Minn líkami, mín réttindi Bryndís Bjarnadóttir skrifar 6. mars 2014 10:30 Fyrir mörg okkar er frelsi til að velja hvað við gerum við líkama okkar og líf sjálfsögð mannréttindi. Við veljum hvern við elskum, hvernig við tjáum þá ást og hvort og hvenær við viljum eignast börn. Þessar ákvarðanir tökum við frjálst, án afskipta stjórnvalda, foreldra eða samfélagsins. Frelsi sem þetta er okkur nauðsynlegt til að geta lifað með reisn og notið líkamlegrar, andlegrar, tilfinningalegrar og félagslegrar velferðar. Víða um heim eru þó margir sviptir þessu frelsi eða sæta refsingu fyrir að framfylgja því. Í Úganda eiga samkynhneigðir nú á hættu að sæta lífstíðarfangelsi vegna kynhneigðar sinnar og þeir sem styðja við bakið á réttindabaráttu hinsegin fólks í landinu eða tilgreina ekki hvar samkynhneigðir halda sig, eiga jafnframt á hættu að sæta refsingu. Í Búrkína Fasó er konum ekki gefin getnaðarvörn nema með samþykki maka eða foreldra. Í Marokkó, Alsír og Túnis neyðast fórnarlömb nauðgana oft til að giftast kvalara sínum því lögin í umræddum löndum kveða á um að gerandi kynferðisbrota geti sloppið undan refsingu með því að giftast þolandanum. Amina Filali frá Marokkó er eitt af mörgum fórnarlömbum þessara laga. Hún var neydd til að giftast nauðgara sínum á unga aldri. Angist Aminu var svo mikil að hún ákvað að svipta sig lífi með því að gleypa rottueitur þegar hún var aðeins 16 ára gömul. Í stað þess að ríkið verndi þolendur kynferðisofbeldis og veiti þeim stuðning er þeim refsað á miskunarlausan hátt. Vandinn byggir ennfremur á rótgrónum viðhorfum samfélagsins til hlutverka og virði kvenna. Þær sem eru óspjallaðar þykja álitlegri kvenkostur og í þessu samhengi snýst nauðgun því um virði konunnar eða stúlkunnar. Saga Aminu minnir á sögu annarar ungrar stúlku frá Túnis sem fór á fund lögreglu til að tilkynna nauðgun sem hún sætti af hálfu tveggja lögreglumanna. Í stað þess að taka upp mál hennar var stúlkan sjálf ákærð fyrir ósiðsemi.Bann við fóstureyðingum þegar um nauðgun er að ræða! Á Írlandi er fóstureyðing ólögleg þegar um nauðgun eða sifjaspell ræðir og þá og því aðeins leyfileg ef raunveruleg og mikil hætta er á að kona eða stúlka láti lífið á meðgöngu. Ekki var þó skýrt kveðið á um þetta þrönga ákvæði í lögum landsins og olli það miklu hugarvíli meðal heilbrigðisstarfsfólks sem var oft í mikilli óvissu um hvernig ætti að túlka þennan rétt. Vegna ágalla í löggjöfinni hafa konur sem unnt hefði verið að bjarga látið lífið á meðgöngu á Írlandi. Í júlí 2013 tóku írsk stjórnvöld loks þá ákvörðun að binda ákvæðið um réttinn til fóstureyðingar skýrt í lög ef líf konu er í hættu, en þar fyrir utan geta konur átt von á allt að 14 ára fangelsisdóm leiti þær sér fóstureyðingar. Í El Salvador er ástandið enn verra þar sem fortakslaust bann er lagt við fóstureyðingum í öllum tilvikum. Beatriz, 22 ára gömul kona frá El Salvador, glímdi við mjög áhættusama meðgöngu sem hefði getað leitt til dauða ef hún gengi með barnið alla meðgönguna. Henni var meinað um fóstureyðingu þrátt fyrir að hafa biðlað til heilbrigðisstarfsfólks í meira en mánuð. Amnesty-félagar um allan heim þrýstu á stjórnvöld í El Salvador að bjarga lífi Beatriz og að lokum var leyfi gefið fyrir snemmbúnum keisaraskurði sem bjargaði lífi hennar. Allt eru þetta brot á alþjóðlega viðurkenndum mannréttindum sem kallast kyn- og frjósemisréttindi og milljónir sæta á degi hverjum. Þess vegna mun Amnesty International ýta úr vör herferðinni, Líkami minn, réttindi mín, sem beinir sjónum að kyn - og frjósemisréttindum okkar.Heyrir undir öll mannréttindi! Um 1,8 milljarðar ungs fólks búa við þá ógn að kyn- og frjósemisréttindi þeirra verði hunsuð, þrátt fyrir loforð ríkja Sameinuðu þjóðanna um að vernda, virða og uppfylla þessi réttindi. Loforðin voru skjalfest í Karíró-aðgerðaáætluninni fyrir 20 árum á alþjóðlegri ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um mannfjölda og þróun. Í apríl 2014 koma leiðtogar heimsins saman á sömu ráðstefnu til að ræða hvað hefur áunnist síðan Karíó-aðgerðaáætlunin var samþykkt. Hætta er á að ríki Sameinuðu þjóðanna standi ekki við stóru orðin þar sem þrýstingur ýmissa íhaldssamra ríkisstjórna og trúarhópa er mikill um að útvatna kyn– og frjósemisréttindi. Öll eigum við rétt á að taka ákvarðanir er lúta að líkama okkar og heilsu, kynvitund, kynferði, kynhneigð og frjósemi, án ótta, mismununar eða þvingana. En um heim allan er fólki refsað – af ríkisvaldinu, heilbrigðisstarfsfólki og/eða eigin fjölskyldu – fyrir að taka slíkar ákvarðanir eða því er varnað að taka þær yfirhöfuð. Auk þess skortir margt ungt fólk aðgengi að upplýsingum, kynfræðslu og heilbrigðisþjónustu er varðar kyn- og frjósemisréttindi til að það geti notið öryggis og heilbrigðis. Réttindin ná til allra borgaralegra, stjórnmálalegra, félagslegra, efnahagslegra og menningarlegra réttinda. Næstu tvö árin mun Amnesty International taka fyrir mál í fimm löndum og landsvæðum þar sem brotið er á kyn- og frjósemisréttindum þ.e. í Nepal, El Salvador, Búrkína Fasó, í Norðvestur-Afríku og á Írlandi. Íslandsdeild Amnesty International hvetur alla til að taka þátt í aðgerð samtakanna og þrýsta á leiðtoga heims að standa við loforð sín um að vernda heilsu og mannréttindi ungs fólks alls staðar.https://www.netakall.is/adgerdir/seld-i-hjonaband-11-ara/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Sjá meira
Fyrir mörg okkar er frelsi til að velja hvað við gerum við líkama okkar og líf sjálfsögð mannréttindi. Við veljum hvern við elskum, hvernig við tjáum þá ást og hvort og hvenær við viljum eignast börn. Þessar ákvarðanir tökum við frjálst, án afskipta stjórnvalda, foreldra eða samfélagsins. Frelsi sem þetta er okkur nauðsynlegt til að geta lifað með reisn og notið líkamlegrar, andlegrar, tilfinningalegrar og félagslegrar velferðar. Víða um heim eru þó margir sviptir þessu frelsi eða sæta refsingu fyrir að framfylgja því. Í Úganda eiga samkynhneigðir nú á hættu að sæta lífstíðarfangelsi vegna kynhneigðar sinnar og þeir sem styðja við bakið á réttindabaráttu hinsegin fólks í landinu eða tilgreina ekki hvar samkynhneigðir halda sig, eiga jafnframt á hættu að sæta refsingu. Í Búrkína Fasó er konum ekki gefin getnaðarvörn nema með samþykki maka eða foreldra. Í Marokkó, Alsír og Túnis neyðast fórnarlömb nauðgana oft til að giftast kvalara sínum því lögin í umræddum löndum kveða á um að gerandi kynferðisbrota geti sloppið undan refsingu með því að giftast þolandanum. Amina Filali frá Marokkó er eitt af mörgum fórnarlömbum þessara laga. Hún var neydd til að giftast nauðgara sínum á unga aldri. Angist Aminu var svo mikil að hún ákvað að svipta sig lífi með því að gleypa rottueitur þegar hún var aðeins 16 ára gömul. Í stað þess að ríkið verndi þolendur kynferðisofbeldis og veiti þeim stuðning er þeim refsað á miskunarlausan hátt. Vandinn byggir ennfremur á rótgrónum viðhorfum samfélagsins til hlutverka og virði kvenna. Þær sem eru óspjallaðar þykja álitlegri kvenkostur og í þessu samhengi snýst nauðgun því um virði konunnar eða stúlkunnar. Saga Aminu minnir á sögu annarar ungrar stúlku frá Túnis sem fór á fund lögreglu til að tilkynna nauðgun sem hún sætti af hálfu tveggja lögreglumanna. Í stað þess að taka upp mál hennar var stúlkan sjálf ákærð fyrir ósiðsemi.Bann við fóstureyðingum þegar um nauðgun er að ræða! Á Írlandi er fóstureyðing ólögleg þegar um nauðgun eða sifjaspell ræðir og þá og því aðeins leyfileg ef raunveruleg og mikil hætta er á að kona eða stúlka láti lífið á meðgöngu. Ekki var þó skýrt kveðið á um þetta þrönga ákvæði í lögum landsins og olli það miklu hugarvíli meðal heilbrigðisstarfsfólks sem var oft í mikilli óvissu um hvernig ætti að túlka þennan rétt. Vegna ágalla í löggjöfinni hafa konur sem unnt hefði verið að bjarga látið lífið á meðgöngu á Írlandi. Í júlí 2013 tóku írsk stjórnvöld loks þá ákvörðun að binda ákvæðið um réttinn til fóstureyðingar skýrt í lög ef líf konu er í hættu, en þar fyrir utan geta konur átt von á allt að 14 ára fangelsisdóm leiti þær sér fóstureyðingar. Í El Salvador er ástandið enn verra þar sem fortakslaust bann er lagt við fóstureyðingum í öllum tilvikum. Beatriz, 22 ára gömul kona frá El Salvador, glímdi við mjög áhættusama meðgöngu sem hefði getað leitt til dauða ef hún gengi með barnið alla meðgönguna. Henni var meinað um fóstureyðingu þrátt fyrir að hafa biðlað til heilbrigðisstarfsfólks í meira en mánuð. Amnesty-félagar um allan heim þrýstu á stjórnvöld í El Salvador að bjarga lífi Beatriz og að lokum var leyfi gefið fyrir snemmbúnum keisaraskurði sem bjargaði lífi hennar. Allt eru þetta brot á alþjóðlega viðurkenndum mannréttindum sem kallast kyn- og frjósemisréttindi og milljónir sæta á degi hverjum. Þess vegna mun Amnesty International ýta úr vör herferðinni, Líkami minn, réttindi mín, sem beinir sjónum að kyn - og frjósemisréttindum okkar.Heyrir undir öll mannréttindi! Um 1,8 milljarðar ungs fólks búa við þá ógn að kyn- og frjósemisréttindi þeirra verði hunsuð, þrátt fyrir loforð ríkja Sameinuðu þjóðanna um að vernda, virða og uppfylla þessi réttindi. Loforðin voru skjalfest í Karíró-aðgerðaáætluninni fyrir 20 árum á alþjóðlegri ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um mannfjölda og þróun. Í apríl 2014 koma leiðtogar heimsins saman á sömu ráðstefnu til að ræða hvað hefur áunnist síðan Karíó-aðgerðaáætlunin var samþykkt. Hætta er á að ríki Sameinuðu þjóðanna standi ekki við stóru orðin þar sem þrýstingur ýmissa íhaldssamra ríkisstjórna og trúarhópa er mikill um að útvatna kyn– og frjósemisréttindi. Öll eigum við rétt á að taka ákvarðanir er lúta að líkama okkar og heilsu, kynvitund, kynferði, kynhneigð og frjósemi, án ótta, mismununar eða þvingana. En um heim allan er fólki refsað – af ríkisvaldinu, heilbrigðisstarfsfólki og/eða eigin fjölskyldu – fyrir að taka slíkar ákvarðanir eða því er varnað að taka þær yfirhöfuð. Auk þess skortir margt ungt fólk aðgengi að upplýsingum, kynfræðslu og heilbrigðisþjónustu er varðar kyn- og frjósemisréttindi til að það geti notið öryggis og heilbrigðis. Réttindin ná til allra borgaralegra, stjórnmálalegra, félagslegra, efnahagslegra og menningarlegra réttinda. Næstu tvö árin mun Amnesty International taka fyrir mál í fimm löndum og landsvæðum þar sem brotið er á kyn- og frjósemisréttindum þ.e. í Nepal, El Salvador, Búrkína Fasó, í Norðvestur-Afríku og á Írlandi. Íslandsdeild Amnesty International hvetur alla til að taka þátt í aðgerð samtakanna og þrýsta á leiðtoga heims að standa við loforð sín um að vernda heilsu og mannréttindi ungs fólks alls staðar.https://www.netakall.is/adgerdir/seld-i-hjonaband-11-ara/
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun