Um forgangsröðun Valgerður Bjarnadóttir skrifar 30. júní 2014 00:01 Er það rétt sem forsætisráðherrann sagði í hátíðarræðu sinni 17. júní að framfarirnar sem orðið hafa í landinu á undanförnum áratugum hafi ekki nýst landinu öllu? Er það mælikvarði á hvernig framfarirnar hafa nýst að nú býr hlutfallslega færra fólk í hinum dreifðari byggðum en gerði við lýðveldistökuna? Ég held að svarið við báðum spurningunum sé nei. Það kom reyndar fram í máli ráðherrans að það er ekki séríslenskt fyrirbrigði að fólk flytjist í þéttbýli. Úr sveitum í þorp eða bæi og frá þorpum og bæjum á stærri þéttbýlissvæði. Enn má spyrja og nú hvort það sé sérstakt hlutverk stjórnmálanna að sporna við þessari þróun? Svarið við því er líka nei. Auðvitað er það hlutverk stjórnmálanna að stuðla að því að fólk hafi það sem best og geti lifað sem auðugustu lífi hvar sem það kýs að búa. En það er ekki hlutverk stjórnmálanna að berjast gegn þróuninni. Auðvitað hafa orðið gífurlegar framfarir um allt land. Það er óskynsamlegt að gefa annað í skyn. Samt sem áður getur verið full þörf á að styrkja innviði, samgöngur og fjarskipti til að nefna augljós verkefni. Ég hef minni áhyggjur af landsbyggðinni en því að 12.000 börn á Íslandi búi eða eigi á hættu að búa við fátækt, eins og fram kom í skýrslu sem birt var í apríl. Þessar áhyggjur dvína ekki þegar hugsað er til þess að landsbyggðin á öflugan her þingmanna sem heldur hag hennar á lofti. Börnin hafa hins vegar ekki atkvæðisrétt. – Kannski er rétt að rifja upp að 7.000 manns búa á Vestfjörðum. Með fjárlögum samþykkti Alþingi að barnabætur yrðu 10,2 milljarðar á árinu. Reglur um úthlutun gefa tilefni til að ætla að afgangur verði og að tugir milljóna renni aftur í ríkissjóð. Eitt af síðustu verkum þingsins var að fella tillögu sem hefði tryggt að öll fjárhæðin rynni til barnafjölskyldna. Nú hyggst ríksstjórnin eyða umtalsverðum fjármunum í hreppaflutninga frá Hafnarfirði til Akureyrar. – Stundum skilur kona ekki forgangsröðunina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Er það rétt sem forsætisráðherrann sagði í hátíðarræðu sinni 17. júní að framfarirnar sem orðið hafa í landinu á undanförnum áratugum hafi ekki nýst landinu öllu? Er það mælikvarði á hvernig framfarirnar hafa nýst að nú býr hlutfallslega færra fólk í hinum dreifðari byggðum en gerði við lýðveldistökuna? Ég held að svarið við báðum spurningunum sé nei. Það kom reyndar fram í máli ráðherrans að það er ekki séríslenskt fyrirbrigði að fólk flytjist í þéttbýli. Úr sveitum í þorp eða bæi og frá þorpum og bæjum á stærri þéttbýlissvæði. Enn má spyrja og nú hvort það sé sérstakt hlutverk stjórnmálanna að sporna við þessari þróun? Svarið við því er líka nei. Auðvitað er það hlutverk stjórnmálanna að stuðla að því að fólk hafi það sem best og geti lifað sem auðugustu lífi hvar sem það kýs að búa. En það er ekki hlutverk stjórnmálanna að berjast gegn þróuninni. Auðvitað hafa orðið gífurlegar framfarir um allt land. Það er óskynsamlegt að gefa annað í skyn. Samt sem áður getur verið full þörf á að styrkja innviði, samgöngur og fjarskipti til að nefna augljós verkefni. Ég hef minni áhyggjur af landsbyggðinni en því að 12.000 börn á Íslandi búi eða eigi á hættu að búa við fátækt, eins og fram kom í skýrslu sem birt var í apríl. Þessar áhyggjur dvína ekki þegar hugsað er til þess að landsbyggðin á öflugan her þingmanna sem heldur hag hennar á lofti. Börnin hafa hins vegar ekki atkvæðisrétt. – Kannski er rétt að rifja upp að 7.000 manns búa á Vestfjörðum. Með fjárlögum samþykkti Alþingi að barnabætur yrðu 10,2 milljarðar á árinu. Reglur um úthlutun gefa tilefni til að ætla að afgangur verði og að tugir milljóna renni aftur í ríkissjóð. Eitt af síðustu verkum þingsins var að fella tillögu sem hefði tryggt að öll fjárhæðin rynni til barnafjölskyldna. Nú hyggst ríksstjórnin eyða umtalsverðum fjármunum í hreppaflutninga frá Hafnarfirði til Akureyrar. – Stundum skilur kona ekki forgangsröðunina.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar