á móti leiða hertar kröfur frekar til brottfalls úr námi. Þær koma verst niður á okkur sem eigum mest undir.Þessi grein er hluti af Áfram í fremstu röð - 10 daga átaki um menntamál
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun