Aðgengismál í fyrirrúmi hjá RÚV Margrét Magnúsdóttir og Anna Sigríður Þráinsdóttir skrifar 20. október 2014 00:00 Aðgengi heyrnarskertra að fréttum og dagskrárefni í sjónvarpi var nýlega til umfjöllunar í innsendum greinum í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu. Við færum greinahöfundum þakkir fyrir að efna til umræðu um þetta mikilvæga málefni. Í opnu bréfi í Fréttablaðinu, um aðgengi heyrnarskertra að íslenskri menningu og þátttöku í samfélagsumræðu, spyr Rannveig Magnúsdóttir hvort RÚV uppfylli lagalegar skyldur sínar við heyrnarskerta. Í grein um textun frétta og fréttatengds efnis í Morgunblaðinu fullyrðir Daniel G. Björnsson að eftir kosningaumfjöllun 2013 hafi dregið verulega úr textun í sjónvarpi. Því er til að svara að í 6. gr. laga um Ríkisútvarpið, nr. 23/2013, er stuðlað að því að heyrnar- og sjónskertir fái upplýsingar og geti verið virkir þátttakendur í samfélaginu. Ríkisútvarpið tekur það hlutverk sitt alvarlega að veita heyrnar- og sjónskertum víðtæka þjónustu jafnt við miðlun menningar og upplýsinga er varða allan almenning. Okkar metnaðarmál er að sinna öllum landsmönnum eins vel og kostur er. Allt fyrirfram unnið dagskrárefni Ríkisútvarpsins, íslenskt sem erlent, er sent út með texta. Texti með innlendu efni er birtur á síðu 888 í textavarpinu. Kvöldfréttir kl. 19 og íþróttir að þeim loknum eru sendar út með skjátexta. Þess má geta að í nýliðnum ágústmánuði voru sendir út 102 dagskrárliðir af innlendu efni með texta, samtals 61 klst. Allt erlent efni, jafnt fréttir sem fróðleikur og afþreying, er þýtt og sent út með íslenskum texta, nema í fáeinum tilvikum þegar erlent efni er sýnt í beinni útsendingu. Markmiðið er að auka þessa þjónustu enn frekar og sem dæmi má nefna að frá ágúst 2012 til júlí 2013 jókst textun á síðu 888 í textavarpinu um 35%, úr 303 klst. í 408 klst. Sem fyrr flytur RÚV daglega fréttir á táknmáli og þær eru jafnframt aðgengilegar í Sarpinum á rúv.is. Ríkisútvarpið er eina íslenska fréttaveitan sem býður upp á sjónvarpsfréttir ætlaðar heyrnarlausum. Þegar flytja þarf fréttir af náttúruhamförum sem snerta alla landsmenn er kallaður til rittúlkur sem og þegar túlka þarf lengri viðtöl og annað efni í beinni útsendingu. Í aðdraganda kosninga er rittúlkur nýttur eftir föngum.Rittúlka vantar Sárafáir sinna rittúlkun og aðeins einn túlkur er tiltækur fyrir RÚV. Ein manneskja getur ekki túlkað heila kosninganótt eða í löngum útsendingum vegna náttúruhamfara. Kastljós og aðrir fréttatengdir þættir, sem eru að mestu í beinni útsendingu og ekki lesnir upp eftir handriti, eru ekki textaðir. Til að svo geti orðið þarf fleiri rittúlka. Sem fyrr segir er ekki völ á þeim. Fjárráð Ríkisútvarpsins eru takmörkuð en fæð rittúlka er meiri hindrun í þjónustu RÚV. Nauðsynlegt er að mennta fleiri rittúlka og það er nokkuð sem stjórnvöld þurfa að hlúa að og styðja samhliða lagasetningu í þágu heyrnarskertra þar sem um er að ræða brýnt jafnréttismál. RÚV flytur daglega fréttir á táknmáli sem eru jafnframt aðgengilegar á rúv.is. Endurbættur vefurinn lítur dagsins ljós á næstu vikum og þar verður meðal annars áhersla á að greina frá efni þátta í öllum miðlum RÚV svo aðgengi heyrnarskertra að útvarpsþáttum eykst. Þar er líka gott aðgengi að fréttum og fréttavakt allan sólarhringinn. Við erum því sammála Rannveigu sem segir að tæknin standi ekki lengur í vegi fyrir aðgengi heyrnarskertra að dagskrá Ríkisútvarpsins. Því má vera ljóst að Ríkisútvarpið fer að lögum um aðgengi að dagskrárefni. Okkur er mikið í mun að þjónusta RÚV sé öllum aðgengileg og leitum sífellt nýrra og betri leiða til að tryggja það. Nú stendur yfir stefnumótun um aðgengismál og unnið er að nýjum þjónustusamningi við mennta- og menningarmálaráðherra, því þótt þjónustan hafi tekið framförum, þá hefur starfsfólk RÚV metnað til að gera enn betur í náinni framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Sjá meira
Aðgengi heyrnarskertra að fréttum og dagskrárefni í sjónvarpi var nýlega til umfjöllunar í innsendum greinum í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu. Við færum greinahöfundum þakkir fyrir að efna til umræðu um þetta mikilvæga málefni. Í opnu bréfi í Fréttablaðinu, um aðgengi heyrnarskertra að íslenskri menningu og þátttöku í samfélagsumræðu, spyr Rannveig Magnúsdóttir hvort RÚV uppfylli lagalegar skyldur sínar við heyrnarskerta. Í grein um textun frétta og fréttatengds efnis í Morgunblaðinu fullyrðir Daniel G. Björnsson að eftir kosningaumfjöllun 2013 hafi dregið verulega úr textun í sjónvarpi. Því er til að svara að í 6. gr. laga um Ríkisútvarpið, nr. 23/2013, er stuðlað að því að heyrnar- og sjónskertir fái upplýsingar og geti verið virkir þátttakendur í samfélaginu. Ríkisútvarpið tekur það hlutverk sitt alvarlega að veita heyrnar- og sjónskertum víðtæka þjónustu jafnt við miðlun menningar og upplýsinga er varða allan almenning. Okkar metnaðarmál er að sinna öllum landsmönnum eins vel og kostur er. Allt fyrirfram unnið dagskrárefni Ríkisútvarpsins, íslenskt sem erlent, er sent út með texta. Texti með innlendu efni er birtur á síðu 888 í textavarpinu. Kvöldfréttir kl. 19 og íþróttir að þeim loknum eru sendar út með skjátexta. Þess má geta að í nýliðnum ágústmánuði voru sendir út 102 dagskrárliðir af innlendu efni með texta, samtals 61 klst. Allt erlent efni, jafnt fréttir sem fróðleikur og afþreying, er þýtt og sent út með íslenskum texta, nema í fáeinum tilvikum þegar erlent efni er sýnt í beinni útsendingu. Markmiðið er að auka þessa þjónustu enn frekar og sem dæmi má nefna að frá ágúst 2012 til júlí 2013 jókst textun á síðu 888 í textavarpinu um 35%, úr 303 klst. í 408 klst. Sem fyrr flytur RÚV daglega fréttir á táknmáli og þær eru jafnframt aðgengilegar í Sarpinum á rúv.is. Ríkisútvarpið er eina íslenska fréttaveitan sem býður upp á sjónvarpsfréttir ætlaðar heyrnarlausum. Þegar flytja þarf fréttir af náttúruhamförum sem snerta alla landsmenn er kallaður til rittúlkur sem og þegar túlka þarf lengri viðtöl og annað efni í beinni útsendingu. Í aðdraganda kosninga er rittúlkur nýttur eftir föngum.Rittúlka vantar Sárafáir sinna rittúlkun og aðeins einn túlkur er tiltækur fyrir RÚV. Ein manneskja getur ekki túlkað heila kosninganótt eða í löngum útsendingum vegna náttúruhamfara. Kastljós og aðrir fréttatengdir þættir, sem eru að mestu í beinni útsendingu og ekki lesnir upp eftir handriti, eru ekki textaðir. Til að svo geti orðið þarf fleiri rittúlka. Sem fyrr segir er ekki völ á þeim. Fjárráð Ríkisútvarpsins eru takmörkuð en fæð rittúlka er meiri hindrun í þjónustu RÚV. Nauðsynlegt er að mennta fleiri rittúlka og það er nokkuð sem stjórnvöld þurfa að hlúa að og styðja samhliða lagasetningu í þágu heyrnarskertra þar sem um er að ræða brýnt jafnréttismál. RÚV flytur daglega fréttir á táknmáli sem eru jafnframt aðgengilegar á rúv.is. Endurbættur vefurinn lítur dagsins ljós á næstu vikum og þar verður meðal annars áhersla á að greina frá efni þátta í öllum miðlum RÚV svo aðgengi heyrnarskertra að útvarpsþáttum eykst. Þar er líka gott aðgengi að fréttum og fréttavakt allan sólarhringinn. Við erum því sammála Rannveigu sem segir að tæknin standi ekki lengur í vegi fyrir aðgengi heyrnarskertra að dagskrá Ríkisútvarpsins. Því má vera ljóst að Ríkisútvarpið fer að lögum um aðgengi að dagskrárefni. Okkur er mikið í mun að þjónusta RÚV sé öllum aðgengileg og leitum sífellt nýrra og betri leiða til að tryggja það. Nú stendur yfir stefnumótun um aðgengismál og unnið er að nýjum þjónustusamningi við mennta- og menningarmálaráðherra, því þótt þjónustan hafi tekið framförum, þá hefur starfsfólk RÚV metnað til að gera enn betur í náinni framtíð.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun