Aukið jafnrétti – aukin hagsæld Kristín Ástgeirsdóttir skrifar 26. maí 2014 00:00 Rannsóknir hafa leitt í ljós að því meira kynjajafnrétti sem ríkir innan samfélaga, því meiri er hagsældin. Um árabil hafa stofnanir Sameinuðu þjóðanna, Alþjóðabankinn og fleiri lagt mikla áherslu á að unnið sé markvisst að jafnri stöðu og jöfnum tækifærum kynjanna í menntun, atvinnulífi, stjórnmálum og einkalífi fólks. Þannig skiptir t.d. jafnrétti til náms gríðarlegu máli að ekki sé minnst á heilsugæslu sem vinnur að því að draga úr barna- og mæðradauða, afnámi ofbeldis gegn konum og þannig mætti áfram telja. Árangurinn er þó misjafn því víða er mikil andstaða við jafnrétti kynjanna og á allt of mörgum svæðum koma fátækt og átök í veg fyrir framfarir og frið. UN Women hefur unnið að því um árabil að fá fyrirtæki um allan heim til að undirrita sáttmála þar sem þau heita því að vinna að jafnrétti kynjanna í öllu sínu starfi. Þannig snýst málið ekki aðeins um það sem gerist innan fyrirtækisins heldur einnig hvernig er unnið utan þess, að manréttindi séu virt alls staðar og allaf og að gætt sé að kynjajafnrétti í hvívetna. Ísland hefur um árabil mælst vera það ríki í heimi þar sem kynjamismunun er hvað minnst. Það er stofnunin World Economic Forum sem mælir kynjabilið og það er afar fróðlegt að skoða skýrslurnar sem frá henni koma. Þótt gagnrýna megi suma mælikvarðana segja þeir okkur margt og mikið um stöðu kvenna í heiminum og hvaða vandamál er við að glíma. Við höfum byggt upp stofnanir eins og Jafnréttisstofu sem fylgist með því að lögum og reglum sé framfylgt eftir því sem hægt er og fjármagn leyfir. Eitt af því sem okkar jafnréttislög kveða á um eru skyldur fyrirtækja með 25 starfsmenn eða fleiri til að tryggja jafnrétti innan sinna veggja, t.d. að vinna að jafnri stöðu kynjanna meðal stjórnenda, launajafnrétti, jöfnum tækifærum til sí- og endurmenntunar og að koma í veg fyrir kynferðislega áreitni á vinnustöðum. Við búum því vel hvað varðar lög og reglur en ekki veitir af að ýta á orð og efndir. Liðsauki frá UN Women er því vel þeginn. Landsnefnd UN Women á Íslandi hefur unnið ötullega að því að fá íslensk fyrirtæki til að undirrita fyrrnefndan sáttmála með þeim árangri að þriðjudaginn 27. maí verður efnt til ráðstefnu á Hilton Reykjavik Nordica þar sem fjallað verður um mikilvægi þess að fyrirtæki setji jafnréttismál á oddinn út frá viðskiptalegum forsendum og samfélagsábyrgð. Rætt verður um mikilvægi þess að hafa blandaðar stjórnir og stjórnendur í fyrirtækjum bæði út frá jafnréttissjónarmiðum og af þeirri einföldu ástæðu að teknar eru betri ákvarðanir fyrirtækjum til heilla. Fyrirtæki undirrita sáttmálann og hvatningarverðlaun verða veitt. Jafnréttisstofa stendur að ráðstefnunni ásamt mörgum fleiri aðilum en hún hefst kl. 9.00 og er öllum opin. Hvetjum fyrirtækin og hrósum þeim sem vel gera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Sjá meira
Rannsóknir hafa leitt í ljós að því meira kynjajafnrétti sem ríkir innan samfélaga, því meiri er hagsældin. Um árabil hafa stofnanir Sameinuðu þjóðanna, Alþjóðabankinn og fleiri lagt mikla áherslu á að unnið sé markvisst að jafnri stöðu og jöfnum tækifærum kynjanna í menntun, atvinnulífi, stjórnmálum og einkalífi fólks. Þannig skiptir t.d. jafnrétti til náms gríðarlegu máli að ekki sé minnst á heilsugæslu sem vinnur að því að draga úr barna- og mæðradauða, afnámi ofbeldis gegn konum og þannig mætti áfram telja. Árangurinn er þó misjafn því víða er mikil andstaða við jafnrétti kynjanna og á allt of mörgum svæðum koma fátækt og átök í veg fyrir framfarir og frið. UN Women hefur unnið að því um árabil að fá fyrirtæki um allan heim til að undirrita sáttmála þar sem þau heita því að vinna að jafnrétti kynjanna í öllu sínu starfi. Þannig snýst málið ekki aðeins um það sem gerist innan fyrirtækisins heldur einnig hvernig er unnið utan þess, að manréttindi séu virt alls staðar og allaf og að gætt sé að kynjajafnrétti í hvívetna. Ísland hefur um árabil mælst vera það ríki í heimi þar sem kynjamismunun er hvað minnst. Það er stofnunin World Economic Forum sem mælir kynjabilið og það er afar fróðlegt að skoða skýrslurnar sem frá henni koma. Þótt gagnrýna megi suma mælikvarðana segja þeir okkur margt og mikið um stöðu kvenna í heiminum og hvaða vandamál er við að glíma. Við höfum byggt upp stofnanir eins og Jafnréttisstofu sem fylgist með því að lögum og reglum sé framfylgt eftir því sem hægt er og fjármagn leyfir. Eitt af því sem okkar jafnréttislög kveða á um eru skyldur fyrirtækja með 25 starfsmenn eða fleiri til að tryggja jafnrétti innan sinna veggja, t.d. að vinna að jafnri stöðu kynjanna meðal stjórnenda, launajafnrétti, jöfnum tækifærum til sí- og endurmenntunar og að koma í veg fyrir kynferðislega áreitni á vinnustöðum. Við búum því vel hvað varðar lög og reglur en ekki veitir af að ýta á orð og efndir. Liðsauki frá UN Women er því vel þeginn. Landsnefnd UN Women á Íslandi hefur unnið ötullega að því að fá íslensk fyrirtæki til að undirrita fyrrnefndan sáttmála með þeim árangri að þriðjudaginn 27. maí verður efnt til ráðstefnu á Hilton Reykjavik Nordica þar sem fjallað verður um mikilvægi þess að fyrirtæki setji jafnréttismál á oddinn út frá viðskiptalegum forsendum og samfélagsábyrgð. Rætt verður um mikilvægi þess að hafa blandaðar stjórnir og stjórnendur í fyrirtækjum bæði út frá jafnréttissjónarmiðum og af þeirri einföldu ástæðu að teknar eru betri ákvarðanir fyrirtækjum til heilla. Fyrirtæki undirrita sáttmálann og hvatningarverðlaun verða veitt. Jafnréttisstofa stendur að ráðstefnunni ásamt mörgum fleiri aðilum en hún hefst kl. 9.00 og er öllum opin. Hvetjum fyrirtækin og hrósum þeim sem vel gera.
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun