Frjáls hugbúnaður – glötuð tækifæri eða glataður hugbúnaður Birgir Freyr Birgisson skrifar 25. mars 2014 13:07 Þegar ég kynni kosti frjáls hugbúnaðar fyrir skólum, stofnnunum eða fólki af götunni mæta mér oftar en ekki eftirfarandi svör. Frjáls hugbúnaður á ekki alveg við okkur þar sem flestir í okkar umhverfi eru ekki í neinni aðstöðu að fá að velja þann hugbúnað sem við notum eða hafa einhver áhrif á val forrita sem í boði eru. eða Frjáls hugbúnaður þarf svo mikla tæknilega vinnu til að aðlagast okkar verkefnum og þar sem frjáls hugbúnaður er tæknilegt viðfangsefni þá á það ekki inn á borð til okkar. Það er ekki að sjá annað en að hræðsla, óvissa og efasemdir eru ríkjandi þegar umræðan beinist að frjálsum hugbúnaði. Minn tími fer oft í að ræða og leiðrétta algengustu ranghugmyndirnar sem hindrar fólk í að skoða kosti slíks hugbúnaðar. Þó að við séum í þeirri stöðu að geta ekki valið þann hugbúnað sem við notum eða höfum ekki tækifæri til að móta okkar umhverfi sem við vinnum í, þá erum við dagsdaglega að nota fjölda forrita til að skila af okkar vinnu. Með það í huga ættum við að geta haft áhrif á þá sem hafa ákvörðunarvaldið og komið með uppástungur ef við teljum okkur geta nýtt frjálsan hugbúnað. Jafnvel þó jarðvegurinn sem við vinnum í líti ekki jákvæðum augum til ævintýramennsku ættum við aldrei að hafna tækifæri til að fræðast um eitthvað nýtt. Frjáls hugbúnaður er allstaðar í kringum okkur. En þrátt fyrir það er enn fjöldi fólks sem telur að slíkur hugbúnaður krefjist mikillar tæknilegrar vinnu til að aðlaga hann að notkun í skólum eða stofnunum. Sem er eiginlega ótrúlegt nú á dögum og mætti halda að fólk hafi ekki heyrt af Firefox vefrápa, LibreOffice ritvöndlinum, Gimp ljósmyndaforritinu, Ubuntu stýrikerfinu eða android snjallsíma? Öll þessi forrit virka beint úr kassanum. Ég hef enn sem komið er ekki þurft að hafa samband við tæknimann til að hjálpa mér að stilla eða aðlaga forrit að mínu umhverfi. Orðin frjálst og ókeypis eru ekki dulbúin merking fyrir lélegt og drasl. Yfir 70% af internetinu er keyrt á GNU/Linux vefþjónum. Þegar við förum á Google er GNU/Linux vefþjónn að sjá um leitina. Þegar við notum Android símana okkar þá erum við að nota GNU/linux. En hvað er hægt að græða á því að nota frjálsan og ókeypis hugbúnað? Hver er hagur stofnana eða sveitarfélaga? Um daginn var ég á bókasafni hjá ónefndu sveitarfélagi og taldi þar 16 tölvur og 8 af þeim voru aðgengilegar gestum safnsins. Eflaust voru þær fleiri, en þessar 16 voru sýnilegar. Eina hlutverk þessara átta véla virtist vera að veita aðgang að Gegni eða til að komast á netið. Allar 16 vélarnar keyrðu á Windows XP. Senn líður að því að Microsoft muni hætta að styðja Xp stýrikerfið sem kom út árið 2002. Eftir 14. apríl 2014 koma engar öryggisuppfærslur eða lagfæringar fyrir Windows XP. Stofnanir og fyrirtæki þurfa því að leggja fjármagn í uppfærslu á vélbúnaði og hugbúnaði. Samhliða því þarf að henda glás af tölvum sem geta ekki ráðið við nýjasta leyfisskylda stýrikerfið sem í boði er. Að auki þarf að reikna inn í dæmið hvað sveitarfélög eru að greiða fyrir ársleyfi á leyfisskyldu stýrikerfi. Skólar eða hjálparsamtök greiða ca 15.000 kr á ári fyrir Windows stýrikerfi fyrir hverja vél*. Átta vélar gera 120.000 kr á ári af peningum skattgreiðenda. Eina sýnilega hlutverk þessara átta véla var að veita aðgang að leitarvélum sem eru á netinu. Einnig mætti líta svo á að spara hefði mátt 120.000 kr og setja upp Ubuntu (Gnu/linux) stýrikerfi á þessar vélar og gestir bókasafnsins hefðu ekki fundið nokkurn mun. En nú spyrð þú þig eflaust. „120.000 kr er nú ekki svo mikill peningur fyrir stórt sveitarfélag og brot af heildarrekstri”. En eftir 14. apríl 2014 verður spurningin ekki hvort við eigum að setja 120.000 kr í þessar 8 vélar á ári svo hægt sé að komast á netið. Heldur á að borga 120.000 kr á ári og að auki moka peningum í nýjar vélar til að keyra nýja hugbúnaðinn sem gömlu vélarnar ráða ekki við. Þá þarf að henda gömlu tölvunum og endurvinna. Sem varla getur talist mjög umhverfisvæn lausn. Það er mun meira mengandi að framleiða nýjar tölvur heldur en að keyra eldri vélarnar lengur. En sveitarfélög eru að reka fleira en nokkrar tölvur á bókasafni. Það eru skólar og söfn á þeirra vegum og ég efa að þar sé allt keyrt á fyrsta flokks vélbúnaði með nýjustu útgáfum af öllum hugbúnaði. Þar eins og víðar er verið að spara aurinn og nýta það sem til er. En hvað ef sveitarfélögin innleiddu frjálsan, ókeypis hugbúnað á helming allra þeirra véla sem sveitarfélagið notar. Hvað myndi það spara? Hvað ætli sveitarfélag eins og Kópavogur eða Hafnarfjörður sé að reka margar vélar? Hversu margar tölvur gæti sveitarfélög nýtt lengur eftir 14. apríl 2014 með því að kíkja á þetta Linux dæmi? Hversu minna væri hægt að menga? Hversu margar krónur skattgreiðenda væri hægt að nota í annað? Spurningin sem ég legg fyrir ráðandi aðila og notendur er eftirfarandi. Höfum við efni á öðru en að skoða til hlítar þann sparnað og tækifæri sem felust í því að að skipta yfir í frjálsan hugbúnað? Er okkur stætt á öðru? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Þegar ég kynni kosti frjáls hugbúnaðar fyrir skólum, stofnnunum eða fólki af götunni mæta mér oftar en ekki eftirfarandi svör. Frjáls hugbúnaður á ekki alveg við okkur þar sem flestir í okkar umhverfi eru ekki í neinni aðstöðu að fá að velja þann hugbúnað sem við notum eða hafa einhver áhrif á val forrita sem í boði eru. eða Frjáls hugbúnaður þarf svo mikla tæknilega vinnu til að aðlagast okkar verkefnum og þar sem frjáls hugbúnaður er tæknilegt viðfangsefni þá á það ekki inn á borð til okkar. Það er ekki að sjá annað en að hræðsla, óvissa og efasemdir eru ríkjandi þegar umræðan beinist að frjálsum hugbúnaði. Minn tími fer oft í að ræða og leiðrétta algengustu ranghugmyndirnar sem hindrar fólk í að skoða kosti slíks hugbúnaðar. Þó að við séum í þeirri stöðu að geta ekki valið þann hugbúnað sem við notum eða höfum ekki tækifæri til að móta okkar umhverfi sem við vinnum í, þá erum við dagsdaglega að nota fjölda forrita til að skila af okkar vinnu. Með það í huga ættum við að geta haft áhrif á þá sem hafa ákvörðunarvaldið og komið með uppástungur ef við teljum okkur geta nýtt frjálsan hugbúnað. Jafnvel þó jarðvegurinn sem við vinnum í líti ekki jákvæðum augum til ævintýramennsku ættum við aldrei að hafna tækifæri til að fræðast um eitthvað nýtt. Frjáls hugbúnaður er allstaðar í kringum okkur. En þrátt fyrir það er enn fjöldi fólks sem telur að slíkur hugbúnaður krefjist mikillar tæknilegrar vinnu til að aðlaga hann að notkun í skólum eða stofnunum. Sem er eiginlega ótrúlegt nú á dögum og mætti halda að fólk hafi ekki heyrt af Firefox vefrápa, LibreOffice ritvöndlinum, Gimp ljósmyndaforritinu, Ubuntu stýrikerfinu eða android snjallsíma? Öll þessi forrit virka beint úr kassanum. Ég hef enn sem komið er ekki þurft að hafa samband við tæknimann til að hjálpa mér að stilla eða aðlaga forrit að mínu umhverfi. Orðin frjálst og ókeypis eru ekki dulbúin merking fyrir lélegt og drasl. Yfir 70% af internetinu er keyrt á GNU/Linux vefþjónum. Þegar við förum á Google er GNU/Linux vefþjónn að sjá um leitina. Þegar við notum Android símana okkar þá erum við að nota GNU/linux. En hvað er hægt að græða á því að nota frjálsan og ókeypis hugbúnað? Hver er hagur stofnana eða sveitarfélaga? Um daginn var ég á bókasafni hjá ónefndu sveitarfélagi og taldi þar 16 tölvur og 8 af þeim voru aðgengilegar gestum safnsins. Eflaust voru þær fleiri, en þessar 16 voru sýnilegar. Eina hlutverk þessara átta véla virtist vera að veita aðgang að Gegni eða til að komast á netið. Allar 16 vélarnar keyrðu á Windows XP. Senn líður að því að Microsoft muni hætta að styðja Xp stýrikerfið sem kom út árið 2002. Eftir 14. apríl 2014 koma engar öryggisuppfærslur eða lagfæringar fyrir Windows XP. Stofnanir og fyrirtæki þurfa því að leggja fjármagn í uppfærslu á vélbúnaði og hugbúnaði. Samhliða því þarf að henda glás af tölvum sem geta ekki ráðið við nýjasta leyfisskylda stýrikerfið sem í boði er. Að auki þarf að reikna inn í dæmið hvað sveitarfélög eru að greiða fyrir ársleyfi á leyfisskyldu stýrikerfi. Skólar eða hjálparsamtök greiða ca 15.000 kr á ári fyrir Windows stýrikerfi fyrir hverja vél*. Átta vélar gera 120.000 kr á ári af peningum skattgreiðenda. Eina sýnilega hlutverk þessara átta véla var að veita aðgang að leitarvélum sem eru á netinu. Einnig mætti líta svo á að spara hefði mátt 120.000 kr og setja upp Ubuntu (Gnu/linux) stýrikerfi á þessar vélar og gestir bókasafnsins hefðu ekki fundið nokkurn mun. En nú spyrð þú þig eflaust. „120.000 kr er nú ekki svo mikill peningur fyrir stórt sveitarfélag og brot af heildarrekstri”. En eftir 14. apríl 2014 verður spurningin ekki hvort við eigum að setja 120.000 kr í þessar 8 vélar á ári svo hægt sé að komast á netið. Heldur á að borga 120.000 kr á ári og að auki moka peningum í nýjar vélar til að keyra nýja hugbúnaðinn sem gömlu vélarnar ráða ekki við. Þá þarf að henda gömlu tölvunum og endurvinna. Sem varla getur talist mjög umhverfisvæn lausn. Það er mun meira mengandi að framleiða nýjar tölvur heldur en að keyra eldri vélarnar lengur. En sveitarfélög eru að reka fleira en nokkrar tölvur á bókasafni. Það eru skólar og söfn á þeirra vegum og ég efa að þar sé allt keyrt á fyrsta flokks vélbúnaði með nýjustu útgáfum af öllum hugbúnaði. Þar eins og víðar er verið að spara aurinn og nýta það sem til er. En hvað ef sveitarfélögin innleiddu frjálsan, ókeypis hugbúnað á helming allra þeirra véla sem sveitarfélagið notar. Hvað myndi það spara? Hvað ætli sveitarfélag eins og Kópavogur eða Hafnarfjörður sé að reka margar vélar? Hversu margar tölvur gæti sveitarfélög nýtt lengur eftir 14. apríl 2014 með því að kíkja á þetta Linux dæmi? Hversu minna væri hægt að menga? Hversu margar krónur skattgreiðenda væri hægt að nota í annað? Spurningin sem ég legg fyrir ráðandi aðila og notendur er eftirfarandi. Höfum við efni á öðru en að skoða til hlítar þann sparnað og tækifæri sem felust í því að að skipta yfir í frjálsan hugbúnað? Er okkur stætt á öðru?
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar