Spennandi borgarstjórnarkosningar framundan Björgvin Guðmundsson skrifar 26. maí 2014 00:00 Borgarstjórnarkosningar í Reykjavík eru skammt undan en kosið verður 31. maí. Útlit er fyrir spennandi kosningar. Samkvæmt skoðanakönnunum er mikil hreyfing á fylginu. Svo virðist að vísu sem Samfylking og Björt framtíð séu nokkuð örugg með að fá meirihluta í borgarstjórn. En samkvæmt síðustu könnun Fréttablaðsins í lok apríl bætti Sjálfstæðisflokkurinn við sig frá næstu könnun á undan og Björt framtíð tapaði nokkru fylgi á sama tímabili. Samfylkingin bætti við sig. Framsókn er óráðin stærð; var ekki með kjörinn fulltrúa í þessari könnun en mér kæmi ekki á óvart þó Framsókn fengi kjörinn borgarfulltrúa í sjálfum kosningunum. Samkvæmt umræddri könnun er Samfylkingin með 4 fulltrúa kjörna, Björt framtíð með sömu tölu kjörinna fulltrúa og Sjálfstæðisflokkurinn með 5 fulltrúa. VG er með 1 fulltrúa og Píratar með 1. Síðari kannanir leiða í ljós stóraukið fylgi Samfylkingarinnar og minna fylgi Sjálfstæðisflokksins. Samfylking og Björt framtíð eru þá með 10 borgarfulltrúa samanlagt.Dagur vinsælt borgarstjóraefni Skoðanakönnun Fréttablaðsins í lok apríl um það hver verði borgarstjóri er skemmtileg. 56,5% vilja, að Dagur B.Eggertsson verði borgarstjóri, 16% vilja, að Halldór Halldórsson verði borgarstjóri og 8,8% vilja fá Björn Blöndal sem borgarstjóra. Yfirburðafylgi Dags B.Eggertssonar í þessari könnun um það hvern menn vilja fá sem borgarstjóra er athyglisvert. Fylgi hans er tvölfalt meira en fylgi Samfylkingarinnar. Hver skyldi vera skýringin á þessu mikla fylgi Dags? Sennilega á það mikinn þátt í fylgi Dags hve hógvær hann var í samstarfinu við Besta flokkinn. Dagur sætti sig vel við það, að Jón Gnarr settist í borgarstjórastólinn eftir síðustu kosningar og hann veitti honum fullan stuðning og aðstoð. Einhver hefði í sporum Dags reynt að ná borgarstjórastólnum og bent á, að Jón Gnarr hefði enga þekkingu á borgarmálum og væri því óhæfur til þess að gegna embætti borgarstjóra. En Dagur B.Eggertsson reyndi ekkert slíkt.Róttækar tillögur í húsnæðismálum Dagur hefur sem formaður borgarráðs og leiðtogi Samfylkingarinnar í borgarstjórn haft forustu fyrir því, að lagðar væru fram róttækar tillögur í húsnæðismálum, þar sem gert er ráð fyrir því að borgin beiti sér fyrir byggingu fjölda leiguíbúða á næstu árum. Dagur segir, að borgin sé með yfirgripsmikla aðgerðaraætlun um fjölgun leigu- og búseturéttaríbúða, um 2500-3000 á næstu 3-5 árum. Samfylkingin leggur áherslu á byggingu lítilla íbúða á svæði 101. Hugsunin er sú, að íbúðirnar verði vel viðráðanlegar ungu fólki og með því að staðsetja flestar þeirra á svæði 101 geta þeir, sem fá íbúðir þar, sparað sér það að kaupa bíl. Samfylkingin leggur áherslu á, að þetta unga fólk þurfi ekki að steypa sér í skuldir.Ágreiningur um atvinnumál og húsnæðismál Helstu ágreiningsefnin í borgarstjórn eru eins og áður spurningin um það hvað borgin eigi að hafa mikil afskipti af atvinnumálum og húsnæðismálum. Sjálfstæðisflokkurinn vill, að þessi afskipti borgarinnar séu sem minnst og einkaframtakið leysi málin. Samfylkingin vill, að Reykjavíkurborg hafi veruleg afskipti af atvinnumálum og húsnæðismálum. Á því kjörtímabili, sem senn er á enda, beitti Samfylkingin sér fyrir því, að borgin gerði átak í atvinnumálum, m.a. til þess að draga úr atvinnuleysi. Borgin jók t.d. verulega vinnu við viðhaldsverkefni og það minnkaði atvinnuleysi. Samfylkingin leggur einnig mikla áherslu á skóla-og velferðarmál. Undir velferðarmál heyrir félagsþjónustan og fjárhagsaðstoð við þá, sem dottnir eru út af atvinnuleysisskrá og ekki geta séð sér farborða af þeim ástæðum eða öðrum. Sjálfstæðisflokkurinn gagnrýnir oft mikla fjárhagsaðstoð borgarinnar og telur, að hún geti fest fólk á bótum. Borgin ver 22 milljörðum kr. í fjárhagsaðstoð á þessu ári.Orkuveitan reist við Meirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinnar hefur unnið stórvirki í því að rétta við fjárhag Orkuveitunnar. Þetta mikilvæga fyrirtæki borgarbúa stefndi beint í gjaldþrot. En meirihlutanum tókst að rétta fyrirtækið við með miklum niðurskurði og sparnaði. Skuldir Orkuveitunnar voru lækkaðar um 40 milljarða árið 2013. Það ár var hagnaður Orkuveitunnar 17,2 milljarðar. Það hafa orðið alger umskipti í rekstri fyrirtækisins. Deilt er um það hvort skuldir Reykjavíkurborgar hafi aukist eða minnkað. Þegar fyrirtæki borgarinnar eru talin með borgarsjóði kemur í ljós, að skuldir borgarinnar hafa minnkað. Þar munar mest um lækkun skulda Orkuveitunnar.Hvað gera VG og Píratar? Fróðlegt verður að sjá hver útkoman í kosningunum í Reykjavík verður, þegar talið hefur verið upp úr kjörkössunum. Heldur núverandi meirihluti velli eða ekki? Ég tel líklegt,að Samfylkingin fái jafnvel meira fylgi en síðustu skoðanakannanir gefa til kynna. Hins vegar gæti Björt framtíð tapað örlitlu meira fylgi. Ef þessir 2 flokkar fá ekki meirihluta, t.d. aðeins 7 fulltrúa, vaknar spurningin hvort VG mundi ganga til samstarfs við fyrrum meirihluta og/ eða Píratar. Líklegt er að svo yrði. Trúlega vilja hvorki Vinstri grænir né Píratar hjálpa Sjálfstæðisflokknum til valda á ný. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Sjá meira
Borgarstjórnarkosningar í Reykjavík eru skammt undan en kosið verður 31. maí. Útlit er fyrir spennandi kosningar. Samkvæmt skoðanakönnunum er mikil hreyfing á fylginu. Svo virðist að vísu sem Samfylking og Björt framtíð séu nokkuð örugg með að fá meirihluta í borgarstjórn. En samkvæmt síðustu könnun Fréttablaðsins í lok apríl bætti Sjálfstæðisflokkurinn við sig frá næstu könnun á undan og Björt framtíð tapaði nokkru fylgi á sama tímabili. Samfylkingin bætti við sig. Framsókn er óráðin stærð; var ekki með kjörinn fulltrúa í þessari könnun en mér kæmi ekki á óvart þó Framsókn fengi kjörinn borgarfulltrúa í sjálfum kosningunum. Samkvæmt umræddri könnun er Samfylkingin með 4 fulltrúa kjörna, Björt framtíð með sömu tölu kjörinna fulltrúa og Sjálfstæðisflokkurinn með 5 fulltrúa. VG er með 1 fulltrúa og Píratar með 1. Síðari kannanir leiða í ljós stóraukið fylgi Samfylkingarinnar og minna fylgi Sjálfstæðisflokksins. Samfylking og Björt framtíð eru þá með 10 borgarfulltrúa samanlagt.Dagur vinsælt borgarstjóraefni Skoðanakönnun Fréttablaðsins í lok apríl um það hver verði borgarstjóri er skemmtileg. 56,5% vilja, að Dagur B.Eggertsson verði borgarstjóri, 16% vilja, að Halldór Halldórsson verði borgarstjóri og 8,8% vilja fá Björn Blöndal sem borgarstjóra. Yfirburðafylgi Dags B.Eggertssonar í þessari könnun um það hvern menn vilja fá sem borgarstjóra er athyglisvert. Fylgi hans er tvölfalt meira en fylgi Samfylkingarinnar. Hver skyldi vera skýringin á þessu mikla fylgi Dags? Sennilega á það mikinn þátt í fylgi Dags hve hógvær hann var í samstarfinu við Besta flokkinn. Dagur sætti sig vel við það, að Jón Gnarr settist í borgarstjórastólinn eftir síðustu kosningar og hann veitti honum fullan stuðning og aðstoð. Einhver hefði í sporum Dags reynt að ná borgarstjórastólnum og bent á, að Jón Gnarr hefði enga þekkingu á borgarmálum og væri því óhæfur til þess að gegna embætti borgarstjóra. En Dagur B.Eggertsson reyndi ekkert slíkt.Róttækar tillögur í húsnæðismálum Dagur hefur sem formaður borgarráðs og leiðtogi Samfylkingarinnar í borgarstjórn haft forustu fyrir því, að lagðar væru fram róttækar tillögur í húsnæðismálum, þar sem gert er ráð fyrir því að borgin beiti sér fyrir byggingu fjölda leiguíbúða á næstu árum. Dagur segir, að borgin sé með yfirgripsmikla aðgerðaraætlun um fjölgun leigu- og búseturéttaríbúða, um 2500-3000 á næstu 3-5 árum. Samfylkingin leggur áherslu á byggingu lítilla íbúða á svæði 101. Hugsunin er sú, að íbúðirnar verði vel viðráðanlegar ungu fólki og með því að staðsetja flestar þeirra á svæði 101 geta þeir, sem fá íbúðir þar, sparað sér það að kaupa bíl. Samfylkingin leggur áherslu á, að þetta unga fólk þurfi ekki að steypa sér í skuldir.Ágreiningur um atvinnumál og húsnæðismál Helstu ágreiningsefnin í borgarstjórn eru eins og áður spurningin um það hvað borgin eigi að hafa mikil afskipti af atvinnumálum og húsnæðismálum. Sjálfstæðisflokkurinn vill, að þessi afskipti borgarinnar séu sem minnst og einkaframtakið leysi málin. Samfylkingin vill, að Reykjavíkurborg hafi veruleg afskipti af atvinnumálum og húsnæðismálum. Á því kjörtímabili, sem senn er á enda, beitti Samfylkingin sér fyrir því, að borgin gerði átak í atvinnumálum, m.a. til þess að draga úr atvinnuleysi. Borgin jók t.d. verulega vinnu við viðhaldsverkefni og það minnkaði atvinnuleysi. Samfylkingin leggur einnig mikla áherslu á skóla-og velferðarmál. Undir velferðarmál heyrir félagsþjónustan og fjárhagsaðstoð við þá, sem dottnir eru út af atvinnuleysisskrá og ekki geta séð sér farborða af þeim ástæðum eða öðrum. Sjálfstæðisflokkurinn gagnrýnir oft mikla fjárhagsaðstoð borgarinnar og telur, að hún geti fest fólk á bótum. Borgin ver 22 milljörðum kr. í fjárhagsaðstoð á þessu ári.Orkuveitan reist við Meirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinnar hefur unnið stórvirki í því að rétta við fjárhag Orkuveitunnar. Þetta mikilvæga fyrirtæki borgarbúa stefndi beint í gjaldþrot. En meirihlutanum tókst að rétta fyrirtækið við með miklum niðurskurði og sparnaði. Skuldir Orkuveitunnar voru lækkaðar um 40 milljarða árið 2013. Það ár var hagnaður Orkuveitunnar 17,2 milljarðar. Það hafa orðið alger umskipti í rekstri fyrirtækisins. Deilt er um það hvort skuldir Reykjavíkurborgar hafi aukist eða minnkað. Þegar fyrirtæki borgarinnar eru talin með borgarsjóði kemur í ljós, að skuldir borgarinnar hafa minnkað. Þar munar mest um lækkun skulda Orkuveitunnar.Hvað gera VG og Píratar? Fróðlegt verður að sjá hver útkoman í kosningunum í Reykjavík verður, þegar talið hefur verið upp úr kjörkössunum. Heldur núverandi meirihluti velli eða ekki? Ég tel líklegt,að Samfylkingin fái jafnvel meira fylgi en síðustu skoðanakannanir gefa til kynna. Hins vegar gæti Björt framtíð tapað örlitlu meira fylgi. Ef þessir 2 flokkar fá ekki meirihluta, t.d. aðeins 7 fulltrúa, vaknar spurningin hvort VG mundi ganga til samstarfs við fyrrum meirihluta og/ eða Píratar. Líklegt er að svo yrði. Trúlega vilja hvorki Vinstri grænir né Píratar hjálpa Sjálfstæðisflokknum til valda á ný.
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun