Benz sló við BMW í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 6. janúar 2014 14:45 Mercedes Benz CLA jepplingurinn mun vafalaust auka enn við sölu Benz bíla. Slagur lúxusbílaframleiðendanna um að selja flesta bíla í Bandaríkjunum er harður og síðustu tvö árin hefur BMW verið í toppsætinu, en mörg ár þar á undan var það Lexus. Eftir að sölutölur síðasta árs skiluðu sér varð ljóst að Mercedes Benz hafði vinninginn, en tæpt var það. Aðeins munaði um þrjú þúsund bílum á Benz og BMW, en Benz seldi alls 312.534 bíla en BMW 309.280 bíla á árinu. Það er ekki síst að þakka CLA-Class bílnum nýja, endurhönnuðum E-Class og S-Class bílunum sem Benz sigldi framúr BMW. Söluaukning Benz nam 14% á nýliðnu ári. Í desembermánuði dró BMW verulega á það forskot sem Mercedes Benz hafði við enda nóvember og minnkaði bilið milli framleiðendanna um helming hvað heildarsölu ársins áhrærir. Þó svo Benz hafa haft BMW undir í fjölda seldra bíla í Bandaríkjunum á það ekki við heildarsöluna í heiminum þar sem BMW selur fleiri bíla á heimsvísu. Því hyggst Benz breyta fyrir lok áratugarins, en ekki er víst að BMW og Audi taki því hljóðalaust. Síðasta hálfa árið hefur Benz hinsvegar aukið sölu sína á heimsvísu meira en bæði BMW og Audi, svo Benz virðist því á réttri leið að takmarki sínu. Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent
Slagur lúxusbílaframleiðendanna um að selja flesta bíla í Bandaríkjunum er harður og síðustu tvö árin hefur BMW verið í toppsætinu, en mörg ár þar á undan var það Lexus. Eftir að sölutölur síðasta árs skiluðu sér varð ljóst að Mercedes Benz hafði vinninginn, en tæpt var það. Aðeins munaði um þrjú þúsund bílum á Benz og BMW, en Benz seldi alls 312.534 bíla en BMW 309.280 bíla á árinu. Það er ekki síst að þakka CLA-Class bílnum nýja, endurhönnuðum E-Class og S-Class bílunum sem Benz sigldi framúr BMW. Söluaukning Benz nam 14% á nýliðnu ári. Í desembermánuði dró BMW verulega á það forskot sem Mercedes Benz hafði við enda nóvember og minnkaði bilið milli framleiðendanna um helming hvað heildarsölu ársins áhrærir. Þó svo Benz hafa haft BMW undir í fjölda seldra bíla í Bandaríkjunum á það ekki við heildarsöluna í heiminum þar sem BMW selur fleiri bíla á heimsvísu. Því hyggst Benz breyta fyrir lok áratugarins, en ekki er víst að BMW og Audi taki því hljóðalaust. Síðasta hálfa árið hefur Benz hinsvegar aukið sölu sína á heimsvísu meira en bæði BMW og Audi, svo Benz virðist því á réttri leið að takmarki sínu.
Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent