Um forgangsröðun Valgerður Bjarnadóttir skrifar 30. júní 2014 00:01 Er það rétt sem forsætisráðherrann sagði í hátíðarræðu sinni 17. júní að framfarirnar sem orðið hafa í landinu á undanförnum áratugum hafi ekki nýst landinu öllu? Er það mælikvarði á hvernig framfarirnar hafa nýst að nú býr hlutfallslega færra fólk í hinum dreifðari byggðum en gerði við lýðveldistökuna? Ég held að svarið við báðum spurningunum sé nei. Það kom reyndar fram í máli ráðherrans að það er ekki séríslenskt fyrirbrigði að fólk flytjist í þéttbýli. Úr sveitum í þorp eða bæi og frá þorpum og bæjum á stærri þéttbýlissvæði. Enn má spyrja og nú hvort það sé sérstakt hlutverk stjórnmálanna að sporna við þessari þróun? Svarið við því er líka nei. Auðvitað er það hlutverk stjórnmálanna að stuðla að því að fólk hafi það sem best og geti lifað sem auðugustu lífi hvar sem það kýs að búa. En það er ekki hlutverk stjórnmálanna að berjast gegn þróuninni. Auðvitað hafa orðið gífurlegar framfarir um allt land. Það er óskynsamlegt að gefa annað í skyn. Samt sem áður getur verið full þörf á að styrkja innviði, samgöngur og fjarskipti til að nefna augljós verkefni. Ég hef minni áhyggjur af landsbyggðinni en því að 12.000 börn á Íslandi búi eða eigi á hættu að búa við fátækt, eins og fram kom í skýrslu sem birt var í apríl. Þessar áhyggjur dvína ekki þegar hugsað er til þess að landsbyggðin á öflugan her þingmanna sem heldur hag hennar á lofti. Börnin hafa hins vegar ekki atkvæðisrétt. – Kannski er rétt að rifja upp að 7.000 manns búa á Vestfjörðum. Með fjárlögum samþykkti Alþingi að barnabætur yrðu 10,2 milljarðar á árinu. Reglur um úthlutun gefa tilefni til að ætla að afgangur verði og að tugir milljóna renni aftur í ríkissjóð. Eitt af síðustu verkum þingsins var að fella tillögu sem hefði tryggt að öll fjárhæðin rynni til barnafjölskyldna. Nú hyggst ríksstjórnin eyða umtalsverðum fjármunum í hreppaflutninga frá Hafnarfirði til Akureyrar. – Stundum skilur kona ekki forgangsröðunina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Er það rétt sem forsætisráðherrann sagði í hátíðarræðu sinni 17. júní að framfarirnar sem orðið hafa í landinu á undanförnum áratugum hafi ekki nýst landinu öllu? Er það mælikvarði á hvernig framfarirnar hafa nýst að nú býr hlutfallslega færra fólk í hinum dreifðari byggðum en gerði við lýðveldistökuna? Ég held að svarið við báðum spurningunum sé nei. Það kom reyndar fram í máli ráðherrans að það er ekki séríslenskt fyrirbrigði að fólk flytjist í þéttbýli. Úr sveitum í þorp eða bæi og frá þorpum og bæjum á stærri þéttbýlissvæði. Enn má spyrja og nú hvort það sé sérstakt hlutverk stjórnmálanna að sporna við þessari þróun? Svarið við því er líka nei. Auðvitað er það hlutverk stjórnmálanna að stuðla að því að fólk hafi það sem best og geti lifað sem auðugustu lífi hvar sem það kýs að búa. En það er ekki hlutverk stjórnmálanna að berjast gegn þróuninni. Auðvitað hafa orðið gífurlegar framfarir um allt land. Það er óskynsamlegt að gefa annað í skyn. Samt sem áður getur verið full þörf á að styrkja innviði, samgöngur og fjarskipti til að nefna augljós verkefni. Ég hef minni áhyggjur af landsbyggðinni en því að 12.000 börn á Íslandi búi eða eigi á hættu að búa við fátækt, eins og fram kom í skýrslu sem birt var í apríl. Þessar áhyggjur dvína ekki þegar hugsað er til þess að landsbyggðin á öflugan her þingmanna sem heldur hag hennar á lofti. Börnin hafa hins vegar ekki atkvæðisrétt. – Kannski er rétt að rifja upp að 7.000 manns búa á Vestfjörðum. Með fjárlögum samþykkti Alþingi að barnabætur yrðu 10,2 milljarðar á árinu. Reglur um úthlutun gefa tilefni til að ætla að afgangur verði og að tugir milljóna renni aftur í ríkissjóð. Eitt af síðustu verkum þingsins var að fella tillögu sem hefði tryggt að öll fjárhæðin rynni til barnafjölskyldna. Nú hyggst ríksstjórnin eyða umtalsverðum fjármunum í hreppaflutninga frá Hafnarfirði til Akureyrar. – Stundum skilur kona ekki forgangsröðunina.
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar