Samþykki losar um þýskt lánsfé Svavar Hávarðsson skrifar 27. febrúar 2014 10:21 Hvalaskoðun tengja menn helst við atvinnumál á Húsavík. Fátt stendur í vegi iðnaðaruppbyggingar í sveitarfélaginu. nordicphotos/gettyimages Með samþykkt Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) á ríkisaðstoð vegna uppbyggingar iðnaðarsvæðis í landi Bakka við Húsavík hefur öðru af tveimur skilyrðum þýskra fjármálastofnana fyrir fjármögnun kísilvers PCC verið uppfyllt. Samþykki ESA fjárfestingarsamning ríkisins og PCC vegna byggingar og reksturs kísilversins, sem er talið viðbúið, tryggir það fjármögnun verkefnisins, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Frá því var greint í gær að ESA hefði gefið ríkisaðstoð vegna uppbyggingar á Húsavík grænt ljós; meðgjöfin samrýmist EES-samningnum og gengur ekki í berhögg við samkeppnissjónarmið. Í hnotskurn snýst málið um 3,4 milljarða króna meðgjöf ríkisins. Annars vegar vegna uppbyggingar innviða; hafnargerðar á Húsavík, lóðarframkvæmda á Bakka og vegtengingar á milli lóðar og hafnar. Hins vegar það sem snýr beint að kísilverinu sjálfu, í formi skattaívilnana til þýska fyrirtækisins sem metnar eru á 100–150 milljónir króna á ári. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra undirritaði fyrir hönd íslenska ríkisins fjárfestingarsamning við PCC vegna byggingar og reksturs kísilversins 1. október síðastliðinn. Eftir samþykkt ESA í gær verður fjárfestingarsamningurinn tekinn fyrir með sama hætti og verður niðurstöðu að vænta innan skamms. Eins og greint hefur verið frá hefur fjármögnun PCC tafist og er hún oft nefnd sem stærsta spurningarmerkið við verkefnið í heild sinni. Ástæða tafanna er að þýskar fjármálastofnanir hafa beðið eftir samþykki ESA á ríkisaðstoðinni áður en þeir losa um 200 milljóna evra (36 milljarðar íslenskra króna) lán til uppbyggingar fyrri áfanga kísilversins á Bakka. Bergur Elís Ágústsson, bæjarstjóri Norðurþings, segir að með þessari niðurstöðu ESA í gær hafi verið tekið stórt skref fram á við, enda sé úrskurðurinn fyrirvaralaus. „Þetta er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur. Það má segja að við séum búin að ryðja öllum stórum steinum úr götunni til að hægt sé að hefja uppbyggingu, og þá vonandi sem allra fyrst,“ segir Bergur. „Þetta þýðir að innviðir verða til staðar miðað við þær áætlanir sem eru uppi varðandi uppbyggingu kísilversins, og það er stór áfangi.“PCC stefnir að framleiðslu árið 2016 Stefnt er að því að PCC hefji framleiðslu kísilmálms á Bakka á árinu 2016. Framleiðslugeta verksmiðjunnar er 33 þúsund tonn með möguleika á stækkun upp í 66 þúsund tonn árlega. ler ráð fyrir að í fyrsta áfanga verði til 120 bein störf við verksmiðjuna en með stækkun bætist við 40 bein störf til viðbótar. Þá hefur Byggðastofnun metið afleidd störf við fyrsta áfanga um 160 og eftir stækkun um 210. Landsvirkjun skrifaði undir raforkusölusamning við PCC BakkiSilicon hf., íslenskt dótturfélag PCC SE, í lok júní 2012. Samkvæmt samningnum mun Landsvirkjun afhenda 52 megavött vegna fyrri áfanga kísilversins. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Sjá meira
Með samþykkt Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) á ríkisaðstoð vegna uppbyggingar iðnaðarsvæðis í landi Bakka við Húsavík hefur öðru af tveimur skilyrðum þýskra fjármálastofnana fyrir fjármögnun kísilvers PCC verið uppfyllt. Samþykki ESA fjárfestingarsamning ríkisins og PCC vegna byggingar og reksturs kísilversins, sem er talið viðbúið, tryggir það fjármögnun verkefnisins, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Frá því var greint í gær að ESA hefði gefið ríkisaðstoð vegna uppbyggingar á Húsavík grænt ljós; meðgjöfin samrýmist EES-samningnum og gengur ekki í berhögg við samkeppnissjónarmið. Í hnotskurn snýst málið um 3,4 milljarða króna meðgjöf ríkisins. Annars vegar vegna uppbyggingar innviða; hafnargerðar á Húsavík, lóðarframkvæmda á Bakka og vegtengingar á milli lóðar og hafnar. Hins vegar það sem snýr beint að kísilverinu sjálfu, í formi skattaívilnana til þýska fyrirtækisins sem metnar eru á 100–150 milljónir króna á ári. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra undirritaði fyrir hönd íslenska ríkisins fjárfestingarsamning við PCC vegna byggingar og reksturs kísilversins 1. október síðastliðinn. Eftir samþykkt ESA í gær verður fjárfestingarsamningurinn tekinn fyrir með sama hætti og verður niðurstöðu að vænta innan skamms. Eins og greint hefur verið frá hefur fjármögnun PCC tafist og er hún oft nefnd sem stærsta spurningarmerkið við verkefnið í heild sinni. Ástæða tafanna er að þýskar fjármálastofnanir hafa beðið eftir samþykki ESA á ríkisaðstoðinni áður en þeir losa um 200 milljóna evra (36 milljarðar íslenskra króna) lán til uppbyggingar fyrri áfanga kísilversins á Bakka. Bergur Elís Ágústsson, bæjarstjóri Norðurþings, segir að með þessari niðurstöðu ESA í gær hafi verið tekið stórt skref fram á við, enda sé úrskurðurinn fyrirvaralaus. „Þetta er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur. Það má segja að við séum búin að ryðja öllum stórum steinum úr götunni til að hægt sé að hefja uppbyggingu, og þá vonandi sem allra fyrst,“ segir Bergur. „Þetta þýðir að innviðir verða til staðar miðað við þær áætlanir sem eru uppi varðandi uppbyggingu kísilversins, og það er stór áfangi.“PCC stefnir að framleiðslu árið 2016 Stefnt er að því að PCC hefji framleiðslu kísilmálms á Bakka á árinu 2016. Framleiðslugeta verksmiðjunnar er 33 þúsund tonn með möguleika á stækkun upp í 66 þúsund tonn árlega. ler ráð fyrir að í fyrsta áfanga verði til 120 bein störf við verksmiðjuna en með stækkun bætist við 40 bein störf til viðbótar. Þá hefur Byggðastofnun metið afleidd störf við fyrsta áfanga um 160 og eftir stækkun um 210. Landsvirkjun skrifaði undir raforkusölusamning við PCC BakkiSilicon hf., íslenskt dótturfélag PCC SE, í lok júní 2012. Samkvæmt samningnum mun Landsvirkjun afhenda 52 megavött vegna fyrri áfanga kísilversins.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Sjá meira