Verðhækkanir eiga sér eðlilegar skýringar Hjörtur Hjartarson skrifar 9. janúar 2014 19:30 Aukinn framleiðslukostnaður, dýrari aðföng og hækkun á heimsmarkaðsverði á hráefni eru rótin að verðhækkunum, segja forsvarsmenn þeirra fyrirtækja sem boðað hafa hækkanir. Tengist ekkert nýgerðum kjarasamningum, segir forstjóri Lýsis hf. sem hækkaði verð á þorksalýsi um sjö prósent um áramótin. Hér að ofan má sjá þær hækkanir sem ýmist hafa tekið gildi eða eru boðaðar í næsta mánuði. Taka skal fram að verðhækkanirnar ná ekki endilega til allra vöruflokka þeirra fyrirtækja sem nefnd eru. Nói-Sírius, Freyja, Lýsi, KS, Hámark, Emmessís og Brúnegg hafa boðað hækkanir frá tveimur og hálfu prósenti til 9 prósenta. Forsvarsmenn þeirra fyrirtækja sem fréttastofa náði í í dag, sögðu allir að þessar verðhækkanir ættu sér eðlilegar skýringar. Kristinn Gylfi Jónsson, framkvæmdarstjóri hjá Brúneggjum sagði í samtali við fréttastofu að verðhækkunin hjá fyrirtækinu helgaðist af verðbólgu síðasta árs. Þá hafi fóðurverð hækkað mikið undanfarin tvö ár þó hún hafi að einhverju leyti gengið niður að undanförnu. Þá taldi Kristinn það einnig til að nýgerðir kjarasamningar hefðu hækka laun flestra starfsmanna hans um fimm prósent þann 1.janúar. Hjá Freyju fengust þær upplýsingar að verð á kakósmjöri hafi hækkað um 51 prósent á síðasta ári sem skýrði verðhækkunina nú að stærstum hluta. Nói Sírius sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem fram kemur að aukinn framleiðslukostnaður og hækkun á hráefnisverði geri verðhækkun óhjákvæmilega. Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis hf. hefur svipaða sögu að segja, verð á aðföngum hafi hækkað mikið. „Við höfum horft á verðin hækka á þorsklifur hér innanlands um 20-25 prósent á árinu sem er að líða. Við vorum að vona að þessi hækkun gengi til baka en það gerðist ekki,“ segir Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis. Katrín segir það af og frá að verið sé að bregðast við launahækkunum í nýgerðum kjarasamningum. ASÍ hefur skorað á birgja að draga boðaðar hækkanir tilbaka. Ella sé hætta á aukinni verðbólgu og þá séu nýgerðir kjarasamningar í uppnámi vegna þessa. En kemur til greina að draga boðaðar hækkanir tilbaka? „Við verðum að taka ákvörðun um það hvort við séum tilbúin til að halda áfram sölu með tapi eða ekki.“ Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Aukinn framleiðslukostnaður, dýrari aðföng og hækkun á heimsmarkaðsverði á hráefni eru rótin að verðhækkunum, segja forsvarsmenn þeirra fyrirtækja sem boðað hafa hækkanir. Tengist ekkert nýgerðum kjarasamningum, segir forstjóri Lýsis hf. sem hækkaði verð á þorksalýsi um sjö prósent um áramótin. Hér að ofan má sjá þær hækkanir sem ýmist hafa tekið gildi eða eru boðaðar í næsta mánuði. Taka skal fram að verðhækkanirnar ná ekki endilega til allra vöruflokka þeirra fyrirtækja sem nefnd eru. Nói-Sírius, Freyja, Lýsi, KS, Hámark, Emmessís og Brúnegg hafa boðað hækkanir frá tveimur og hálfu prósenti til 9 prósenta. Forsvarsmenn þeirra fyrirtækja sem fréttastofa náði í í dag, sögðu allir að þessar verðhækkanir ættu sér eðlilegar skýringar. Kristinn Gylfi Jónsson, framkvæmdarstjóri hjá Brúneggjum sagði í samtali við fréttastofu að verðhækkunin hjá fyrirtækinu helgaðist af verðbólgu síðasta árs. Þá hafi fóðurverð hækkað mikið undanfarin tvö ár þó hún hafi að einhverju leyti gengið niður að undanförnu. Þá taldi Kristinn það einnig til að nýgerðir kjarasamningar hefðu hækka laun flestra starfsmanna hans um fimm prósent þann 1.janúar. Hjá Freyju fengust þær upplýsingar að verð á kakósmjöri hafi hækkað um 51 prósent á síðasta ári sem skýrði verðhækkunina nú að stærstum hluta. Nói Sírius sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem fram kemur að aukinn framleiðslukostnaður og hækkun á hráefnisverði geri verðhækkun óhjákvæmilega. Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis hf. hefur svipaða sögu að segja, verð á aðföngum hafi hækkað mikið. „Við höfum horft á verðin hækka á þorsklifur hér innanlands um 20-25 prósent á árinu sem er að líða. Við vorum að vona að þessi hækkun gengi til baka en það gerðist ekki,“ segir Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis. Katrín segir það af og frá að verið sé að bregðast við launahækkunum í nýgerðum kjarasamningum. ASÍ hefur skorað á birgja að draga boðaðar hækkanir tilbaka. Ella sé hætta á aukinni verðbólgu og þá séu nýgerðir kjarasamningar í uppnámi vegna þessa. En kemur til greina að draga boðaðar hækkanir tilbaka? „Við verðum að taka ákvörðun um það hvort við séum tilbúin til að halda áfram sölu með tapi eða ekki.“
Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira