Síldin í Kolgrafafirði: ,,Hún gæti alveg verið hérna í fjörunni í fyrramálið þegar ég vakna" Hrund Þórsdóttir skrifar 23. nóvember 2013 19:45 Þegar fréttamaður mætti í Kolgrafafjörð um klukkan 11 voru átta bátar komnir til veiða fyrir innan brú og á staðnum var mikið líf. Bjarni Sigurbjörnsson er bóndi á Eiði við Kolgrafafjörð. „Nú erum við eiginlega í nafla alheimsins. Hérna eru risatogararnir fyrir framan brúna og bátarnir fyrir innan og þótt það sé saklaust að horfa á þetta núna þá er þetta jafnsaklaust og í fyrra þegar við vöknuðum hérna einn morguninn og fjörurnar voru þaktar síld,“ sagði Bjarni. Hann segir síldina einkennilegt kvikindi, þar sem hún leiti uppi súrefnissnauðan og kaldan sjó og mikið ferskvatn til að hægja á líkamsstarfseminni og leggjast í dvala yfir veturinn. Kolgrafafjörðurinn bjóði upp á þessar aðstæður. Ertu smeykur við hvað gæti tekið hérna við? „Já, auðvitað er maður það. Nú eru allar aðstæður eins og í fyrra þegar hún drapst og hún gæti alveg verið hérna í fjörunni í fyrramálið þegar ég vakna, það er bara þannig.“ Hann segir hreinsunarstarf síðasta árs kraftaverki líkast en að ekki sé hægt að fara aftur þá leið að grafa síldina í fjöruna drepist hún aftur, því hún sé einfaldlega full af rotnandi síld. Í fyrra drápust allt að fimmtíu þúsund tonn af síld og magnið var svipað árið áður. Þegar ástandið var sem verst, óðu menn síldina upp að hnjám. Mikil hætta fylgir því að sigla undir brúna enda eru þar sterkir straumar. Nú landa menn í Stykkishólmi og á Grundarfirði. „Svo er verið að skoða það að búa til smá löndunaraðstöðu hér í firðinum með því að setja niður gáma og leggja smá veg út í fjöruna, svo menn geti þá komið hingað og fækkað ferðunum undir brúna,“ segir Bjarni. Er hægt að gera það strax? „Já, það er hægt ef vilyrði fæst. Þetta snýst alltaf um peninga, hver á að borga. Ef við fáum peninga verður þetta bara gert á tveimur dögum.“ Hafrannsóknarstofnun hefur í næstu viku tilraunir með að fæla síldina burt með útbúnaði sem gefur frá sér háhyrningahljóð, sem hún forðast. Menn á vegum hennar voru hins vegar mættir á staðinn til að leggja búnað út í fjörðinn, sem ætlað að fylgjast með hita, seltu og súrefni í rauntíma. „Við höfum nú þegar ásamt Vegagerðinni mæla hérna í firðinum sem þarf að fara í og lesa af með reglubundnum hætti til að fá upplýsingar en með þessum búnaði verðum við með rauntímaupplýsingar sem við getum sótt á netið bara,“ segir Hjalti Karlsson, útibússtjóri Hafrannsóknarstofnunar á Ísafirði. Tilgangurinn er að vakta umhverfisaðstæður. „Það lék sterkur grunur á því á síðasta ári hafi súrefnisskortur ollið dauða síldarinnar hérna á firðinum og við viljum fylgjast grannt með því, hvort fall í súrefni á sér stað núna.“ Hlynur Pétursson, útibússtjóri Hafrannsóknarstofnunar í Ólafsvík, var nýmættur á svæðið og hann sagði minna um fuglalíf en í fyrra. Og hvað segir það okkur? „Ja, það var náttúrlega dauði mikill hér í fyrra svo það hafði áhrif en fuglinn virðist ekki vera mikið í æti hérna núna,“ segir Hlynur. Þannig að síldin er spriklandi og hress ennþá? „Ennþá, já, en þetta eru akkúrat aðstæðurnar sem voru hérna í fyrra.“ Hlynur var á svæðinu þegar síldin drapst í fyrra. Og hvernig var að upplifa það? „Það var merkilegt fyrir líffræðinginn en þetta var sorglegt á sama tíma.“ Það var mikið mannlíf við fjörðinn í dag og feðgar af Skaganum voru þar á óhefðbundnum helgarrúnti að fylgjast með síldarævintýrinu, eins og sjá má í meðfylgjandi sjónvarpsfrétt. Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Sjá meira
Þegar fréttamaður mætti í Kolgrafafjörð um klukkan 11 voru átta bátar komnir til veiða fyrir innan brú og á staðnum var mikið líf. Bjarni Sigurbjörnsson er bóndi á Eiði við Kolgrafafjörð. „Nú erum við eiginlega í nafla alheimsins. Hérna eru risatogararnir fyrir framan brúna og bátarnir fyrir innan og þótt það sé saklaust að horfa á þetta núna þá er þetta jafnsaklaust og í fyrra þegar við vöknuðum hérna einn morguninn og fjörurnar voru þaktar síld,“ sagði Bjarni. Hann segir síldina einkennilegt kvikindi, þar sem hún leiti uppi súrefnissnauðan og kaldan sjó og mikið ferskvatn til að hægja á líkamsstarfseminni og leggjast í dvala yfir veturinn. Kolgrafafjörðurinn bjóði upp á þessar aðstæður. Ertu smeykur við hvað gæti tekið hérna við? „Já, auðvitað er maður það. Nú eru allar aðstæður eins og í fyrra þegar hún drapst og hún gæti alveg verið hérna í fjörunni í fyrramálið þegar ég vakna, það er bara þannig.“ Hann segir hreinsunarstarf síðasta árs kraftaverki líkast en að ekki sé hægt að fara aftur þá leið að grafa síldina í fjöruna drepist hún aftur, því hún sé einfaldlega full af rotnandi síld. Í fyrra drápust allt að fimmtíu þúsund tonn af síld og magnið var svipað árið áður. Þegar ástandið var sem verst, óðu menn síldina upp að hnjám. Mikil hætta fylgir því að sigla undir brúna enda eru þar sterkir straumar. Nú landa menn í Stykkishólmi og á Grundarfirði. „Svo er verið að skoða það að búa til smá löndunaraðstöðu hér í firðinum með því að setja niður gáma og leggja smá veg út í fjöruna, svo menn geti þá komið hingað og fækkað ferðunum undir brúna,“ segir Bjarni. Er hægt að gera það strax? „Já, það er hægt ef vilyrði fæst. Þetta snýst alltaf um peninga, hver á að borga. Ef við fáum peninga verður þetta bara gert á tveimur dögum.“ Hafrannsóknarstofnun hefur í næstu viku tilraunir með að fæla síldina burt með útbúnaði sem gefur frá sér háhyrningahljóð, sem hún forðast. Menn á vegum hennar voru hins vegar mættir á staðinn til að leggja búnað út í fjörðinn, sem ætlað að fylgjast með hita, seltu og súrefni í rauntíma. „Við höfum nú þegar ásamt Vegagerðinni mæla hérna í firðinum sem þarf að fara í og lesa af með reglubundnum hætti til að fá upplýsingar en með þessum búnaði verðum við með rauntímaupplýsingar sem við getum sótt á netið bara,“ segir Hjalti Karlsson, útibússtjóri Hafrannsóknarstofnunar á Ísafirði. Tilgangurinn er að vakta umhverfisaðstæður. „Það lék sterkur grunur á því á síðasta ári hafi súrefnisskortur ollið dauða síldarinnar hérna á firðinum og við viljum fylgjast grannt með því, hvort fall í súrefni á sér stað núna.“ Hlynur Pétursson, útibússtjóri Hafrannsóknarstofnunar í Ólafsvík, var nýmættur á svæðið og hann sagði minna um fuglalíf en í fyrra. Og hvað segir það okkur? „Ja, það var náttúrlega dauði mikill hér í fyrra svo það hafði áhrif en fuglinn virðist ekki vera mikið í æti hérna núna,“ segir Hlynur. Þannig að síldin er spriklandi og hress ennþá? „Ennþá, já, en þetta eru akkúrat aðstæðurnar sem voru hérna í fyrra.“ Hlynur var á svæðinu þegar síldin drapst í fyrra. Og hvernig var að upplifa það? „Það var merkilegt fyrir líffræðinginn en þetta var sorglegt á sama tíma.“ Það var mikið mannlíf við fjörðinn í dag og feðgar af Skaganum voru þar á óhefðbundnum helgarrúnti að fylgjast með síldarævintýrinu, eins og sjá má í meðfylgjandi sjónvarpsfrétt.
Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Sjá meira