Er stytting náms til hagsbóta fyrir nemendur? Yngvi Pétursson skrifar 4. apríl 2014 07:00 Fyrri hluti Á undanförnum vikum hafa ýmsir skipst á skoðunum um styttingu náms til stúdentsprófs. Er þetta aðeins sparnaðarhugmynd eða er raunverulega verið að hugsa um hag nemenda? Þetta hápólitíska mál varðar menntastefnu þjóðarinnar en kemur mörgum þannig fyrir sjónir að það sé nýtt sem skiptimynt í kjaradeilu framhaldsskólakennara við ríkisvaldið. Það er gríðarlegt áhyggjuefni hversu mikið kjör framhaldsskólakennara hafa versnað og það hefur umtalsverð áhrif á endurnýjun í kennarastéttinni. Staðreyndin er sú, að ungt vel menntað fólk sem hefur áhuga á að ráða sig til kennslustarfa er fljótt að hverfa frá þeim áætlunum þegar greint er frá þeim kjörum sem framhaldsskólakennurum á Íslandi bjóðast. Mig langar til þess að fá að blanda mér aðeins í umræðuna og lýsa viðhorfi mínu til breytinga á námi til stúdentsprófs. Í þessari grein fjalla ég fyrst og fremst um þetta mál út frá bóknámi og þeim skóla sem ég hef starfað við í rúma fjóra áratugi, þar af lengstum við stærðfræðikennslu. Viðhorf mitt er hvorki dregið úr tóminu, né sótt í órökstuddan samanburð við aðrar þjóðir. Skoðanir mínar draga styrk sinn af þeirri reynslu og þekkingu er fylgir störfum mínum sem kennari og sem rektor Menntaskólans í Reykjavík í rúman áratug. Meginmarkmið skólans hefur ætíð verið að veita nemendum góðan undirbúning fyrir bóklegt háskólanám og skv. gögnum sem okkur berast varðandi námsgengi nemenda okkar á háskólastigi virðist okkur ganga mjög svo bærilega að standa við það markmið.Sveigjanleiki aðalatriðið Eins og flestum er kunnugt, er boðið upp á tvenns konar kerfi í bóknámi á Íslandi, annars vegar áfangakerfi og hins vegar bekkjakerfi. Ég tel mikilvægt að nemendur geti áfram fengið að velja þar á milli. Ég vil taka það fram að ég er jákvæður í garð hugmynda um styttingu heildarnámstímans til stúdentsprófs. Aðalatriðið, að mínu mati, er að í skipulagi námsins sé sveigjanleiki og að nemendum standi til boða nám sem undirbýr þá undir störf í samfélaginu eða er til undirbúnings framhaldsnáms og háskólanáms. Mikilvægt er að nemendur geti treyst því að þetta sé í boði. Ég er hins vegar alfarið á móti styttingu náms til stúdentsprófs í formi skertrar menntunar enda er það alltaf gengisfelling á námi og rýrir það möguleika nemenda til háskólanáms bæði hérlendis og erlendis og tel ég að nemendur vilji ekki gengisfella menntun sína með því að skerða námið. Vert er að hafa í huga að nemendur í dag sýna mun meiri áhuga á því að fá inngöngu í góða háskóla en að hefja starfsævina fyrr. Ég hef tekið eftir því, að á undanförnum árum hefur það færst í aukana að nemendur taki sér hlé eftir stúdentspróf til þess að vinna og afla sér tekna til þess að skoða heiminn áður en þeir setjast í háskóla og hefja undirbúning undir ævistarfið. – Okkar unga fólk er svo vel upplýst að það veit að menntun þess og undirbúningur ræður úrslitum þegar það sækir um inngöngu í góða og virta háskóla.Ómetanlegt tækifæri Í framhaldsskólalögunum frá árinu 2008 er gert ráð fyrir því að flytja 12 einingar niður í grunnskólann. Þar er um að ræða 3ja eininga byrjendaáfanga í íslensku, dönsku, ensku og stærðfræði. Einnig á að lengja framhaldsskólaárið um viku eða alls þrjár vikur í þriggja ára skóla. Þessi aðgerð á að jafna út niðurskurð á heilu ári í framhaldsskóla, í þeim tilgangi að nýta tíma nemenda betur. Því miður virðist það ekki hafa tekist sem skyldi að koma þessum 12 einingum framhaldsskólakennslunnar niður í grunnskólann, hver svo sem skýringin er. Ljóst má þó vera að svona stór breyting kallar á verulegan undirbúning og vinnu. Ég kannast reyndar ekki við það hjá mínum nemendum að þeir hafi ekki nóg að gera. Þegar ég máta núverandi námskrá Menntaskólans í Reykjavík, eða sambærilegra bóknámsskóla á framhaldsskólastigi, við þessar hugmyndir blasir við gengisfelling á námi nemenda um a.m.k. hálft ár. Til þess að stytta framhaldsskólann um heilt ár þarf því að lengja framhaldsskólaárið um fleiri vikur ef gengisfelling á ekki að verða á námi þeirra. Mikilvægur kostur íslenska menntakerfisins er að nemendum gefst færi á því að taka þátt í vinnumarkaðinum yfir hásumartímann. Í raun eru íslensk ungmenni lánsöm að þurfa ekki að bíða fram á fullorðinsár eftir því að kynnast atvinnulífinu af eigin raun. Einmitt þetta tækifæri er ómetanlegt og tel ég að það skýri að stórum hluta að hér þekkist varla stéttaskipting þar sem okkur lærist að bera virðingu fyrir störfum annarra. Sumarvinna unglinga er mikilvægur þáttur í menntun og þroska hvers og eins og þarna stöndum við framar flestum þjóðum sem við viljum bera okkur saman við og við skulum gæta þess sem vel er gert. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Fyrri hluti Á undanförnum vikum hafa ýmsir skipst á skoðunum um styttingu náms til stúdentsprófs. Er þetta aðeins sparnaðarhugmynd eða er raunverulega verið að hugsa um hag nemenda? Þetta hápólitíska mál varðar menntastefnu þjóðarinnar en kemur mörgum þannig fyrir sjónir að það sé nýtt sem skiptimynt í kjaradeilu framhaldsskólakennara við ríkisvaldið. Það er gríðarlegt áhyggjuefni hversu mikið kjör framhaldsskólakennara hafa versnað og það hefur umtalsverð áhrif á endurnýjun í kennarastéttinni. Staðreyndin er sú, að ungt vel menntað fólk sem hefur áhuga á að ráða sig til kennslustarfa er fljótt að hverfa frá þeim áætlunum þegar greint er frá þeim kjörum sem framhaldsskólakennurum á Íslandi bjóðast. Mig langar til þess að fá að blanda mér aðeins í umræðuna og lýsa viðhorfi mínu til breytinga á námi til stúdentsprófs. Í þessari grein fjalla ég fyrst og fremst um þetta mál út frá bóknámi og þeim skóla sem ég hef starfað við í rúma fjóra áratugi, þar af lengstum við stærðfræðikennslu. Viðhorf mitt er hvorki dregið úr tóminu, né sótt í órökstuddan samanburð við aðrar þjóðir. Skoðanir mínar draga styrk sinn af þeirri reynslu og þekkingu er fylgir störfum mínum sem kennari og sem rektor Menntaskólans í Reykjavík í rúman áratug. Meginmarkmið skólans hefur ætíð verið að veita nemendum góðan undirbúning fyrir bóklegt háskólanám og skv. gögnum sem okkur berast varðandi námsgengi nemenda okkar á háskólastigi virðist okkur ganga mjög svo bærilega að standa við það markmið.Sveigjanleiki aðalatriðið Eins og flestum er kunnugt, er boðið upp á tvenns konar kerfi í bóknámi á Íslandi, annars vegar áfangakerfi og hins vegar bekkjakerfi. Ég tel mikilvægt að nemendur geti áfram fengið að velja þar á milli. Ég vil taka það fram að ég er jákvæður í garð hugmynda um styttingu heildarnámstímans til stúdentsprófs. Aðalatriðið, að mínu mati, er að í skipulagi námsins sé sveigjanleiki og að nemendum standi til boða nám sem undirbýr þá undir störf í samfélaginu eða er til undirbúnings framhaldsnáms og háskólanáms. Mikilvægt er að nemendur geti treyst því að þetta sé í boði. Ég er hins vegar alfarið á móti styttingu náms til stúdentsprófs í formi skertrar menntunar enda er það alltaf gengisfelling á námi og rýrir það möguleika nemenda til háskólanáms bæði hérlendis og erlendis og tel ég að nemendur vilji ekki gengisfella menntun sína með því að skerða námið. Vert er að hafa í huga að nemendur í dag sýna mun meiri áhuga á því að fá inngöngu í góða háskóla en að hefja starfsævina fyrr. Ég hef tekið eftir því, að á undanförnum árum hefur það færst í aukana að nemendur taki sér hlé eftir stúdentspróf til þess að vinna og afla sér tekna til þess að skoða heiminn áður en þeir setjast í háskóla og hefja undirbúning undir ævistarfið. – Okkar unga fólk er svo vel upplýst að það veit að menntun þess og undirbúningur ræður úrslitum þegar það sækir um inngöngu í góða og virta háskóla.Ómetanlegt tækifæri Í framhaldsskólalögunum frá árinu 2008 er gert ráð fyrir því að flytja 12 einingar niður í grunnskólann. Þar er um að ræða 3ja eininga byrjendaáfanga í íslensku, dönsku, ensku og stærðfræði. Einnig á að lengja framhaldsskólaárið um viku eða alls þrjár vikur í þriggja ára skóla. Þessi aðgerð á að jafna út niðurskurð á heilu ári í framhaldsskóla, í þeim tilgangi að nýta tíma nemenda betur. Því miður virðist það ekki hafa tekist sem skyldi að koma þessum 12 einingum framhaldsskólakennslunnar niður í grunnskólann, hver svo sem skýringin er. Ljóst má þó vera að svona stór breyting kallar á verulegan undirbúning og vinnu. Ég kannast reyndar ekki við það hjá mínum nemendum að þeir hafi ekki nóg að gera. Þegar ég máta núverandi námskrá Menntaskólans í Reykjavík, eða sambærilegra bóknámsskóla á framhaldsskólastigi, við þessar hugmyndir blasir við gengisfelling á námi nemenda um a.m.k. hálft ár. Til þess að stytta framhaldsskólann um heilt ár þarf því að lengja framhaldsskólaárið um fleiri vikur ef gengisfelling á ekki að verða á námi þeirra. Mikilvægur kostur íslenska menntakerfisins er að nemendum gefst færi á því að taka þátt í vinnumarkaðinum yfir hásumartímann. Í raun eru íslensk ungmenni lánsöm að þurfa ekki að bíða fram á fullorðinsár eftir því að kynnast atvinnulífinu af eigin raun. Einmitt þetta tækifæri er ómetanlegt og tel ég að það skýri að stórum hluta að hér þekkist varla stéttaskipting þar sem okkur lærist að bera virðingu fyrir störfum annarra. Sumarvinna unglinga er mikilvægur þáttur í menntun og þroska hvers og eins og þarna stöndum við framar flestum þjóðum sem við viljum bera okkur saman við og við skulum gæta þess sem vel er gert.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar