Lifum á ástinni á tónlistinni Elín Albertsdóttir skrifar 20. desember 2014 12:00 Daníel Auðunsson segir að helgin fari í æfingar fyrir Þorláksmessutónleika Árstíða í Fríkirkjunni. Mynd/GVA Hljómsveitin Árstíðir verður með tvenna hátíðartónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík á Þorláksmessu. Skemmtileg hefð hefur skapast fyrir þessum tónleikum og kirkjan jafnan verið þéttsetin. Þarna gefst tækifæri fyrir fólk að kynnast frábærri hljómsveit sem hefur verið að gera garðinn frægan víða í Evrópu. Daníel Auðunsson, einn meðlima hljómsveitarinnar, segir að flutt verði hátíðleg jólalög í bland við frumsamda eigin tónlist á tónleikunum. Fljótlega á næsta ári kemur út ný plata með Árstíðum sem nefnst Hvel og er stefnt á útgáfutónleika af því tilefni. Árstíðir hafa vakið mikla athygli fyrir vandaðan tónlistarflutning og raddaðan söng. „Við erum oft spurðir hvernig tónlist við flytjum,“ segir Daníel. „Það er kannski ekki auðvelt að skilgreina hana. Það sem við höfum komist næst því er kannski „Chamber Pop“ eða popp með klassísku ívafi,“ segir hann. Árstíðir vöktu mikla athygli í fyrra þegar strákarnir fluttu lagið Heyr himna smiður á lestarstöð í Þýskalandi. Upptakan hefur fengið næstum fjórar milljónir áhorfenda á YouTube.Seldist upp Daníel og félagar hafa verið með Þorláksmessutónleika frá árinu 2008. „Hljómsveitin var stofnuð á því ári. Við vorum metnaðarfullir og vildum kynna tónlistina sem við flytjum. Þá var ákveðið að halda tónleika í Fríkirkjunni 30. desember. Okkur leist vel á kirkjuna sem tónleikasal. Árið eftir ákváðum við að halda tónleikana frekar á Þorláksmessu og þar sem mikill fjöldi mætti til að hlýða á okkur hafa þeir verið árlega. Áhorfendahópurinn er alltaf að stækka og í fyrra var uppselt. Þess vegna ákváðum við að hafa aukatónleika kl. 16 en með því gefum við fólki færi á að fara í skötuveislu eftir tónleikana. Vala Yates söngkona verður með okkur að þessu sinni ásamt þremur aukastrengjaleikurum og við munum kappkosta að ná fram hátíðleika,“ segir Daníel.Þýsk heimildarmynd Þýskir kvikmyndagerð gerðu heimildarmynd um Árstíðir sem sýnd var á rúv og vakti mikla athygli. Daníel segir að það hafi komið sér á óvart hversu mikil viðbrögð hann fékk eftir sýningu myndarinnar. „Við fengum gríðarlega mikil viðbrögð við myndinni hér heima sem sýnir hversu mikið áhorf er á rúv,“ segir hann. Þegar Árstíðir voru stofnaðar árið 2008 voru meðlimir þrír en fljótlega fjölgaði þeim í sex. Nú hafa tveir þeirra snúið sér að öðrum verkefnum og eftir eru fjórir, það eru Daníel, Ragnar Ólafsson, Karl James Pestka og Gunnar Már Jakobsson.Íslendingar fá gæðastimpil „Það getur verið erfitt að vera á sífelldum ferðalögum. Maður gefur og gefur og vonar að einn daginn fái maður eitthvað til baka. Við lifum að mestu á ástinni á tónlist því þetta gefur ekki mikið í vasann,“ segir Daníel. „Við höfum ekki mikið spilað hér á landi undanfarið en farið víða í Evrópu og Rússlandi og erum bókaðir fram í september á næsta ári. Við erum með rússneskan umboðsmann sem býr í Moskvu og hefur unnið mjög gott starf með okkur. Á næsta ári er meðal annars fyrirhuguð sex vikna tónleikaferð til Bandaríkjanna um sumarið og síðan til Japans í september. Okkur gefst tækifæri til að spila á fjölmennari tónleikum ytra en hér heima,“ segir Daníel og bætir við að það sé gott að vera frá Íslandi á ferðum erlendis. „Það er svo mikil gróska í íslenskri tónlist og útlendingar líta á það sem ákveðinn gæðastimpil ef hljómsveit kemur frá Íslandi. Þess vegna fáum við oft gesti sem hafa aldrei heyrt tónlistina okkar.“Til Svalbarða Þegar Daníel er spurður hvort hann fái ekki að sjá og kynnast mörgum löndum á þessum ferðalögum, svarar hann því neitandi. „Stundum sér maður ekkert annað en tónlistarhúsið og vegina þangað. Þó kemur fyrir að okkur er boðið í partí eða grillveislu hjá tónleikahaldara. Þannig óvæntar uppákomur eru mjög skemmtilegar. Þá fær maður tækifæri til að kynnast fólki. Á þessu ári höfum við verið mest í Rússlandi, Þýskalandi, Tékklandi og víðar í Mið-Evrópu. Á næsta ári erum við bókaðir eitthvað í hverjum mánuði. Byrjum á Eurosonic í Hollandi í janúar en þar verður sérstök Íslandskynning og nítján hljómsveitr héðan spila þar. Í febrúar förum við síðan í spennandi ferð til Svalbarða og Álandseyja. Það verður líklega nyrsta ferðin okkar.“Ekkert stress Daníel segir að þrátt fyrir miklar annir í tónleikahaldi sé mjög erfitt að lifa alfarið á því. „Við þurfum að vera í annarri vinnu meðfram en þó þarf maður að hafa mikið frelsi. Þetta er mikið ævintýri sem mun skilja eftir sig góðar minningar. Það hjálpar að við erum ekki fjölskyldumenn því þá væri meiri pressa á okkur að þéna peninga,“ segir hann. Kærasta Daníels, Karin Björg Torbjörnsdóttir, er hálfsænsk og starfar sem óperusöngkona í Þýskalandi og þangað ætlar hann að fara á annan í jólum. „Hún er að vinna öll jólin og fær því ekkert frí,“ segir hann. Þau kynntust fyrir nokkrum árum en þá söng Karin með Svavari Knúti en það gerðu strákarnir í Árstíðum líka. Karin söng á Þorláksmessutónleikum Árstíða í fyrra og en einnig árið 2009. „Við verðum að æfa alla helgina fyrir Þorláksmessutónleikana og svo er þess krafist að við séum búnir að kaupa allar jólagjafir fyrir þann dag.“ Daníel segist vera jólabarn og það hafi aukist eftir því sem hann eldist. „Mér fannst á tímabili jólin snúast of mikið um stress og peninga. Þegar maður nær að yfirstíga það þá er þetta notalegur tími. Ég ætla að eyða aðfangadegi og jóladegi með foreldrum mínum áður en ég legg land undir fót.“ Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Sjá meira
Hljómsveitin Árstíðir verður með tvenna hátíðartónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík á Þorláksmessu. Skemmtileg hefð hefur skapast fyrir þessum tónleikum og kirkjan jafnan verið þéttsetin. Þarna gefst tækifæri fyrir fólk að kynnast frábærri hljómsveit sem hefur verið að gera garðinn frægan víða í Evrópu. Daníel Auðunsson, einn meðlima hljómsveitarinnar, segir að flutt verði hátíðleg jólalög í bland við frumsamda eigin tónlist á tónleikunum. Fljótlega á næsta ári kemur út ný plata með Árstíðum sem nefnst Hvel og er stefnt á útgáfutónleika af því tilefni. Árstíðir hafa vakið mikla athygli fyrir vandaðan tónlistarflutning og raddaðan söng. „Við erum oft spurðir hvernig tónlist við flytjum,“ segir Daníel. „Það er kannski ekki auðvelt að skilgreina hana. Það sem við höfum komist næst því er kannski „Chamber Pop“ eða popp með klassísku ívafi,“ segir hann. Árstíðir vöktu mikla athygli í fyrra þegar strákarnir fluttu lagið Heyr himna smiður á lestarstöð í Þýskalandi. Upptakan hefur fengið næstum fjórar milljónir áhorfenda á YouTube.Seldist upp Daníel og félagar hafa verið með Þorláksmessutónleika frá árinu 2008. „Hljómsveitin var stofnuð á því ári. Við vorum metnaðarfullir og vildum kynna tónlistina sem við flytjum. Þá var ákveðið að halda tónleika í Fríkirkjunni 30. desember. Okkur leist vel á kirkjuna sem tónleikasal. Árið eftir ákváðum við að halda tónleikana frekar á Þorláksmessu og þar sem mikill fjöldi mætti til að hlýða á okkur hafa þeir verið árlega. Áhorfendahópurinn er alltaf að stækka og í fyrra var uppselt. Þess vegna ákváðum við að hafa aukatónleika kl. 16 en með því gefum við fólki færi á að fara í skötuveislu eftir tónleikana. Vala Yates söngkona verður með okkur að þessu sinni ásamt þremur aukastrengjaleikurum og við munum kappkosta að ná fram hátíðleika,“ segir Daníel.Þýsk heimildarmynd Þýskir kvikmyndagerð gerðu heimildarmynd um Árstíðir sem sýnd var á rúv og vakti mikla athygli. Daníel segir að það hafi komið sér á óvart hversu mikil viðbrögð hann fékk eftir sýningu myndarinnar. „Við fengum gríðarlega mikil viðbrögð við myndinni hér heima sem sýnir hversu mikið áhorf er á rúv,“ segir hann. Þegar Árstíðir voru stofnaðar árið 2008 voru meðlimir þrír en fljótlega fjölgaði þeim í sex. Nú hafa tveir þeirra snúið sér að öðrum verkefnum og eftir eru fjórir, það eru Daníel, Ragnar Ólafsson, Karl James Pestka og Gunnar Már Jakobsson.Íslendingar fá gæðastimpil „Það getur verið erfitt að vera á sífelldum ferðalögum. Maður gefur og gefur og vonar að einn daginn fái maður eitthvað til baka. Við lifum að mestu á ástinni á tónlist því þetta gefur ekki mikið í vasann,“ segir Daníel. „Við höfum ekki mikið spilað hér á landi undanfarið en farið víða í Evrópu og Rússlandi og erum bókaðir fram í september á næsta ári. Við erum með rússneskan umboðsmann sem býr í Moskvu og hefur unnið mjög gott starf með okkur. Á næsta ári er meðal annars fyrirhuguð sex vikna tónleikaferð til Bandaríkjanna um sumarið og síðan til Japans í september. Okkur gefst tækifæri til að spila á fjölmennari tónleikum ytra en hér heima,“ segir Daníel og bætir við að það sé gott að vera frá Íslandi á ferðum erlendis. „Það er svo mikil gróska í íslenskri tónlist og útlendingar líta á það sem ákveðinn gæðastimpil ef hljómsveit kemur frá Íslandi. Þess vegna fáum við oft gesti sem hafa aldrei heyrt tónlistina okkar.“Til Svalbarða Þegar Daníel er spurður hvort hann fái ekki að sjá og kynnast mörgum löndum á þessum ferðalögum, svarar hann því neitandi. „Stundum sér maður ekkert annað en tónlistarhúsið og vegina þangað. Þó kemur fyrir að okkur er boðið í partí eða grillveislu hjá tónleikahaldara. Þannig óvæntar uppákomur eru mjög skemmtilegar. Þá fær maður tækifæri til að kynnast fólki. Á þessu ári höfum við verið mest í Rússlandi, Þýskalandi, Tékklandi og víðar í Mið-Evrópu. Á næsta ári erum við bókaðir eitthvað í hverjum mánuði. Byrjum á Eurosonic í Hollandi í janúar en þar verður sérstök Íslandskynning og nítján hljómsveitr héðan spila þar. Í febrúar förum við síðan í spennandi ferð til Svalbarða og Álandseyja. Það verður líklega nyrsta ferðin okkar.“Ekkert stress Daníel segir að þrátt fyrir miklar annir í tónleikahaldi sé mjög erfitt að lifa alfarið á því. „Við þurfum að vera í annarri vinnu meðfram en þó þarf maður að hafa mikið frelsi. Þetta er mikið ævintýri sem mun skilja eftir sig góðar minningar. Það hjálpar að við erum ekki fjölskyldumenn því þá væri meiri pressa á okkur að þéna peninga,“ segir hann. Kærasta Daníels, Karin Björg Torbjörnsdóttir, er hálfsænsk og starfar sem óperusöngkona í Þýskalandi og þangað ætlar hann að fara á annan í jólum. „Hún er að vinna öll jólin og fær því ekkert frí,“ segir hann. Þau kynntust fyrir nokkrum árum en þá söng Karin með Svavari Knúti en það gerðu strákarnir í Árstíðum líka. Karin söng á Þorláksmessutónleikum Árstíða í fyrra og en einnig árið 2009. „Við verðum að æfa alla helgina fyrir Þorláksmessutónleikana og svo er þess krafist að við séum búnir að kaupa allar jólagjafir fyrir þann dag.“ Daníel segist vera jólabarn og það hafi aukist eftir því sem hann eldist. „Mér fannst á tímabili jólin snúast of mikið um stress og peninga. Þegar maður nær að yfirstíga það þá er þetta notalegur tími. Ég ætla að eyða aðfangadegi og jóladegi með foreldrum mínum áður en ég legg land undir fót.“
Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Sjá meira