Verðhækkanir eiga sér eðlilegar skýringar Hjörtur Hjartarson skrifar 9. janúar 2014 19:30 Aukinn framleiðslukostnaður, dýrari aðföng og hækkun á heimsmarkaðsverði á hráefni eru rótin að verðhækkunum, segja forsvarsmenn þeirra fyrirtækja sem boðað hafa hækkanir. Tengist ekkert nýgerðum kjarasamningum, segir forstjóri Lýsis hf. sem hækkaði verð á þorksalýsi um sjö prósent um áramótin. Hér að ofan má sjá þær hækkanir sem ýmist hafa tekið gildi eða eru boðaðar í næsta mánuði. Taka skal fram að verðhækkanirnar ná ekki endilega til allra vöruflokka þeirra fyrirtækja sem nefnd eru. Nói-Sírius, Freyja, Lýsi, KS, Hámark, Emmessís og Brúnegg hafa boðað hækkanir frá tveimur og hálfu prósenti til 9 prósenta. Forsvarsmenn þeirra fyrirtækja sem fréttastofa náði í í dag, sögðu allir að þessar verðhækkanir ættu sér eðlilegar skýringar. Kristinn Gylfi Jónsson, framkvæmdarstjóri hjá Brúneggjum sagði í samtali við fréttastofu að verðhækkunin hjá fyrirtækinu helgaðist af verðbólgu síðasta árs. Þá hafi fóðurverð hækkað mikið undanfarin tvö ár þó hún hafi að einhverju leyti gengið niður að undanförnu. Þá taldi Kristinn það einnig til að nýgerðir kjarasamningar hefðu hækka laun flestra starfsmanna hans um fimm prósent þann 1.janúar. Hjá Freyju fengust þær upplýsingar að verð á kakósmjöri hafi hækkað um 51 prósent á síðasta ári sem skýrði verðhækkunina nú að stærstum hluta. Nói Sírius sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem fram kemur að aukinn framleiðslukostnaður og hækkun á hráefnisverði geri verðhækkun óhjákvæmilega. Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis hf. hefur svipaða sögu að segja, verð á aðföngum hafi hækkað mikið. „Við höfum horft á verðin hækka á þorsklifur hér innanlands um 20-25 prósent á árinu sem er að líða. Við vorum að vona að þessi hækkun gengi til baka en það gerðist ekki,“ segir Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis. Katrín segir það af og frá að verið sé að bregðast við launahækkunum í nýgerðum kjarasamningum. ASÍ hefur skorað á birgja að draga boðaðar hækkanir tilbaka. Ella sé hætta á aukinni verðbólgu og þá séu nýgerðir kjarasamningar í uppnámi vegna þessa. En kemur til greina að draga boðaðar hækkanir tilbaka? „Við verðum að taka ákvörðun um það hvort við séum tilbúin til að halda áfram sölu með tapi eða ekki.“ Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Aukinn framleiðslukostnaður, dýrari aðföng og hækkun á heimsmarkaðsverði á hráefni eru rótin að verðhækkunum, segja forsvarsmenn þeirra fyrirtækja sem boðað hafa hækkanir. Tengist ekkert nýgerðum kjarasamningum, segir forstjóri Lýsis hf. sem hækkaði verð á þorksalýsi um sjö prósent um áramótin. Hér að ofan má sjá þær hækkanir sem ýmist hafa tekið gildi eða eru boðaðar í næsta mánuði. Taka skal fram að verðhækkanirnar ná ekki endilega til allra vöruflokka þeirra fyrirtækja sem nefnd eru. Nói-Sírius, Freyja, Lýsi, KS, Hámark, Emmessís og Brúnegg hafa boðað hækkanir frá tveimur og hálfu prósenti til 9 prósenta. Forsvarsmenn þeirra fyrirtækja sem fréttastofa náði í í dag, sögðu allir að þessar verðhækkanir ættu sér eðlilegar skýringar. Kristinn Gylfi Jónsson, framkvæmdarstjóri hjá Brúneggjum sagði í samtali við fréttastofu að verðhækkunin hjá fyrirtækinu helgaðist af verðbólgu síðasta árs. Þá hafi fóðurverð hækkað mikið undanfarin tvö ár þó hún hafi að einhverju leyti gengið niður að undanförnu. Þá taldi Kristinn það einnig til að nýgerðir kjarasamningar hefðu hækka laun flestra starfsmanna hans um fimm prósent þann 1.janúar. Hjá Freyju fengust þær upplýsingar að verð á kakósmjöri hafi hækkað um 51 prósent á síðasta ári sem skýrði verðhækkunina nú að stærstum hluta. Nói Sírius sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem fram kemur að aukinn framleiðslukostnaður og hækkun á hráefnisverði geri verðhækkun óhjákvæmilega. Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis hf. hefur svipaða sögu að segja, verð á aðföngum hafi hækkað mikið. „Við höfum horft á verðin hækka á þorsklifur hér innanlands um 20-25 prósent á árinu sem er að líða. Við vorum að vona að þessi hækkun gengi til baka en það gerðist ekki,“ segir Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis. Katrín segir það af og frá að verið sé að bregðast við launahækkunum í nýgerðum kjarasamningum. ASÍ hefur skorað á birgja að draga boðaðar hækkanir tilbaka. Ella sé hætta á aukinni verðbólgu og þá séu nýgerðir kjarasamningar í uppnámi vegna þessa. En kemur til greina að draga boðaðar hækkanir tilbaka? „Við verðum að taka ákvörðun um það hvort við séum tilbúin til að halda áfram sölu með tapi eða ekki.“
Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira