Kæri Illugi Laufey María Jóhannsdóttir og Benedikt Traustason skrifar 20. október 2014 11:36 Kæri Illugi Í fjárlagafrumvarpi ársins 2015 er gert ráð fyrir að 916 einstaklingum verði sparkað úr framhaldsskólunum. 916 einstaklingar sem að vilja mennta sig í framhaldsskólum en fá það ekki vegna aldurs. Þú hefur sagt að framhaldsskólinn á að vera ungmennaskóli og á þess vegna að henda framtíð 916 einstaklinga út á gaddinn? Litið hefur þú til frænda okkar á norðurlöndunum en þar eru sérstök úrræði fyrir eldri nemendur. Í nágrannalöndum okkar er gert ráð fyrir að framhaldsskólanemar séu ekki eldri en u.þ.b. 25 ára. Í Svíþjóð er boðið upp á ókeypis nám fyrir eldri nemendur á vegum sveitarfélaga í sérstökum fullorðinsfræðslustofnunum. Auk þess sem að námið er ókeypis fá nemendur í 100-400 evra styrk á mánuði til að standa straum af kostnaði t.d. við bókakaup. Þau úrræði sem eru í boði á Íslandi fyrir þá sem hyggjast ljúka námi eftir 25 ára aldur eru frumgreinadeildir, fjarnám, dagskóli og kvöldskóli. Nái þínar hugmyndir fram að ganga munu a.m.k. tveir síðastnefndu kostirnir ekki standa lengur til boða. Eftir standa frumgreinadeildirnar en tækifæri við að sækja nám við þær eru ekki sambærileg að því leiti að það er talsvert kostnaðarsamara. Frumgreinadeildirnar eru reknar af sjálfseignarstofnunum. Er verið að einkavæða nám fyrir þennan aldurshóp? Eins og kom fram í Fréttablaðinu er gífurlegur verðmunur á innritunargjöldum í framhaldsskóla sem eru um 13.000 kr eða t.d. Háskólabrú Keilis en þar kostar önnin að jafnaði 225.000 kr. Þar að auki stendur nám á slíkum brautum þeim aðeins til boða sem að hafa lokið grunnáfögnum í framhaldsskólum. Okkur þykir ljóst að ef standa á vörð um jöfn tækifæri til að sækja sér nám verður að bjóða upp á ný úrræði. Nú hefur þú sagt að komið verði til móts við þennan hóp sem er í sjálfu sér rétt. Tækifærin standa þessu fólki til boða en eru ekki sambærileg. Hér sitja ekki allir við sama borð vegna þess að kostnaðurinn við þessi úrræði eru margfalt meiri en kostnaðurinn við það nám sem stendur til boða í framhaldsskólum fyrir yngri aldurshópinn. Kæri Illugi, þú talar um aðgengi náms, þú talar um fjölbreytileika í námi en þú bregst við með skerðingu og setur upp vegatálma í námsleiðum. Við viljum sjá skilvirkari aðgerðir, við viljum sjá betri úrlausnir, við viljum ekki fljótfærni í vinnubrögðum við skipulagningu menntakerfisins. Við vonum kæri Illugi að þar séum við sammála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Traustason Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Sjá meira
Kæri Illugi Í fjárlagafrumvarpi ársins 2015 er gert ráð fyrir að 916 einstaklingum verði sparkað úr framhaldsskólunum. 916 einstaklingar sem að vilja mennta sig í framhaldsskólum en fá það ekki vegna aldurs. Þú hefur sagt að framhaldsskólinn á að vera ungmennaskóli og á þess vegna að henda framtíð 916 einstaklinga út á gaddinn? Litið hefur þú til frænda okkar á norðurlöndunum en þar eru sérstök úrræði fyrir eldri nemendur. Í nágrannalöndum okkar er gert ráð fyrir að framhaldsskólanemar séu ekki eldri en u.þ.b. 25 ára. Í Svíþjóð er boðið upp á ókeypis nám fyrir eldri nemendur á vegum sveitarfélaga í sérstökum fullorðinsfræðslustofnunum. Auk þess sem að námið er ókeypis fá nemendur í 100-400 evra styrk á mánuði til að standa straum af kostnaði t.d. við bókakaup. Þau úrræði sem eru í boði á Íslandi fyrir þá sem hyggjast ljúka námi eftir 25 ára aldur eru frumgreinadeildir, fjarnám, dagskóli og kvöldskóli. Nái þínar hugmyndir fram að ganga munu a.m.k. tveir síðastnefndu kostirnir ekki standa lengur til boða. Eftir standa frumgreinadeildirnar en tækifæri við að sækja nám við þær eru ekki sambærileg að því leiti að það er talsvert kostnaðarsamara. Frumgreinadeildirnar eru reknar af sjálfseignarstofnunum. Er verið að einkavæða nám fyrir þennan aldurshóp? Eins og kom fram í Fréttablaðinu er gífurlegur verðmunur á innritunargjöldum í framhaldsskóla sem eru um 13.000 kr eða t.d. Háskólabrú Keilis en þar kostar önnin að jafnaði 225.000 kr. Þar að auki stendur nám á slíkum brautum þeim aðeins til boða sem að hafa lokið grunnáfögnum í framhaldsskólum. Okkur þykir ljóst að ef standa á vörð um jöfn tækifæri til að sækja sér nám verður að bjóða upp á ný úrræði. Nú hefur þú sagt að komið verði til móts við þennan hóp sem er í sjálfu sér rétt. Tækifærin standa þessu fólki til boða en eru ekki sambærileg. Hér sitja ekki allir við sama borð vegna þess að kostnaðurinn við þessi úrræði eru margfalt meiri en kostnaðurinn við það nám sem stendur til boða í framhaldsskólum fyrir yngri aldurshópinn. Kæri Illugi, þú talar um aðgengi náms, þú talar um fjölbreytileika í námi en þú bregst við með skerðingu og setur upp vegatálma í námsleiðum. Við viljum sjá skilvirkari aðgerðir, við viljum sjá betri úrlausnir, við viljum ekki fljótfærni í vinnubrögðum við skipulagningu menntakerfisins. Við vonum kæri Illugi að þar séum við sammála.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun