Ekki ein ríkisleið að styttra námi Ólafur Þ. Stephensen skrifar 19. ágúst 2014 07:00 Framhaldsskólar landsins búa sig með ýmsum hætti undir áform um að nám til stúdentsprófs styttist um ár, eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær. Sumir framhaldsskólar, líklega flestir, gera ráð fyrir að stytta námið úr fjórum árum í þrjú. Það kallar á breytingu á grunnskipulagi skólanna, eins og Ólafur H. Sigurjónsson, formaður Skólameistarafélagsins bendir á, og að áföngum til stúdentsprófs fækki. Elzti skólinn, Menntaskólinn í Reykjavík, ætlar hins vegar að fara aðra leið. Yngvi Pétursson, rektor MR, segir í Fréttablaðinu að nú sé unnið að nýrri fjögurra ára námskrá, þar sem stefnt sé að því að bjóða nemendum sem hafi lokið níunda bekk í grunnskóla skólavist í MR. Þetta séu nemendur sem þegar hafi lokið hluta af námi tíunda bekkjar, en síðan muni MR kenna þeim það sem á vantar, auk námsefnis framhaldsskólans. MR stóð fyrir tilraunaverkefni þar sem þessi leið var farin á árunum 2007 og 2008. Yngvi segir það hafa tekizt vel. „Þessum nemendum gekk undantekningalaust vel í skólanum og með þessa reynslu í farteskinu sjáum við ekkert því til fyrirstöðu að taka inn yngri nemendur en við gerum nú,“ segir Yngvi í blaðinu. Hann bendir á að kerfið eigi að vera opið og sveigjanlegt og ekki þurfi að steypa alla skóla í sama mót. Þetta er snjallt frumkvæði hjá MR. Enn hefur nefnilega ekki tekizt að svara með sannfærandi hætti þeim gagnrýnisröddum sem benda á að hætta sé á að stytting framhaldsskólans úr fjórum árum í þrjú leiði af sér að gæði námsins skerðist. Staðreyndin er sú að tíminn er almennt og yfirleitt betur nýttur í framhaldsskólanum en í grunnskólanum. Það sést bezt á því að á undanförnum áratugum hefur grunnskólinn bæði verið lengdur um heilt ár og skólaárið lengt án þess að þess hafi orðið vart að fólk kunni meira þegar það kemur í framhaldsskóla. Foreldrar nemenda sem hefja nám í framhaldsskóla þekkja margir hversu mikil breyting verður á vinnuálagi og kröfum frá því sem var á síðustu árum grunnskólans. Það væri því að mörgu leyti miklu rökréttara að þjappa saman námsefninu og stytta grunnskólann fremur en en framhaldsskólann til að ná fram markmiðum um styttingu náms til stúdentsprófs. Leiðin sem MR hyggst fara er hins vegar vel fær og í góðu samræmi við þau markmið um sveigjanleika á mörkum skólastiga, sem menntamálaráðherrar hafa talað um undanfarin ár. Duglegir námsmenn, sem kjósa hraðferð á síðustu árum grunnskólans, geta þannig sparað sér ár á leið sinni til stúdentsprófs en engu að síður sótt sér óskertan þann vandaða undirbúning fyrir háskólanám, sem MR og sambærilegir bóknámsskólar hafa hingað til kappkostað að bjóða upp á. Fyrir þá sem stefna að því að komast inn í beztu háskólana, hér á landi eða erlendis, ætti það að vera vænlegur kostur. Yngvi Pétursson segir í Fréttablaðinu í gær að beðið sé samþykkis menntamálaráðherra við áformum MR. Það er samþykki sem á tvímælalaust að veita. Það getur ekki verið ein ríkisleið til að ná markmiðum um styttingu náms til stúdentsprófs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Framhaldsskólar landsins búa sig með ýmsum hætti undir áform um að nám til stúdentsprófs styttist um ár, eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær. Sumir framhaldsskólar, líklega flestir, gera ráð fyrir að stytta námið úr fjórum árum í þrjú. Það kallar á breytingu á grunnskipulagi skólanna, eins og Ólafur H. Sigurjónsson, formaður Skólameistarafélagsins bendir á, og að áföngum til stúdentsprófs fækki. Elzti skólinn, Menntaskólinn í Reykjavík, ætlar hins vegar að fara aðra leið. Yngvi Pétursson, rektor MR, segir í Fréttablaðinu að nú sé unnið að nýrri fjögurra ára námskrá, þar sem stefnt sé að því að bjóða nemendum sem hafi lokið níunda bekk í grunnskóla skólavist í MR. Þetta séu nemendur sem þegar hafi lokið hluta af námi tíunda bekkjar, en síðan muni MR kenna þeim það sem á vantar, auk námsefnis framhaldsskólans. MR stóð fyrir tilraunaverkefni þar sem þessi leið var farin á árunum 2007 og 2008. Yngvi segir það hafa tekizt vel. „Þessum nemendum gekk undantekningalaust vel í skólanum og með þessa reynslu í farteskinu sjáum við ekkert því til fyrirstöðu að taka inn yngri nemendur en við gerum nú,“ segir Yngvi í blaðinu. Hann bendir á að kerfið eigi að vera opið og sveigjanlegt og ekki þurfi að steypa alla skóla í sama mót. Þetta er snjallt frumkvæði hjá MR. Enn hefur nefnilega ekki tekizt að svara með sannfærandi hætti þeim gagnrýnisröddum sem benda á að hætta sé á að stytting framhaldsskólans úr fjórum árum í þrjú leiði af sér að gæði námsins skerðist. Staðreyndin er sú að tíminn er almennt og yfirleitt betur nýttur í framhaldsskólanum en í grunnskólanum. Það sést bezt á því að á undanförnum áratugum hefur grunnskólinn bæði verið lengdur um heilt ár og skólaárið lengt án þess að þess hafi orðið vart að fólk kunni meira þegar það kemur í framhaldsskóla. Foreldrar nemenda sem hefja nám í framhaldsskóla þekkja margir hversu mikil breyting verður á vinnuálagi og kröfum frá því sem var á síðustu árum grunnskólans. Það væri því að mörgu leyti miklu rökréttara að þjappa saman námsefninu og stytta grunnskólann fremur en en framhaldsskólann til að ná fram markmiðum um styttingu náms til stúdentsprófs. Leiðin sem MR hyggst fara er hins vegar vel fær og í góðu samræmi við þau markmið um sveigjanleika á mörkum skólastiga, sem menntamálaráðherrar hafa talað um undanfarin ár. Duglegir námsmenn, sem kjósa hraðferð á síðustu árum grunnskólans, geta þannig sparað sér ár á leið sinni til stúdentsprófs en engu að síður sótt sér óskertan þann vandaða undirbúning fyrir háskólanám, sem MR og sambærilegir bóknámsskólar hafa hingað til kappkostað að bjóða upp á. Fyrir þá sem stefna að því að komast inn í beztu háskólana, hér á landi eða erlendis, ætti það að vera vænlegur kostur. Yngvi Pétursson segir í Fréttablaðinu í gær að beðið sé samþykkis menntamálaráðherra við áformum MR. Það er samþykki sem á tvímælalaust að veita. Það getur ekki verið ein ríkisleið til að ná markmiðum um styttingu náms til stúdentsprófs.
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar