Höfum við efni á mannréttindum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar 26. maí 2014 15:05 Flokkar í framboði til sveitarstjórna keppast nú um að lofa að bæta mannréttindi ýmissa hópa eins og gengur rétt fyrir kosningar. Flestir þeirra hafa hins vegar gert það margoft áður en ekki staðið við loforð sín og vona ég að málefnalegt og hugsandi fólk taki það með í reikninginn þegar það tekur ákvörðun um hvað það kýs. Eitt er alveg víst að ef við eigum að geta sinnt mannréttindum allra hópa svo að sómi sé að, kostar það peninga. Mikilvægt er að flokkarnir komi með raunhæfar tillögur um hvernig þeir ætli að fjármagna slíkt. Framboð Dögunar í Reykjavík hefur sett sé mjög metnaðarfull markmið í þessum málum sem hægt er að kynna sér nánar á síðunni dogunreykjavik.is. Ennfremur höfum við sett fram raunhæfar leiðir til að fjármögnunar:Í fyrsta lagi þarf að forgangsraða peningum í velferð og mannúð fyrir fólkið í borginni. Hér erum við að tala um húsnæði, framfærslu, menntun og fleira í þeim dúr.Í öðru lagi er mikilvægt að endurhugsa fjárhagsrammann sem borgin hefur sett sér um hversu mikið hlutfall fer í velferðarmál eða skipulagsmál o.s.frv. þannig að mikilvægustu sviðin fái allan þann pening sem þau þurfa og restin má svo fara í önnur gæluverkefni.Dögun hefur einnig sett fram hugmyndir um að tekjutengja all grunnþjónustu sem lýtur að menntun og frístund barna, þannig að börn þeirra tekjulægstu fái slíka þjónustu fría og börn efnamestu foreldranna borgi meira meðan að millitekjuhóparnir stæðu í stað. Þetta er eingöngu tilfærsla á peningum og gerði það að verkum að hægt væri að gefa fátækustu börnunum fríar máltíðir og frístundir strax í byrjun næsta kjörtímabils.Með aukinni dreifstýringu út í hverfin eins og Dögun leggur til þannig að hverfin ráði ekki bara meiru um sig sjálf heldur fái meira fjármagn til að nota getum við sparað töluvert. Reynsla annarra borga hefur sýnt þetta þar sem fólk fer betur með peninga sem nota á í nærumhverfið. Þetta ásamt því að opna bókhaldið er hluti af róttækri lýðræðisstefnu okkar.Síðast en ekki síst leggur framboðið til að stofnaður verði banki í eigu borgarinnar. Áratuga reynsla annarra borga og fylkja í Skandinavíu og Bandaríkjunum hefur sýnt að slíkur banki er ekki einungis góður fyrir hagsmuni borgarbúa heldur stóðu slíkir bankar að mestu af sér fjármagnhrunið. Þetta er vegna þess að þetta eru eingöngu viðskiptabankar sem taka ekki þátt í áhættufjárfestingum eða bóluhagkerfinu umrædda. Þessir bankar geta veitt borgarbúum lán á lægri vöxtum en einkabankarnir, hvort sem það er til einkanota t.d. fyrir húsnæði eða til að stofna fyrirtæki. Því miður er allt of stór hluti fjárhagsáætlunar borgarinnar sem fer í vaxtakostnað af lánum og væri það töluverður hagur fyrir borgina að reyna að endurfjármagna slík lán á lægri vöxtum í eigin banka. Það skemmtilegasta við borgarbanka er að verði hagnaður af þeim rekstri færi hann í beint í vasa eigenda sinna, sem í þessu tilviki eru borgarbúar sjálfir. Þeir sem vilja kynna sér nánar þessar hugmyndir geta skoðað blogg hér https://www.dv.is/blogg/thorleifur-gunnlaugsson/2014/5/15/banki-borgarbua/ , hér https://blog.pressan.is/gunnarsa/2014/04/21/borgarbanki-1/ og hér https://blog.pressan.is/gunnarsa/2014/04/27/borgarbanki-2/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Flokkar í framboði til sveitarstjórna keppast nú um að lofa að bæta mannréttindi ýmissa hópa eins og gengur rétt fyrir kosningar. Flestir þeirra hafa hins vegar gert það margoft áður en ekki staðið við loforð sín og vona ég að málefnalegt og hugsandi fólk taki það með í reikninginn þegar það tekur ákvörðun um hvað það kýs. Eitt er alveg víst að ef við eigum að geta sinnt mannréttindum allra hópa svo að sómi sé að, kostar það peninga. Mikilvægt er að flokkarnir komi með raunhæfar tillögur um hvernig þeir ætli að fjármagna slíkt. Framboð Dögunar í Reykjavík hefur sett sé mjög metnaðarfull markmið í þessum málum sem hægt er að kynna sér nánar á síðunni dogunreykjavik.is. Ennfremur höfum við sett fram raunhæfar leiðir til að fjármögnunar:Í fyrsta lagi þarf að forgangsraða peningum í velferð og mannúð fyrir fólkið í borginni. Hér erum við að tala um húsnæði, framfærslu, menntun og fleira í þeim dúr.Í öðru lagi er mikilvægt að endurhugsa fjárhagsrammann sem borgin hefur sett sér um hversu mikið hlutfall fer í velferðarmál eða skipulagsmál o.s.frv. þannig að mikilvægustu sviðin fái allan þann pening sem þau þurfa og restin má svo fara í önnur gæluverkefni.Dögun hefur einnig sett fram hugmyndir um að tekjutengja all grunnþjónustu sem lýtur að menntun og frístund barna, þannig að börn þeirra tekjulægstu fái slíka þjónustu fría og börn efnamestu foreldranna borgi meira meðan að millitekjuhóparnir stæðu í stað. Þetta er eingöngu tilfærsla á peningum og gerði það að verkum að hægt væri að gefa fátækustu börnunum fríar máltíðir og frístundir strax í byrjun næsta kjörtímabils.Með aukinni dreifstýringu út í hverfin eins og Dögun leggur til þannig að hverfin ráði ekki bara meiru um sig sjálf heldur fái meira fjármagn til að nota getum við sparað töluvert. Reynsla annarra borga hefur sýnt þetta þar sem fólk fer betur með peninga sem nota á í nærumhverfið. Þetta ásamt því að opna bókhaldið er hluti af róttækri lýðræðisstefnu okkar.Síðast en ekki síst leggur framboðið til að stofnaður verði banki í eigu borgarinnar. Áratuga reynsla annarra borga og fylkja í Skandinavíu og Bandaríkjunum hefur sýnt að slíkur banki er ekki einungis góður fyrir hagsmuni borgarbúa heldur stóðu slíkir bankar að mestu af sér fjármagnhrunið. Þetta er vegna þess að þetta eru eingöngu viðskiptabankar sem taka ekki þátt í áhættufjárfestingum eða bóluhagkerfinu umrædda. Þessir bankar geta veitt borgarbúum lán á lægri vöxtum en einkabankarnir, hvort sem það er til einkanota t.d. fyrir húsnæði eða til að stofna fyrirtæki. Því miður er allt of stór hluti fjárhagsáætlunar borgarinnar sem fer í vaxtakostnað af lánum og væri það töluverður hagur fyrir borgina að reyna að endurfjármagna slík lán á lægri vöxtum í eigin banka. Það skemmtilegasta við borgarbanka er að verði hagnaður af þeim rekstri færi hann í beint í vasa eigenda sinna, sem í þessu tilviki eru borgarbúar sjálfir. Þeir sem vilja kynna sér nánar þessar hugmyndir geta skoðað blogg hér https://www.dv.is/blogg/thorleifur-gunnlaugsson/2014/5/15/banki-borgarbua/ , hér https://blog.pressan.is/gunnarsa/2014/04/21/borgarbanki-1/ og hér https://blog.pressan.is/gunnarsa/2014/04/27/borgarbanki-2/
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun