Viðskipti innlent

Olíuleitin í mótsögn við yfirlýsta stefnu stjórnarflokkana

Dofri Hermannsson formaður græna netsins, félags jafnaðarmanna um náttúruna, umhverfið framtíðina finnst stjórnvöld fara óvarlega af stað í olíuleit áður en búið er að ræða afstöðu þjóðarinnar til olíuvinnslu.
Dofri Hermannsson formaður græna netsins, félags jafnaðarmanna um náttúruna, umhverfið framtíðina finnst stjórnvöld fara óvarlega af stað í olíuleit áður en búið er að ræða afstöðu þjóðarinnar til olíuvinnslu.
Formaður Græna netsins segir stjórnarflokkana fara óvarlega í útgáfu á leyfum fyrir olíuleita á Drekasvæðinu. Slík olíuleit og vinnsla er í mótsögn við yfirlýstar stefnur flokkanna.

Orkustofnun gaf á föstudaginn út fyrstu leyfi fyrir olíuleit á Drekasvæðinu. Forsvarsmenn þeirra fyrirtækja sem standa að olíuleitinni hafa sagt í fréttum okkar að raunhæft sé að áætla að olíuleit geti hafist innan 3-4 ára og hægt verði að byrja að dæla upp olíu innan átta ára.

Dofri Hermannsson formaður græna netsins, félags jafnaðarmanna um náttúruna, umhverfið framtíðina finnst stjórnvöld fara óvarlega af stað í olíuleit áður en búið er að ræða afstöðu þjóðarinnar til olíuvinnslu.

„Með því að nota þessa olíu þá erum við mannkynið líka að saga undan okkur greinina sem við sitjum á," segir hann.

Á hvaða hátt?

„Eins og Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, lýsti þá er nú þegar búið að finna meiri olíu en má brenna. Ef við ætlum að halda okkur undir tveggja gráðu hlýnun á andrúmsloftinu, og tveggja gráðu hlýnun, þýðir það talsverðar hörmungar. Við höfum séð þetta í veðurkerfinu með fellibyli og hörmungar sem eru að gerast núna og hafa ekki verið að gerast áður," segir Dofri.

Hann segir stjórnarflokkana, sem báður hafa stefnu um sjálfbæra þróun og ábyrgð í umhverfismálum vera í mótsögn við stefnuna með því að stíga þessi skref í átt að olíuvinnslu.

„Það finnst mér sýna að þrátt fyrir fallega stefnu þá telji þeir það pólitískt ógerlegt, núna á kosningavori að gera það sem er rétt. Ef við værum bátur á fleygiferð niður flúðirnar, þá værum við að gleðjast yfir því hversu hratt við förum meðan við nálgumst fossbrúnina, og ef að það er olía þarna undir þá má líka spyrja sig af hverju við geymum hana ekki bara fyrir komandi kynslóðir sem að kannski geta fundið leið til þess að nýta hana án þes að hafa þessi áhrif á andrúmsloftið," segir Dofri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×