Handknattleiksambandið hefur ákveðið að fresta leik Akureyrar og Vals í Olís deild karla sem fram átti að fara í kvöld en þetta er gert vegna ófærðar milli Reykjavíkur og Akureyrar.
Leikur Akureyrar og Vals átti að fara fram í kvöld klukkan 19.00 í Höllinni á Akureyri en fer nú fram klukkan 19.00 á morgun í KA heimilinu.
KA-menn og Valsmenn spiluðu marga ógleymanlega leiki í KA-heimilinu fyrir tæpum áratug en Akureyrarliðið hefur alltaf spilað heimaleiki sína í Höllinni á Akureyri síðan að KA og Þór sameinuðust undir merkjum Akureyrar.
Þrír leikir fara fram í 18. umferð Olís-deildar karla í kvöld: ÍBV - HK (Vestmannaeyjar, klukkan 19,30), Haukar - ÍR (Schenkerhöllin á Ásvöllum klukkan 19.30) og Fram - FH (Framhús, klukkan 20.00).
Leik Akureyrar og Vals frestað um sólarhring
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Sveindísi var enginn greiði gerður
Fótbolti







Einkunnir Íslands: Fátt að frétta
Fótbolti

Landsliðskonurnar neita að æfa
Fótbolti