Umfjöllun um yfirdráttarlán heimila á villigötum Kristófer Gunnlaugsson skrifar 6. mars 2014 06:00 Reglulega hafa birst fréttir af þróun yfirdráttarlána heimila í fjölmiðlum á undanförnum árum þar sem fjallað er um hversu mikið þessi lán hafa aukist frá falli fjármálakerfisins. Jafnvel hefur borið við að ályktað sé að aukningin skýri stóran hluta af einkaneyslu landsmanna og þar með hagvaxtar. Rétt er að tölur um yfirdráttarlán innlánsstofnana til heimila hafa hækkað. Þannig var bókfært virði stofnsins tæplega 37 ma.kr. meira að meðaltali á árinu 2013 miðað við meðalstöðu ársins 2009 og um 27 ma.kr. meira að teknu tilliti til verðlagsbreytinga. Meginhluti aukningarinnar er hins vegar til kominn vegna bókhaldslegrar endurflokkunar þessara lána í bókum lánastofnana og því ekki um raunverulega aukningu yfirdráttarlána að ræða.Bókhaldsleg endurflokkun yfirdráttarlána Haustið 2009 setti Seðlabanki Íslands nýjar reglur, nr. 849/2009, um greiðsluuppgjör kortaviðskipta. Var það gert m.a. til að draga úr uppgjörsáhættu og tryggja öryggi greiðslna kortaútgefanda til færsluhirðis og áfram til söluaðila. Samkvæmt reglunum ber að varðveita með sem minnstri áhættu greiðslur sem færsluhirðar fá frá kortaútgefendum og greiðast ekki strax til söluaðila, til að mynda sem innlán. Samhliða var sú breyting gerð að kortaútgefendur gera örar upp við færsluhirða en áður. Í kjölfar reglusetningarinnar breyttu innlánsstofnanir uppgjörsaðferðum sínum við kreditkortafyrirtæki þannig að daglegar kreditkortaúttektir viðskiptavina voru færðar sem yfirdráttarlán. Yfirdráttarlán viðskiptavinar hlaðast þannig upp samhliða kortanotkun þar til reikningur hefur verið greiddur. Hin mikla aukning sem varð á yfirdráttarlánum til heimila undir lok árs 2009, um 20,3 ma.kr., er nánast að öllu leyti afleiðing þessarar bókhaldslegu endurflokkunar á uppgjöri kortaviðskipta og er þar með ekki raunveruleg aukning. Þróun yfirdráttarlána hefur einnig litast af sameiningu fjármálafyrirtækja. Þannig jukust lánin við sameiningu Íslandsbanka hf. og Byrs hf. vegna mismunandi aðferða við flokkun útlána sem þessi fjármálafyrirtæki beittu. Að auki voru greiðslukortaskuldir endurflokkaðar sem yfirdráttarlán við sameiningu Kreditkorta hf. og Íslandsbanka hf. á vormánuðum 2012.Þróun yfirdráttarlána að teknu tilliti til endurflokkana Að teknu tilliti til ofangreindra endurflokkana er raunveruleg þróun yfirdráttarlána talsvert frábrugðin þeim tölum sem koma beint upp úr bókhaldinu. Í stað tæplega 37 ma.kr. aukningar á meðalstöðu stofns yfirdráttarlána innlánsstofnana hefur stofninn aukist um 10,5 ma.kr. frá 2009 til 2013. Að teknu tilliti til verðlagsbreytinga er aukningin hins vegar tæplega 1 ma.kr. eða um 1,4%. Á sama tímabili hefur einkaneysla landsmanna aukist um 196 ma.kr. að nafnvirði en rúmlega 45 ma.kr. að raunvirði.¹ Bókhaldsleg endurflokkun skýrir þar með langstærstan hluta af aukningu í heildarstofni yfirdráttarlána innlánsstofnana til heimila á undanförnum árum. Raunveruleg breyting lánanna er mun minni og eingöngu brot af vexti einkaneyslunnar. Að halda því fram að einkaneysla landsmanna undanfarin ár hafi að stórum hluta verið fjármögnuð með yfirdrætti stenst því ekki skoðun. ¹Áætlun Seðlabankans fyrir 4. ársfjórðung 2013. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Reglulega hafa birst fréttir af þróun yfirdráttarlána heimila í fjölmiðlum á undanförnum árum þar sem fjallað er um hversu mikið þessi lán hafa aukist frá falli fjármálakerfisins. Jafnvel hefur borið við að ályktað sé að aukningin skýri stóran hluta af einkaneyslu landsmanna og þar með hagvaxtar. Rétt er að tölur um yfirdráttarlán innlánsstofnana til heimila hafa hækkað. Þannig var bókfært virði stofnsins tæplega 37 ma.kr. meira að meðaltali á árinu 2013 miðað við meðalstöðu ársins 2009 og um 27 ma.kr. meira að teknu tilliti til verðlagsbreytinga. Meginhluti aukningarinnar er hins vegar til kominn vegna bókhaldslegrar endurflokkunar þessara lána í bókum lánastofnana og því ekki um raunverulega aukningu yfirdráttarlána að ræða.Bókhaldsleg endurflokkun yfirdráttarlána Haustið 2009 setti Seðlabanki Íslands nýjar reglur, nr. 849/2009, um greiðsluuppgjör kortaviðskipta. Var það gert m.a. til að draga úr uppgjörsáhættu og tryggja öryggi greiðslna kortaútgefanda til færsluhirðis og áfram til söluaðila. Samkvæmt reglunum ber að varðveita með sem minnstri áhættu greiðslur sem færsluhirðar fá frá kortaútgefendum og greiðast ekki strax til söluaðila, til að mynda sem innlán. Samhliða var sú breyting gerð að kortaútgefendur gera örar upp við færsluhirða en áður. Í kjölfar reglusetningarinnar breyttu innlánsstofnanir uppgjörsaðferðum sínum við kreditkortafyrirtæki þannig að daglegar kreditkortaúttektir viðskiptavina voru færðar sem yfirdráttarlán. Yfirdráttarlán viðskiptavinar hlaðast þannig upp samhliða kortanotkun þar til reikningur hefur verið greiddur. Hin mikla aukning sem varð á yfirdráttarlánum til heimila undir lok árs 2009, um 20,3 ma.kr., er nánast að öllu leyti afleiðing þessarar bókhaldslegu endurflokkunar á uppgjöri kortaviðskipta og er þar með ekki raunveruleg aukning. Þróun yfirdráttarlána hefur einnig litast af sameiningu fjármálafyrirtækja. Þannig jukust lánin við sameiningu Íslandsbanka hf. og Byrs hf. vegna mismunandi aðferða við flokkun útlána sem þessi fjármálafyrirtæki beittu. Að auki voru greiðslukortaskuldir endurflokkaðar sem yfirdráttarlán við sameiningu Kreditkorta hf. og Íslandsbanka hf. á vormánuðum 2012.Þróun yfirdráttarlána að teknu tilliti til endurflokkana Að teknu tilliti til ofangreindra endurflokkana er raunveruleg þróun yfirdráttarlána talsvert frábrugðin þeim tölum sem koma beint upp úr bókhaldinu. Í stað tæplega 37 ma.kr. aukningar á meðalstöðu stofns yfirdráttarlána innlánsstofnana hefur stofninn aukist um 10,5 ma.kr. frá 2009 til 2013. Að teknu tilliti til verðlagsbreytinga er aukningin hins vegar tæplega 1 ma.kr. eða um 1,4%. Á sama tímabili hefur einkaneysla landsmanna aukist um 196 ma.kr. að nafnvirði en rúmlega 45 ma.kr. að raunvirði.¹ Bókhaldsleg endurflokkun skýrir þar með langstærstan hluta af aukningu í heildarstofni yfirdráttarlána innlánsstofnana til heimila á undanförnum árum. Raunveruleg breyting lánanna er mun minni og eingöngu brot af vexti einkaneyslunnar. Að halda því fram að einkaneysla landsmanna undanfarin ár hafi að stórum hluta verið fjármögnuð með yfirdrætti stenst því ekki skoðun. ¹Áætlun Seðlabankans fyrir 4. ársfjórðung 2013.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun