VG segir NEI við heimilisofbeldi Eyrún Eyþórsdóttir skrifar 4. apríl 2014 07:00 Heimilisofbeldi er ekki aðeins vandamál þeirra sem búa við ofbeldið, heldur er það samfélagslegt vandamál. Það er kúgunarferli sem brýtur niður þá sem fyrir því verða og skapar vítahring sem erfitt er að rjúfa. Við í Vinstri hreyfingunni grænu framboði viljum að borgin leggi sitt af mörkum til að rjúfa þennan vítahring og það er því mikið fagnaðarefni að tillaga okkar um átaksverkefni gegn heimilisofbeldi í Reykjavík, sem Sóley Tómasdóttir bar upp í borgarstjórn, hafi verið samþykkt samhljóma. Vandamálið er því miður allt of stórt. Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er tilkynnt um hátt í 1.000 heimilisofbeldismál árlega og um 200 konur og börn dvelja í Kvennaathvarfinu ár hvert en stór hluti þeirra fer til baka í ofbeldisaðstæðurnar. UNICEF áætlar að alls búi 2.000 til 4.000 börn á Íslandi við heimilisofbeldi. Áætlað er að aðeins 9-16% brotaþola kæri heimilisofbeldi til lögreglu. Við í VG viljum að Reykjavíkurborg hafi frumkvæði að því að óska eftir samstarfi við stofnanir og grasrótarsamtök sem koma að málaflokknum og að samvinna þeirra verði efld. Tryggja þarf samræmt verklag, að tekið sé á vandamálum um leið og þau koma fram og þau sett í farveg með lausnarmiðuðum hætti. Þá er brýnt að miðla þekkingu á milli þeirra stofnana og grasrótarsamtaka sem koma að heimilisofbeldismálum með einum eða öðrum hætti. Í þessu eigum við að horfa til þess mikla árangurs sem hefur náðst á Suðurnesjum en þar var ákveðið fyrir nokkrum misserum að taka heimilisofbeldismál föstum tökum með samstilltu átaki lögreglu og félagsmálayfirvalda. Þeirri nálgun svipar til verklags sem lögreglan í Noregi hefur viðhaft, en á uppruna sinn að rekja til Kanada, þar sem mat á hverju máli fyrir sig skilar sér í persónulegri nálgun og sérsniðinni úrlausn fyrir hvert heimilisofbeldismál. Reynslan sýnir að slíkt verklag skilar verulegum árangri. Með slíku samstarfi má segja að brotaþolar fái stuðning og gerendur fái að axla ábyrgð. Heimilisofbeldi er alvarlegt þjóðfélagsmein sem skerðir lífsgæði þeirra sem verða fyrir því og það er samfélagslega kostnaðarsamt. VG segir því NEI við heimilisofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Heimilisofbeldi er ekki aðeins vandamál þeirra sem búa við ofbeldið, heldur er það samfélagslegt vandamál. Það er kúgunarferli sem brýtur niður þá sem fyrir því verða og skapar vítahring sem erfitt er að rjúfa. Við í Vinstri hreyfingunni grænu framboði viljum að borgin leggi sitt af mörkum til að rjúfa þennan vítahring og það er því mikið fagnaðarefni að tillaga okkar um átaksverkefni gegn heimilisofbeldi í Reykjavík, sem Sóley Tómasdóttir bar upp í borgarstjórn, hafi verið samþykkt samhljóma. Vandamálið er því miður allt of stórt. Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er tilkynnt um hátt í 1.000 heimilisofbeldismál árlega og um 200 konur og börn dvelja í Kvennaathvarfinu ár hvert en stór hluti þeirra fer til baka í ofbeldisaðstæðurnar. UNICEF áætlar að alls búi 2.000 til 4.000 börn á Íslandi við heimilisofbeldi. Áætlað er að aðeins 9-16% brotaþola kæri heimilisofbeldi til lögreglu. Við í VG viljum að Reykjavíkurborg hafi frumkvæði að því að óska eftir samstarfi við stofnanir og grasrótarsamtök sem koma að málaflokknum og að samvinna þeirra verði efld. Tryggja þarf samræmt verklag, að tekið sé á vandamálum um leið og þau koma fram og þau sett í farveg með lausnarmiðuðum hætti. Þá er brýnt að miðla þekkingu á milli þeirra stofnana og grasrótarsamtaka sem koma að heimilisofbeldismálum með einum eða öðrum hætti. Í þessu eigum við að horfa til þess mikla árangurs sem hefur náðst á Suðurnesjum en þar var ákveðið fyrir nokkrum misserum að taka heimilisofbeldismál föstum tökum með samstilltu átaki lögreglu og félagsmálayfirvalda. Þeirri nálgun svipar til verklags sem lögreglan í Noregi hefur viðhaft, en á uppruna sinn að rekja til Kanada, þar sem mat á hverju máli fyrir sig skilar sér í persónulegri nálgun og sérsniðinni úrlausn fyrir hvert heimilisofbeldismál. Reynslan sýnir að slíkt verklag skilar verulegum árangri. Með slíku samstarfi má segja að brotaþolar fái stuðning og gerendur fái að axla ábyrgð. Heimilisofbeldi er alvarlegt þjóðfélagsmein sem skerðir lífsgæði þeirra sem verða fyrir því og það er samfélagslega kostnaðarsamt. VG segir því NEI við heimilisofbeldi.
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar