Úr faðmi fjalla blárra í kaldan faðm LÍN Silja Rán Guðmunsddóttir skrifar 10. október 2014 07:00 Hagsmunabarátta stúdenta er fyrst og fremst barátta fyrir jöfnu aðgengi að háskólanámi. Það gæti verið að réttindabaráttan hljómi eins og innantómt væl í eyru annarra en stúdenta, en hún er mjög raunveruleg og mikilvæg kjarabarátta. Ekki síst, og kannski sérstaklega, fyrir námsmenn utan af landi. Sjálf ólst ég upp á Ísafirði, í faðmi fjalla blárra. Fyrir rúmu ári flutti ég til Reykjavíkur til þess að hefja nám við Háskóla Íslands. Í mínum huga var alltaf sjálfgefið að fara suður að mennta mig eftir framhaldsskóla. Á fyrsta árinu mínu í Háskólanum áttaði ég mig á því að það er langt í frá sjálfsagt. Fyrir flesta utan af landi sem ætla að stunda háskólanám er óhjákvæmilegt að flytja að heiman. Að sækja nám langt frá heimabyggð er mikil skuldbinding og getur verið áhættusamt. Það felur í sér miklar breytingar. Ekki aðeins að byrja í háskóla, sem er nógu stórt stökk í sjálfu sér, heldur að þurfa jafnframt að venjast nýju umhverfi og breyttum aðstæðum - oft í óvissu og undir mikilli pressu. Til þess að eiga rétt á námslánum og mega leigja á Stúdentagörðum þarf að standast ákveðnar framvindukröfur. Lánasjóður íslenskra námsmanna gerir kröfu um að ná 22 einingum á misseri. Fullt nám er 30 einingar en uppbygging námsins er mismunandi eftir námsleiðum - frá sex 5 eininga námskeiðum til þriggja 10 eininga námskeiða á misseri - og passar misvel við framvindukröfur LÍN. Eitt af skilyrðum Félagsstofnunar stúdenta fyrir framlengingu leigusamninga er að ná 40 einingum á skólaári, þar af 18 einingum á haustmisseri. Það getur verið kvíðvænlegt að taka próf, sérstaklega þegar mikið er í húfi. Námsframvindukröfur LÍN og FS eru ekki til þess að draga úr prófkvíða. Það minnkar ekki streitu og álag í prófi að vita hve mikið getur oltið á niðurstöðunum. Frammistaða í lokaprófi getur skipt sköpum upp á að fá greidd námslán og að halda húsnæði á stúdentagörðum. Afleiðingar þess að misstíga sig geta verið alvarlegar. Ófullnægjandi einkunn, þó ekki nema í einu prófi, getur orðið til riftunar leigusamnings ásamt hálfrar milljónar króna skuldar við bankann. Þar með eru jafnvel allar forsendur fyrir áframhaldandi háskólanámi horfnar. Hlutverk LÍN er að veita tækifæri til náms. Svo þau tækifæri séu raunveruleg þurfa þau að vera raunhæf. Óvissa og breytileiki kerfisins færir tækifærin nær því að vera óraunhæf. Nýjar framvindukröfur veita ekki mikið svigrúm til mistaka, með einu falli geta forsendur fyrir námi verið farnar. Engin gögn sýna fram á að þessi stefnubreyting flýti fólki í gegnum háskólanám, eins og ætlunin er. Þvert á móti leiða hertar kröfur frekar til brottfalls úr námi. Þær koma verst niður á okkur sem eigum mest undir.Þessi grein er hluti af Áfram í fremstu röð - 10 daga átaki um menntamál Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Áfram í fremstu röð? 7. október 2014 07:00 Hverju hefur Stúdentaráð áorkað? 8. október 2014 07:00 Ráðherra talar tungum tveim 9. október 2014 07:00 Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Hagsmunabarátta stúdenta er fyrst og fremst barátta fyrir jöfnu aðgengi að háskólanámi. Það gæti verið að réttindabaráttan hljómi eins og innantómt væl í eyru annarra en stúdenta, en hún er mjög raunveruleg og mikilvæg kjarabarátta. Ekki síst, og kannski sérstaklega, fyrir námsmenn utan af landi. Sjálf ólst ég upp á Ísafirði, í faðmi fjalla blárra. Fyrir rúmu ári flutti ég til Reykjavíkur til þess að hefja nám við Háskóla Íslands. Í mínum huga var alltaf sjálfgefið að fara suður að mennta mig eftir framhaldsskóla. Á fyrsta árinu mínu í Háskólanum áttaði ég mig á því að það er langt í frá sjálfsagt. Fyrir flesta utan af landi sem ætla að stunda háskólanám er óhjákvæmilegt að flytja að heiman. Að sækja nám langt frá heimabyggð er mikil skuldbinding og getur verið áhættusamt. Það felur í sér miklar breytingar. Ekki aðeins að byrja í háskóla, sem er nógu stórt stökk í sjálfu sér, heldur að þurfa jafnframt að venjast nýju umhverfi og breyttum aðstæðum - oft í óvissu og undir mikilli pressu. Til þess að eiga rétt á námslánum og mega leigja á Stúdentagörðum þarf að standast ákveðnar framvindukröfur. Lánasjóður íslenskra námsmanna gerir kröfu um að ná 22 einingum á misseri. Fullt nám er 30 einingar en uppbygging námsins er mismunandi eftir námsleiðum - frá sex 5 eininga námskeiðum til þriggja 10 eininga námskeiða á misseri - og passar misvel við framvindukröfur LÍN. Eitt af skilyrðum Félagsstofnunar stúdenta fyrir framlengingu leigusamninga er að ná 40 einingum á skólaári, þar af 18 einingum á haustmisseri. Það getur verið kvíðvænlegt að taka próf, sérstaklega þegar mikið er í húfi. Námsframvindukröfur LÍN og FS eru ekki til þess að draga úr prófkvíða. Það minnkar ekki streitu og álag í prófi að vita hve mikið getur oltið á niðurstöðunum. Frammistaða í lokaprófi getur skipt sköpum upp á að fá greidd námslán og að halda húsnæði á stúdentagörðum. Afleiðingar þess að misstíga sig geta verið alvarlegar. Ófullnægjandi einkunn, þó ekki nema í einu prófi, getur orðið til riftunar leigusamnings ásamt hálfrar milljónar króna skuldar við bankann. Þar með eru jafnvel allar forsendur fyrir áframhaldandi háskólanámi horfnar. Hlutverk LÍN er að veita tækifæri til náms. Svo þau tækifæri séu raunveruleg þurfa þau að vera raunhæf. Óvissa og breytileiki kerfisins færir tækifærin nær því að vera óraunhæf. Nýjar framvindukröfur veita ekki mikið svigrúm til mistaka, með einu falli geta forsendur fyrir námi verið farnar. Engin gögn sýna fram á að þessi stefnubreyting flýti fólki í gegnum háskólanám, eins og ætlunin er. Þvert á móti leiða hertar kröfur frekar til brottfalls úr námi. Þær koma verst niður á okkur sem eigum mest undir.Þessi grein er hluti af Áfram í fremstu röð - 10 daga átaki um menntamál
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun