Aðgerðaleysi gæti kostað 36 til 144 milljarða króna Óli Kristján Ármannsson skrifar 9. september 2013 07:00 Höfundar nýrrar skýrslu um raforkuflutningskerfi landsins telja að verði ekki farið í uppbyggingu á kerfinu muni það leiða af sér ýmsa erfiðleika fyrir raforkunotendur á næstu árum. Fréttablaðið/Vilhelm Án endurbóta og uppbyggingar á flutningskerfi raforku hér á landi hleypur þjóðhagslegur kostnaður á milljarðatugum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem unnin var fyrir Landsnet. Fram kemur í skýrslunni að verði ekki farið í frekari uppbyggingu flutningskerfisins leiði það á næstu árum af sér margvíslega erfiðleika hjá raforkunotendum. Líklegast er talið að þjóðhagslegur kostnaður vegna þessa nemi rúmum sex milljörðum á ári næsta aldarfjórðung. Höfundar skýrslunnar eru Jón Vilhjálmsson, rafmagnsverkfræðingur og sviðsstjóri hjá EFLU verkfræðistofu, og Friðrik Már Baldursson, prófessor í hagfræði við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Þeir leitast í skýrslunni við að reyna að meta hversu mikils virði sé fyrir þjóðfélagið að halda áfram uppbyggingu raforkukerfisins þannig að annað verði á landsvísu álagsaukningu næstu ára og áratuga. Þeir komast að niðurstöðum sínum með því að bera annars vegar saman óbreytt núverandi raforkukerfi, með vaxandi takmörkunum á flutningi raforku þegar fram líða stundir, og hins vegar kerfi sem er án flutningstakmarkana.Jón VilhjálmssonNiðurstaðan er að verði flutningskerfi raforku ekki eflt þá geti kostnaður þjóðfélagsins numið á bilinu 36 til 144 milljörðum fram til ársins 2040. Mikill munur í spánni skýrist af ólíkum forsendum um þróun raforkunotkunar. Miðtilvik, eða 86 milljarða tjón til ársins 2040, er þó talið sýna líklegustu þróunina. Óbreytt flutningskerfi er sagt hamla vexti raforkunotkunar, valda minni hagvexti og hafa áhrif á byggðaþróun. Verði ekki brugðist við telja skýrsluhöfundar ljóst að raforkunotendur komi á næstu árum til með að upplifa tíðara rafmagnsleysi auk þess sem olíunotkun aukist, til dæmis vegna vinnslu í fiskimjölsverksmiðjum og hjá kyntum hitaveitum. Að auki leiði óbreytt kerfi til lakari hagkvæmni nýrra virkjana vegna aukinna takmarkana á mötun inn á flutningskerfið, aukið orkutap við flutning raforku og til þess að útilokaðir verði ýmsir virkjanakostir, þar sem flutningskerfið geti ekki flutt orku frá þeim. Eins muni verð á raforku líklega hækka þar sem flutningstakmarkanir torvelda samkeppni. Auk þess muni takmarkað aðgengi að raforku ýta undir frekari flutninga fólks frá dreifbýli til stærstu þéttbýlissvæða. „Allt atvinnulíf og heimili byggja á því að hafa raforku og á því byggir nútímaþjóðfélag,“ segir Jón Vilhjálmsson, annar skýrsluhöfunda. Því sé það geysilega mikilvægt að byggja upp flutningskerfi raforku.„Og hjá Landsneti er komið upp það ástand að þeir sjá fram á það á næstu árum að geta ekki annað almennilega afhendingu raforku í vissum landshlutum.“ Þar undir segir Jón að sé helst Austur- og Norðausturland. „Þar hefur álag aukist að undanförnu, svo sem vegna fiskimjölsverksmiðja sem hafa aukið raforkunotkun sína og dregið þar með úr notkun olíu.“ Viðbótin segir hann sé slík að kerfið ráði ekki við álagsaukninguna, sem nemi um 100 megavöttum, á mesta álagstíma. „Ef ekki verður eitthvað að gert þá mun þetta á næstu árum hamla uppbyggingu á þessum svæðum, auk þess sem verulegar skerðingar verða út af því álagi sem þegar er komið á þessum svæðum.“ Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
Án endurbóta og uppbyggingar á flutningskerfi raforku hér á landi hleypur þjóðhagslegur kostnaður á milljarðatugum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem unnin var fyrir Landsnet. Fram kemur í skýrslunni að verði ekki farið í frekari uppbyggingu flutningskerfisins leiði það á næstu árum af sér margvíslega erfiðleika hjá raforkunotendum. Líklegast er talið að þjóðhagslegur kostnaður vegna þessa nemi rúmum sex milljörðum á ári næsta aldarfjórðung. Höfundar skýrslunnar eru Jón Vilhjálmsson, rafmagnsverkfræðingur og sviðsstjóri hjá EFLU verkfræðistofu, og Friðrik Már Baldursson, prófessor í hagfræði við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Þeir leitast í skýrslunni við að reyna að meta hversu mikils virði sé fyrir þjóðfélagið að halda áfram uppbyggingu raforkukerfisins þannig að annað verði á landsvísu álagsaukningu næstu ára og áratuga. Þeir komast að niðurstöðum sínum með því að bera annars vegar saman óbreytt núverandi raforkukerfi, með vaxandi takmörkunum á flutningi raforku þegar fram líða stundir, og hins vegar kerfi sem er án flutningstakmarkana.Jón VilhjálmssonNiðurstaðan er að verði flutningskerfi raforku ekki eflt þá geti kostnaður þjóðfélagsins numið á bilinu 36 til 144 milljörðum fram til ársins 2040. Mikill munur í spánni skýrist af ólíkum forsendum um þróun raforkunotkunar. Miðtilvik, eða 86 milljarða tjón til ársins 2040, er þó talið sýna líklegustu þróunina. Óbreytt flutningskerfi er sagt hamla vexti raforkunotkunar, valda minni hagvexti og hafa áhrif á byggðaþróun. Verði ekki brugðist við telja skýrsluhöfundar ljóst að raforkunotendur komi á næstu árum til með að upplifa tíðara rafmagnsleysi auk þess sem olíunotkun aukist, til dæmis vegna vinnslu í fiskimjölsverksmiðjum og hjá kyntum hitaveitum. Að auki leiði óbreytt kerfi til lakari hagkvæmni nýrra virkjana vegna aukinna takmarkana á mötun inn á flutningskerfið, aukið orkutap við flutning raforku og til þess að útilokaðir verði ýmsir virkjanakostir, þar sem flutningskerfið geti ekki flutt orku frá þeim. Eins muni verð á raforku líklega hækka þar sem flutningstakmarkanir torvelda samkeppni. Auk þess muni takmarkað aðgengi að raforku ýta undir frekari flutninga fólks frá dreifbýli til stærstu þéttbýlissvæða. „Allt atvinnulíf og heimili byggja á því að hafa raforku og á því byggir nútímaþjóðfélag,“ segir Jón Vilhjálmsson, annar skýrsluhöfunda. Því sé það geysilega mikilvægt að byggja upp flutningskerfi raforku.„Og hjá Landsneti er komið upp það ástand að þeir sjá fram á það á næstu árum að geta ekki annað almennilega afhendingu raforku í vissum landshlutum.“ Þar undir segir Jón að sé helst Austur- og Norðausturland. „Þar hefur álag aukist að undanförnu, svo sem vegna fiskimjölsverksmiðja sem hafa aukið raforkunotkun sína og dregið þar með úr notkun olíu.“ Viðbótin segir hann sé slík að kerfið ráði ekki við álagsaukninguna, sem nemi um 100 megavöttum, á mesta álagstíma. „Ef ekki verður eitthvað að gert þá mun þetta á næstu árum hamla uppbyggingu á þessum svæðum, auk þess sem verulegar skerðingar verða út af því álagi sem þegar er komið á þessum svæðum.“
Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira