Aðhald í krafti upplýsinga Ólafur Þ. Stephensen skrifar 30. júní 2014 06:00 Það er gott fyrir grunnskólana í Reykjavík, nemendurna og foreldra þeirra að úrskurðarnefnd upplýsingamála skikkaði borgina til að birta niðurstöður um frammistöðu einstakra grunnskóla í PISA-könnuninni svokölluðu. Það er alþjóðleg könnun sem mælir frammistöðu tíundu bekkinga í ýmsum grunnþáttum þeirrar þekkingar sem fólk á að hafa á valdi sínu í lok grunnskóla. Borgarstjórnarmeirihlutinn hafði fyrir kosningar hafnað kröfum sjálfstæðismanna í borgarstjórn og margra foreldra um að niðurstöðurnar yrðu birtar. Úrskurðarnefndin var hins vegar ósammála þeirri skoðun borgarstjórnarmeirihlutans að niðurstöðurnar væru vinnuplagg, bara fyrir sérfræðinga og fagfólk borgarinnar til að rýna. Foreldrar og allur almenningur fá nú aðgang að upplýsingum um það hvernig einstakir skólar í Reykjavík standa. Hitt er svo annað mál, að það segir okkur ekki mikið hvaða skóli kom verst út úr könnuninni og hver bezt. Undanfarna daga hefur mest verið gert úr því í fréttum að Fellaskóli hafi komið verst út í könnuninni. Það kom ekki á óvart; í skólahverfi þess skóla er hæsta hlutfall innflytjenda í borginni og mikið af fólki með lágar tekjur og litla menntun. Þess vegna var niðurstaðan fyrirséð. Um leið er þó ekki bara hægt að útskýra burt slaka niðurstöðu í PISA-könnuninni með því að íbúasamsetningin í hverfinu sé svona eða hinsegin. Nú þegar foreldrar í Reykjavík hafa fengið niðurstöðurnar í hendur, eiga þeir að spyrja skóla barnanna og borgarkerfið spurninga á borð við þessar: Hvernig kemur skólinn út í samanburði við síðustu PISA-könnun? Miðar í rétta átt eða er árangurinn niður á við? Hvernig kemur skólinn út í samanburði við skóla í hverfum þar sem dreifing íbúanna eftir tekjum, menntun og uppruna er svipuð og í mínu hverfi? Hvernig er samanburðurinn í alþjóðlegu samhengi? Eru niðurstöðurnar í samræmi við útkomu úr samræmdum prófum? Hvað gera skólarnir sem koma bezt út öðruvísi en skólar sem koma ekki eins vel út? Telja skólastjórnendur að þeir geti bætt eitthvað? Hvað getum við sem foreldrar gert öðruvísi til að styðja betur við börnin heima fyrir? PISA-niðurstöðurnar snúast þannig ekki um einhverja óheilbrigða og neikvæða samkeppni milli skóla, eins og sumir hafa haldið fram. Þær eiga að nýtast til að bæta skólastarfið, rýna hvað er vel gert og hvað síður og fyrst og fremst hvað er hægt að gera til að bæta árangur skólanna. Eftir að pólitíska kerfið hafði ákveðið að þessar niðurstöður væru bezt geymdar sem leyndarmál sem eingöngu lítill hópur fagfólks hefði aðgang að, kærði framtakssamt foreldri ákvörðunina og fékk niðurstöðurnar fram í dagsljósið. Nú ætti borgin ekki að bíða eftir næsta kærumáli, heldur þvert á móti gera opinberar og aðgengilegar allar mögulegar upplýsingar um frammistöðu skólanna í Reykjavík, sem liggja fyrir en eru ekki á almennu vitorði foreldra. Þannig er valdajafnvæginu á milli foreldra og kerfisins vissulega raskað; í upplýsingunum felst vald, sem foreldrar fá nú í auknum mæli. En það er samt ekki slæmt fyrir kerfið. Það eykur aðhaldið og er gott fyrir hið opinbera skólakerfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Það er gott fyrir grunnskólana í Reykjavík, nemendurna og foreldra þeirra að úrskurðarnefnd upplýsingamála skikkaði borgina til að birta niðurstöður um frammistöðu einstakra grunnskóla í PISA-könnuninni svokölluðu. Það er alþjóðleg könnun sem mælir frammistöðu tíundu bekkinga í ýmsum grunnþáttum þeirrar þekkingar sem fólk á að hafa á valdi sínu í lok grunnskóla. Borgarstjórnarmeirihlutinn hafði fyrir kosningar hafnað kröfum sjálfstæðismanna í borgarstjórn og margra foreldra um að niðurstöðurnar yrðu birtar. Úrskurðarnefndin var hins vegar ósammála þeirri skoðun borgarstjórnarmeirihlutans að niðurstöðurnar væru vinnuplagg, bara fyrir sérfræðinga og fagfólk borgarinnar til að rýna. Foreldrar og allur almenningur fá nú aðgang að upplýsingum um það hvernig einstakir skólar í Reykjavík standa. Hitt er svo annað mál, að það segir okkur ekki mikið hvaða skóli kom verst út úr könnuninni og hver bezt. Undanfarna daga hefur mest verið gert úr því í fréttum að Fellaskóli hafi komið verst út í könnuninni. Það kom ekki á óvart; í skólahverfi þess skóla er hæsta hlutfall innflytjenda í borginni og mikið af fólki með lágar tekjur og litla menntun. Þess vegna var niðurstaðan fyrirséð. Um leið er þó ekki bara hægt að útskýra burt slaka niðurstöðu í PISA-könnuninni með því að íbúasamsetningin í hverfinu sé svona eða hinsegin. Nú þegar foreldrar í Reykjavík hafa fengið niðurstöðurnar í hendur, eiga þeir að spyrja skóla barnanna og borgarkerfið spurninga á borð við þessar: Hvernig kemur skólinn út í samanburði við síðustu PISA-könnun? Miðar í rétta átt eða er árangurinn niður á við? Hvernig kemur skólinn út í samanburði við skóla í hverfum þar sem dreifing íbúanna eftir tekjum, menntun og uppruna er svipuð og í mínu hverfi? Hvernig er samanburðurinn í alþjóðlegu samhengi? Eru niðurstöðurnar í samræmi við útkomu úr samræmdum prófum? Hvað gera skólarnir sem koma bezt út öðruvísi en skólar sem koma ekki eins vel út? Telja skólastjórnendur að þeir geti bætt eitthvað? Hvað getum við sem foreldrar gert öðruvísi til að styðja betur við börnin heima fyrir? PISA-niðurstöðurnar snúast þannig ekki um einhverja óheilbrigða og neikvæða samkeppni milli skóla, eins og sumir hafa haldið fram. Þær eiga að nýtast til að bæta skólastarfið, rýna hvað er vel gert og hvað síður og fyrst og fremst hvað er hægt að gera til að bæta árangur skólanna. Eftir að pólitíska kerfið hafði ákveðið að þessar niðurstöður væru bezt geymdar sem leyndarmál sem eingöngu lítill hópur fagfólks hefði aðgang að, kærði framtakssamt foreldri ákvörðunina og fékk niðurstöðurnar fram í dagsljósið. Nú ætti borgin ekki að bíða eftir næsta kærumáli, heldur þvert á móti gera opinberar og aðgengilegar allar mögulegar upplýsingar um frammistöðu skólanna í Reykjavík, sem liggja fyrir en eru ekki á almennu vitorði foreldra. Þannig er valdajafnvæginu á milli foreldra og kerfisins vissulega raskað; í upplýsingunum felst vald, sem foreldrar fá nú í auknum mæli. En það er samt ekki slæmt fyrir kerfið. Það eykur aðhaldið og er gott fyrir hið opinbera skólakerfi.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun