17 ára í Formúlu 1 Finnur Thorlacius skrifar 19. ágúst 2014 13:45 Max Verstappen situr á komandi keppnisbíl sínum. Þegar næsta keppnistímabil Formúlu 1 kappaksturins hefst á miðju næsta ári verður Hollendingurinn Max Verstappen rétt orðinn 17 ára og því yngsti ökumaður keppninnar frá upphafi. Hann mun hefja leik í junior liði Red Bull á næsta tímabili. Max Verstappen er því enn 16 ára, er ekki með ökuskírteini og má því ekki aka um götur heimalandsins fyrr en um mitt næsta ár. Max Verstappen er sonur Jos Verstappen, sem einnig var ökumaður í Formúlu 1 og hefur alist upp við kappakstur frá barnsbeini. Fyrst ók hann kartbílum og þar hóf hann keppni aðeins 7 ára gamall. Max keppir nú í Formúlu 3 keppnisröðinni og hefur unnið margar þeirra í ár. Það er sjaldgæfara að ökumenn komi beint uppúr Formúlu 3 en GP2 mótaröðinni, sem metin er skör hærra. Því eru vafalaust margir keppendur í GP2 mótaröðinni ekkert alltof hrifnir af ráðningu Max Verstappen, þar sem það minnkar líkur þeirra á að tryggja sér sæti sem ökumenn í Formúlu 1. Svo virðist sem ökumenn í Formúlu 1 séu sífellt að verða yngri, en í ár var einn ökumanna 19 ára og bæði Lewis Hamilton og Sebastian Vettel voru æði ungir er þeir hófu keppni þar. Kannski verða bara börn sem aka munu Formúlu 1 bílum á næstu árum. Það hefur a.m.k. þann kostinn að börn eru léttari en fullorðnir. Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent
Þegar næsta keppnistímabil Formúlu 1 kappaksturins hefst á miðju næsta ári verður Hollendingurinn Max Verstappen rétt orðinn 17 ára og því yngsti ökumaður keppninnar frá upphafi. Hann mun hefja leik í junior liði Red Bull á næsta tímabili. Max Verstappen er því enn 16 ára, er ekki með ökuskírteini og má því ekki aka um götur heimalandsins fyrr en um mitt næsta ár. Max Verstappen er sonur Jos Verstappen, sem einnig var ökumaður í Formúlu 1 og hefur alist upp við kappakstur frá barnsbeini. Fyrst ók hann kartbílum og þar hóf hann keppni aðeins 7 ára gamall. Max keppir nú í Formúlu 3 keppnisröðinni og hefur unnið margar þeirra í ár. Það er sjaldgæfara að ökumenn komi beint uppúr Formúlu 3 en GP2 mótaröðinni, sem metin er skör hærra. Því eru vafalaust margir keppendur í GP2 mótaröðinni ekkert alltof hrifnir af ráðningu Max Verstappen, þar sem það minnkar líkur þeirra á að tryggja sér sæti sem ökumenn í Formúlu 1. Svo virðist sem ökumenn í Formúlu 1 séu sífellt að verða yngri, en í ár var einn ökumanna 19 ára og bæði Lewis Hamilton og Sebastian Vettel voru æði ungir er þeir hófu keppni þar. Kannski verða bara börn sem aka munu Formúlu 1 bílum á næstu árum. Það hefur a.m.k. þann kostinn að börn eru léttari en fullorðnir.
Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent