Ábyrgð, festa og tækifæri Guðmundur Magnússon skrifar 26. maí 2014 15:18 Nú í maí mánuði göngum við Seltirningar að kjörborði, viðhorfskannanir sýna að um 95% íbúa eru ánægðir með búsetuskilyrðin á nesinu. Framundan eru spennandi tímar og við blasa tækifæri til bættra lífskjara sem meirihluti Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn hefur skapað með ábyrgri stjórnun. Árangurinn í rekstri og þjónustu okkar góða bæjar á síðustu árum er öfundsverður. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður í efnahagsmálum þjóðarinnar, hefur okkur tekist - með ráðdeild, fyrirhyggju og réttri forgangsröðun - að tryggja öfluga þjónustu, hófsemd í álögum og lækkun skulda.Ábyrg og öguð fjármálastjórnÁbyrgð og festa hefur einkennt rekstur bæjarsjóðs á kjörtímabilinu. Fagleg vinnubrögð hafa verið lögð í vinnu við fjárhagsáætlanir þar sem starfsmenn, stjórnendur í samstarfi við kjörna fulltrúa hafa sett fram af ábyrgð og skynsemi. Niðurstaða þessara ábyrgu vinnubragða er sú að bæjarsjóður hefur verið rekin með góðum afgangi sem aftur skapar tækifæri til að greiða niður skuldir. Það er því ekki tilviljun að margir líti til okkar á Nesinu í leit sinni að fyrirmynd um hvernig hægt sé að reka sveitarfélag, þar sem saman fara lágar álögur, litlar skuldir og öflug þjónusta.Framtíðin er björtSú ráðdeild sem einkennt hefur rekstur bæjarsjóð skapar okkur tækifæri til framtíðar til að veita bæjarbúum enn betri þjónustu. Við sjálfstæðismenn ætlum að nýta góðan árangur til þess að bæta hag og auka þjónustuna. Á grunni þess sem gert hefur verið getum við sjálfstæðismenn gefið loforð sem við vitum að hægt er að standa við, - loforð um að gera enn betur:Fasteignaskattur verður lækkaður um 5%Styrkir til tómstunda verða hækkaðir úr 30 þúsund krónum í 50 þúsund.Leikskólagjöld verða lækkuð um 25%. Við sjálfstæðismenn viljum að allir Seltirningar njóti með beinum hætti þess góða árangurs sem náðst hefur og þá ekki síst barnafjölskyldur. Á komandi kjörtímabili verður það sameiginlegt verkefni okkar að bæta og styrkja okkar góðu skóla og efla íþróttastarfsemi. Við ætlum að gera skólana okkar enn betri og efla enn frekar allt starf þeirra sem yngri eru, en um leið styrkja þjónustu við eldri borgara. Við sjálfstæðismenn á Seltjarnarnesi höfum sýnt og sannað að forsenda öflugrar þjónustu er aðhaldssemi í fjármálum og lágar álögur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Nú í maí mánuði göngum við Seltirningar að kjörborði, viðhorfskannanir sýna að um 95% íbúa eru ánægðir með búsetuskilyrðin á nesinu. Framundan eru spennandi tímar og við blasa tækifæri til bættra lífskjara sem meirihluti Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn hefur skapað með ábyrgri stjórnun. Árangurinn í rekstri og þjónustu okkar góða bæjar á síðustu árum er öfundsverður. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður í efnahagsmálum þjóðarinnar, hefur okkur tekist - með ráðdeild, fyrirhyggju og réttri forgangsröðun - að tryggja öfluga þjónustu, hófsemd í álögum og lækkun skulda.Ábyrg og öguð fjármálastjórnÁbyrgð og festa hefur einkennt rekstur bæjarsjóðs á kjörtímabilinu. Fagleg vinnubrögð hafa verið lögð í vinnu við fjárhagsáætlanir þar sem starfsmenn, stjórnendur í samstarfi við kjörna fulltrúa hafa sett fram af ábyrgð og skynsemi. Niðurstaða þessara ábyrgu vinnubragða er sú að bæjarsjóður hefur verið rekin með góðum afgangi sem aftur skapar tækifæri til að greiða niður skuldir. Það er því ekki tilviljun að margir líti til okkar á Nesinu í leit sinni að fyrirmynd um hvernig hægt sé að reka sveitarfélag, þar sem saman fara lágar álögur, litlar skuldir og öflug þjónusta.Framtíðin er björtSú ráðdeild sem einkennt hefur rekstur bæjarsjóð skapar okkur tækifæri til framtíðar til að veita bæjarbúum enn betri þjónustu. Við sjálfstæðismenn ætlum að nýta góðan árangur til þess að bæta hag og auka þjónustuna. Á grunni þess sem gert hefur verið getum við sjálfstæðismenn gefið loforð sem við vitum að hægt er að standa við, - loforð um að gera enn betur:Fasteignaskattur verður lækkaður um 5%Styrkir til tómstunda verða hækkaðir úr 30 þúsund krónum í 50 þúsund.Leikskólagjöld verða lækkuð um 25%. Við sjálfstæðismenn viljum að allir Seltirningar njóti með beinum hætti þess góða árangurs sem náðst hefur og þá ekki síst barnafjölskyldur. Á komandi kjörtímabili verður það sameiginlegt verkefni okkar að bæta og styrkja okkar góðu skóla og efla íþróttastarfsemi. Við ætlum að gera skólana okkar enn betri og efla enn frekar allt starf þeirra sem yngri eru, en um leið styrkja þjónustu við eldri borgara. Við sjálfstæðismenn á Seltjarnarnesi höfum sýnt og sannað að forsenda öflugrar þjónustu er aðhaldssemi í fjármálum og lágar álögur.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun