„Ekkert þarna inni sem gæti stressað mig“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 11. mars 2014 11:00 Anton hefur verið með leiðsögn í safninu í rúm þrjátíu ár. Vísir/Stefán „Ég spila þetta af fingrum fram. Ég mun haga leiðsögninni eftir því hverjir koma. Ég veit ekki hvaða þroska einstaklingarnir hafa fyrr en á staðinn er komið. Ég mun höfða til áhorfenda og byggja leiðsögnina í kringum safnið sem þeir sjá,“ segir Anton Holt, safnvörður myntsafns Seðlabanka Íslands og Þjóðminjasafns Íslands við Arnarhól. Boðið verður upp á leiðsögn um safnið í dag, á miðvikudag og fimmtudag frá klukkan 14 til 16 í tilefni af alþjóðlegri fjármálalæsisviku á Íslandi. Vikan er hluti af alþjóðlegri vitundarvakningu sem ætlað er að vekja athygli á mikilvægi fjármálalæsismenntunar og stuðla að viðhorfsbreytingu þegar kemur að fjármálum. Hollenska góðgerðarhreyfingin Child and Youth Finance International stendur að átakinu á alþjóðavísu. Anton setti safnið upp og er búinn að sýna það í rúm þrjátíu ár. „Það er svo sem ekkert þar inni sem gæti stressað mig. Ef ég er ekki farinn að þekkja safnið núna næ ég þessu aldrei,“ segir Anton. „Það er ekki mikið um erlenda mynt. Það sem við sýnum aðallega þarna inni er peninga- og hagþróunin á Íslandi frá landnámi og fram að tíu þúsund kallinum. Sumt er meira í myndrænu formi en þegar lengra dregur fram á tímabilið erum við með alla íslenska, útgefna seðla, sýnishorn af myntum, ávísanir og krítarkort svo eitthvað sé nefnt,“ segir Anton. Hann veit ekki hvort leiðsögnin muni auka fjármálalæsi ungs fólks. „Fjármálalæsi er vinsælt nútímahugtak. Ég mun ekki stíla inn á framtíðina í leiðsögninni heldur sýna frekar fortíðina – hvernig peningakerfið byggðist upp frá upphafi. Ég legg áherslu á að fjalla um sjálfbæran búskap með peninga og þegar fólk stundaði vöruskipti og annað slíkt sem var í raun fyrirrennari peninga. Það er einn af þeim þáttum sem við sýnum í safninu.“ Safnið er vanalega opið alla virka daga frá klukkan 13.30 til 15.30. Aðgangur er ókeypis og segir Anton að hægt sé að fá leiðsögn utan fjármálalæsisvikunnar. „Ef einhver hefur brennandi áhuga, hvort sem það eru hópar eða einstaklingar, er hægt að hóa í mig. Ég hef ekki neitað neinum enn þá. Safnið er nokkuð vel textað og á ekki að þurfa aukna leiðsögn. Það koma hins vegar alltaf hópar hingað reglulega, til dæmis ákveðnir hópar í Tækniskólanum. Þá hafa Myndlistarskólanemar komið hingað til að fræðast um gerð seðla og mynta út frá listrænu sjónarmiði.“ Mest lesið Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið Hulk Hogan er látinn Lífið Rene Kirby er látinn Lífið Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Menning Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar Lífið Pamela smellti kossi á Neeson Lífið Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Lífið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Fleiri fréttir Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Sjá meira
„Ég spila þetta af fingrum fram. Ég mun haga leiðsögninni eftir því hverjir koma. Ég veit ekki hvaða þroska einstaklingarnir hafa fyrr en á staðinn er komið. Ég mun höfða til áhorfenda og byggja leiðsögnina í kringum safnið sem þeir sjá,“ segir Anton Holt, safnvörður myntsafns Seðlabanka Íslands og Þjóðminjasafns Íslands við Arnarhól. Boðið verður upp á leiðsögn um safnið í dag, á miðvikudag og fimmtudag frá klukkan 14 til 16 í tilefni af alþjóðlegri fjármálalæsisviku á Íslandi. Vikan er hluti af alþjóðlegri vitundarvakningu sem ætlað er að vekja athygli á mikilvægi fjármálalæsismenntunar og stuðla að viðhorfsbreytingu þegar kemur að fjármálum. Hollenska góðgerðarhreyfingin Child and Youth Finance International stendur að átakinu á alþjóðavísu. Anton setti safnið upp og er búinn að sýna það í rúm þrjátíu ár. „Það er svo sem ekkert þar inni sem gæti stressað mig. Ef ég er ekki farinn að þekkja safnið núna næ ég þessu aldrei,“ segir Anton. „Það er ekki mikið um erlenda mynt. Það sem við sýnum aðallega þarna inni er peninga- og hagþróunin á Íslandi frá landnámi og fram að tíu þúsund kallinum. Sumt er meira í myndrænu formi en þegar lengra dregur fram á tímabilið erum við með alla íslenska, útgefna seðla, sýnishorn af myntum, ávísanir og krítarkort svo eitthvað sé nefnt,“ segir Anton. Hann veit ekki hvort leiðsögnin muni auka fjármálalæsi ungs fólks. „Fjármálalæsi er vinsælt nútímahugtak. Ég mun ekki stíla inn á framtíðina í leiðsögninni heldur sýna frekar fortíðina – hvernig peningakerfið byggðist upp frá upphafi. Ég legg áherslu á að fjalla um sjálfbæran búskap með peninga og þegar fólk stundaði vöruskipti og annað slíkt sem var í raun fyrirrennari peninga. Það er einn af þeim þáttum sem við sýnum í safninu.“ Safnið er vanalega opið alla virka daga frá klukkan 13.30 til 15.30. Aðgangur er ókeypis og segir Anton að hægt sé að fá leiðsögn utan fjármálalæsisvikunnar. „Ef einhver hefur brennandi áhuga, hvort sem það eru hópar eða einstaklingar, er hægt að hóa í mig. Ég hef ekki neitað neinum enn þá. Safnið er nokkuð vel textað og á ekki að þurfa aukna leiðsögn. Það koma hins vegar alltaf hópar hingað reglulega, til dæmis ákveðnir hópar í Tækniskólanum. Þá hafa Myndlistarskólanemar komið hingað til að fræðast um gerð seðla og mynta út frá listrænu sjónarmiði.“
Mest lesið Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið Hulk Hogan er látinn Lífið Rene Kirby er látinn Lífið Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Menning Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar Lífið Pamela smellti kossi á Neeson Lífið Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Lífið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Fleiri fréttir Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“