Umfjöllun um yfirdráttarlán heimila á villigötum Kristófer Gunnlaugsson skrifar 6. mars 2014 06:00 Reglulega hafa birst fréttir af þróun yfirdráttarlána heimila í fjölmiðlum á undanförnum árum þar sem fjallað er um hversu mikið þessi lán hafa aukist frá falli fjármálakerfisins. Jafnvel hefur borið við að ályktað sé að aukningin skýri stóran hluta af einkaneyslu landsmanna og þar með hagvaxtar. Rétt er að tölur um yfirdráttarlán innlánsstofnana til heimila hafa hækkað. Þannig var bókfært virði stofnsins tæplega 37 ma.kr. meira að meðaltali á árinu 2013 miðað við meðalstöðu ársins 2009 og um 27 ma.kr. meira að teknu tilliti til verðlagsbreytinga. Meginhluti aukningarinnar er hins vegar til kominn vegna bókhaldslegrar endurflokkunar þessara lána í bókum lánastofnana og því ekki um raunverulega aukningu yfirdráttarlána að ræða.Bókhaldsleg endurflokkun yfirdráttarlána Haustið 2009 setti Seðlabanki Íslands nýjar reglur, nr. 849/2009, um greiðsluuppgjör kortaviðskipta. Var það gert m.a. til að draga úr uppgjörsáhættu og tryggja öryggi greiðslna kortaútgefanda til færsluhirðis og áfram til söluaðila. Samkvæmt reglunum ber að varðveita með sem minnstri áhættu greiðslur sem færsluhirðar fá frá kortaútgefendum og greiðast ekki strax til söluaðila, til að mynda sem innlán. Samhliða var sú breyting gerð að kortaútgefendur gera örar upp við færsluhirða en áður. Í kjölfar reglusetningarinnar breyttu innlánsstofnanir uppgjörsaðferðum sínum við kreditkortafyrirtæki þannig að daglegar kreditkortaúttektir viðskiptavina voru færðar sem yfirdráttarlán. Yfirdráttarlán viðskiptavinar hlaðast þannig upp samhliða kortanotkun þar til reikningur hefur verið greiddur. Hin mikla aukning sem varð á yfirdráttarlánum til heimila undir lok árs 2009, um 20,3 ma.kr., er nánast að öllu leyti afleiðing þessarar bókhaldslegu endurflokkunar á uppgjöri kortaviðskipta og er þar með ekki raunveruleg aukning. Þróun yfirdráttarlána hefur einnig litast af sameiningu fjármálafyrirtækja. Þannig jukust lánin við sameiningu Íslandsbanka hf. og Byrs hf. vegna mismunandi aðferða við flokkun útlána sem þessi fjármálafyrirtæki beittu. Að auki voru greiðslukortaskuldir endurflokkaðar sem yfirdráttarlán við sameiningu Kreditkorta hf. og Íslandsbanka hf. á vormánuðum 2012.Þróun yfirdráttarlána að teknu tilliti til endurflokkana Að teknu tilliti til ofangreindra endurflokkana er raunveruleg þróun yfirdráttarlána talsvert frábrugðin þeim tölum sem koma beint upp úr bókhaldinu. Í stað tæplega 37 ma.kr. aukningar á meðalstöðu stofns yfirdráttarlána innlánsstofnana hefur stofninn aukist um 10,5 ma.kr. frá 2009 til 2013. Að teknu tilliti til verðlagsbreytinga er aukningin hins vegar tæplega 1 ma.kr. eða um 1,4%. Á sama tímabili hefur einkaneysla landsmanna aukist um 196 ma.kr. að nafnvirði en rúmlega 45 ma.kr. að raunvirði.¹ Bókhaldsleg endurflokkun skýrir þar með langstærstan hluta af aukningu í heildarstofni yfirdráttarlána innlánsstofnana til heimila á undanförnum árum. Raunveruleg breyting lánanna er mun minni og eingöngu brot af vexti einkaneyslunnar. Að halda því fram að einkaneysla landsmanna undanfarin ár hafi að stórum hluta verið fjármögnuð með yfirdrætti stenst því ekki skoðun. ¹Áætlun Seðlabankans fyrir 4. ársfjórðung 2013. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Sjá meira
Reglulega hafa birst fréttir af þróun yfirdráttarlána heimila í fjölmiðlum á undanförnum árum þar sem fjallað er um hversu mikið þessi lán hafa aukist frá falli fjármálakerfisins. Jafnvel hefur borið við að ályktað sé að aukningin skýri stóran hluta af einkaneyslu landsmanna og þar með hagvaxtar. Rétt er að tölur um yfirdráttarlán innlánsstofnana til heimila hafa hækkað. Þannig var bókfært virði stofnsins tæplega 37 ma.kr. meira að meðaltali á árinu 2013 miðað við meðalstöðu ársins 2009 og um 27 ma.kr. meira að teknu tilliti til verðlagsbreytinga. Meginhluti aukningarinnar er hins vegar til kominn vegna bókhaldslegrar endurflokkunar þessara lána í bókum lánastofnana og því ekki um raunverulega aukningu yfirdráttarlána að ræða.Bókhaldsleg endurflokkun yfirdráttarlána Haustið 2009 setti Seðlabanki Íslands nýjar reglur, nr. 849/2009, um greiðsluuppgjör kortaviðskipta. Var það gert m.a. til að draga úr uppgjörsáhættu og tryggja öryggi greiðslna kortaútgefanda til færsluhirðis og áfram til söluaðila. Samkvæmt reglunum ber að varðveita með sem minnstri áhættu greiðslur sem færsluhirðar fá frá kortaútgefendum og greiðast ekki strax til söluaðila, til að mynda sem innlán. Samhliða var sú breyting gerð að kortaútgefendur gera örar upp við færsluhirða en áður. Í kjölfar reglusetningarinnar breyttu innlánsstofnanir uppgjörsaðferðum sínum við kreditkortafyrirtæki þannig að daglegar kreditkortaúttektir viðskiptavina voru færðar sem yfirdráttarlán. Yfirdráttarlán viðskiptavinar hlaðast þannig upp samhliða kortanotkun þar til reikningur hefur verið greiddur. Hin mikla aukning sem varð á yfirdráttarlánum til heimila undir lok árs 2009, um 20,3 ma.kr., er nánast að öllu leyti afleiðing þessarar bókhaldslegu endurflokkunar á uppgjöri kortaviðskipta og er þar með ekki raunveruleg aukning. Þróun yfirdráttarlána hefur einnig litast af sameiningu fjármálafyrirtækja. Þannig jukust lánin við sameiningu Íslandsbanka hf. og Byrs hf. vegna mismunandi aðferða við flokkun útlána sem þessi fjármálafyrirtæki beittu. Að auki voru greiðslukortaskuldir endurflokkaðar sem yfirdráttarlán við sameiningu Kreditkorta hf. og Íslandsbanka hf. á vormánuðum 2012.Þróun yfirdráttarlána að teknu tilliti til endurflokkana Að teknu tilliti til ofangreindra endurflokkana er raunveruleg þróun yfirdráttarlána talsvert frábrugðin þeim tölum sem koma beint upp úr bókhaldinu. Í stað tæplega 37 ma.kr. aukningar á meðalstöðu stofns yfirdráttarlána innlánsstofnana hefur stofninn aukist um 10,5 ma.kr. frá 2009 til 2013. Að teknu tilliti til verðlagsbreytinga er aukningin hins vegar tæplega 1 ma.kr. eða um 1,4%. Á sama tímabili hefur einkaneysla landsmanna aukist um 196 ma.kr. að nafnvirði en rúmlega 45 ma.kr. að raunvirði.¹ Bókhaldsleg endurflokkun skýrir þar með langstærstan hluta af aukningu í heildarstofni yfirdráttarlána innlánsstofnana til heimila á undanförnum árum. Raunveruleg breyting lánanna er mun minni og eingöngu brot af vexti einkaneyslunnar. Að halda því fram að einkaneysla landsmanna undanfarin ár hafi að stórum hluta verið fjármögnuð með yfirdrætti stenst því ekki skoðun. ¹Áætlun Seðlabankans fyrir 4. ársfjórðung 2013.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun