Taka tæknihausverkinn frá fyrirtækjum Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 30. október 2014 09:30 Ármann Kojic við Stanford-skóla þar sem fyrirtæki hans komst inn í mjög lokaða nýsköpunardeild. Vísir/einkasafn „Á sama hátt og þegar heimurinn fór að gera kynningar í tölvum, þá varð PowerPoint til. Þegar allir vildu gera sínar eigin vefsíður varð WordPress til. Nú vilja allir gera sín eigin öpp og þá komum við til sögunnar,“ segir Ármann Kojic. Hann er eigandi Apon app, fyrirtækis sem hefur sett á markað nýtt smáforrit sem önnur fyrirtæki og einstaklingar nota til að þróa sín eigin öpp. „Í dag þykir eðlilegt að fá aðgang að Dropbox eða álíka hjá fyrirtæki þar sem það deilir upplýsingum með þér. Af hverju ætti ekki að vera eðlilegt að veita aðgang að appi?“ spyr Ármann. „Því ætti ekki að vera eðlilegt að panta fund eða tíma í gegnum appið þannig að það fari beint inn í dagatalið hjá fyrirtækinu? Við viljum taka tæknihausverkinn frá fyrirtækjunum.“ Apon app var stofnað fyrir tveimur árum þegar hann og fleira fólk úr tækni- og auglýsingageiranum var orðið þreytt á að þurfa að fara með hugmyndirnar í gegnum of mörg ferli. Þau hafa unnið mjög leynilega að verkefninu undanfarið en hugmyndin að því að hanna forrit til að gera app var fljót að fæðast. „Meðalmaður athugar símann sinn að meðaltali hundrað sinnum á dag. Við vorum bara með rétta hugmynd, á réttum stað, á réttum tíma,“ segir Ármann. Í gegnum félaga sinn hér heima gátu þeir sótt um í nýsköpunarhraðal Stanford-háskóla í Bandaríkjunum þar sem aðeins tíu prósent umsækjenda komast að, en þeir komust í gegn og gátu unnið að hugmyndinni þar. „Hann var í skólanum og mælti með okkur og þannig komumst við inn. Þar fengum við aðgang að algjörum kanónum í þessum bransa, ráðgjöfum sem vinna hjá Google og fleirum. Það voru algjör forréttindi að fá hjálp frá þeim við að finna réttan fókus á vöruna og komast í þetta net af fólki sem tengist nýsköpunarbransanum. Það sparaði okkur mikinn tíma í þróunarvinnu,“ segir hann. Fyrirtækið hefur fengið mjög góð viðbrögð úti og hafa KPMG og fyrirtæki í eigu viðskiptajöfursins Warrens Buffett nýtt sér þjónustu þeirra. Hér heima hefur það hlotið styrki frá Nýsköpunarsjóði og Tækniþróunarsjóði, ásamt því að hafa fengið stuðning frá tölvuleikjafyrirtækinu Plain Vanilla, Bala hjá Startup Iceland og fleirum. „Við finnum fyrir raunverulegri þörf fyrir að koma þessu áfram. Það er fullt af fólki þarna úti sem vill koma sínum frábæru hugmyndum á framfæri og gera sitt eigið snjallsímaforrit.“ Aðspurður hvort það hljóti ekki að verða gerð kvikmynd um hann rétt eins og Steve Jobs, stofnanda Apple, sem byrjaði einmitt í Stanford-háskóla, segist Ármann ekki vera viss um það. „Kannski ef það verða nógu góðir leikarar sem leika okkur.“ Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
„Á sama hátt og þegar heimurinn fór að gera kynningar í tölvum, þá varð PowerPoint til. Þegar allir vildu gera sínar eigin vefsíður varð WordPress til. Nú vilja allir gera sín eigin öpp og þá komum við til sögunnar,“ segir Ármann Kojic. Hann er eigandi Apon app, fyrirtækis sem hefur sett á markað nýtt smáforrit sem önnur fyrirtæki og einstaklingar nota til að þróa sín eigin öpp. „Í dag þykir eðlilegt að fá aðgang að Dropbox eða álíka hjá fyrirtæki þar sem það deilir upplýsingum með þér. Af hverju ætti ekki að vera eðlilegt að veita aðgang að appi?“ spyr Ármann. „Því ætti ekki að vera eðlilegt að panta fund eða tíma í gegnum appið þannig að það fari beint inn í dagatalið hjá fyrirtækinu? Við viljum taka tæknihausverkinn frá fyrirtækjunum.“ Apon app var stofnað fyrir tveimur árum þegar hann og fleira fólk úr tækni- og auglýsingageiranum var orðið þreytt á að þurfa að fara með hugmyndirnar í gegnum of mörg ferli. Þau hafa unnið mjög leynilega að verkefninu undanfarið en hugmyndin að því að hanna forrit til að gera app var fljót að fæðast. „Meðalmaður athugar símann sinn að meðaltali hundrað sinnum á dag. Við vorum bara með rétta hugmynd, á réttum stað, á réttum tíma,“ segir Ármann. Í gegnum félaga sinn hér heima gátu þeir sótt um í nýsköpunarhraðal Stanford-háskóla í Bandaríkjunum þar sem aðeins tíu prósent umsækjenda komast að, en þeir komust í gegn og gátu unnið að hugmyndinni þar. „Hann var í skólanum og mælti með okkur og þannig komumst við inn. Þar fengum við aðgang að algjörum kanónum í þessum bransa, ráðgjöfum sem vinna hjá Google og fleirum. Það voru algjör forréttindi að fá hjálp frá þeim við að finna réttan fókus á vöruna og komast í þetta net af fólki sem tengist nýsköpunarbransanum. Það sparaði okkur mikinn tíma í þróunarvinnu,“ segir hann. Fyrirtækið hefur fengið mjög góð viðbrögð úti og hafa KPMG og fyrirtæki í eigu viðskiptajöfursins Warrens Buffett nýtt sér þjónustu þeirra. Hér heima hefur það hlotið styrki frá Nýsköpunarsjóði og Tækniþróunarsjóði, ásamt því að hafa fengið stuðning frá tölvuleikjafyrirtækinu Plain Vanilla, Bala hjá Startup Iceland og fleirum. „Við finnum fyrir raunverulegri þörf fyrir að koma þessu áfram. Það er fullt af fólki þarna úti sem vill koma sínum frábæru hugmyndum á framfæri og gera sitt eigið snjallsímaforrit.“ Aðspurður hvort það hljóti ekki að verða gerð kvikmynd um hann rétt eins og Steve Jobs, stofnanda Apple, sem byrjaði einmitt í Stanford-háskóla, segist Ármann ekki vera viss um það. „Kannski ef það verða nógu góðir leikarar sem leika okkur.“
Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira