Orkulindir – enn einu sinni Ari Trausti Guðmundsson skrifar 21. nóvember 2013 06:00 Óljóst tal, ofmat, rangar upplýsingar og/eða eitthvað annað veldur því að fjölmargir útlendingar halda að Ísland sé nærri ónumið orkubú handa meginlandi Evrópu. Ég ræddi við breska þingmenn fyrir nokkrum vikum sem héldu það, 38 breska landfræðinga skömmu síðar, þýskan fjárfesti og meira að segja íslenskan þingmann. Allir héldu að mikil orka biði umheimsins á Íslandi. Þetta er því ótrúlegri staðreynd þegar þess er gætt að miðað við tæknilega virkjanlegt afl til raforkuframleiðslu (hér og nú) er búið að virkja um 2.600-2.700 MW af 4.500-4.800 MW – og á þá eftir að leysa úr innlendum mótsögnum vegna ólíkrar afstöðu manna til umhverfisverndar ef verulega lengra er haldið frá núverandi stöðu. Sennilega eru fá óvirkjuð vatnsföll eftir og um sum jarðhitasvæði eru og verða deilur ef virkja á þau. Vissulega er gríðarlegan varma að finna undir Íslandi og mörgum öðrum löndum á 5-15 km dýpi (allt frá Íslandi til Kína og Ítalíu til Chile) en það er óleyst hvernig næst í eitthvað af orkunni.Misskilja raunveruleikann Allar þessar grunnupplýsingar eru til reiðu á mörgum stöðum og sérkennilegt að menn skuli tala opinberlega þannig að útlendingar misskilja raunveruleikann þegar kemur að orkugetu Íslands. Í þessum línum er hvergi vikið að sæstreng til Evrópu, ég bendi á það, og ekki heldur gert ráð fyrir að einhver álveranna hætti starfsemi. Upplýsingamiðlun um raunverulega óvirkjaða orku, sjálfur ramminn miðað við núverandi tæknistig, á auðvitað alls staðar erindi, óháð tilefninu, ef á annað borð er verið að ræða um orkubúið Ísland. Líka um umhverfisvæna orku almennt eða Ísland sem fyrirmynd annarra í nýtingu vistvænnar orku. Óljósir orkuvalkostir, t.d. stór vindorkubú eða sjávarfallavirkjanir, eru ekkert sennilegri hér til orkuútflutnings en í heimalöndum neytenda; Bretar fara varla að kaupa vindorkurafmagn frá Íslandi. Vistvæn orka snýst enn um sinn um jarðvarma og vatnsföll hér á landi. Forseti Íslands sagði nýverið í Bretlandi að umræðan snerist ekki eingöngu um hvað Íslendingar ætluðust fyrir í orkumálum heldur einnig hvernig Evrópubúar „hygðust hagnýta sér þá gríðarmiklu hreinu orku sem fyndist í norðrinu“ (lausleg þýðing mín). Varla getur hann átt við vatnsorku eða háhitavirkjanir á Íslandi. Varla gas- eða olíulindir norðan heimskautsbaugs sem, auk óvistvæns eðlis, má ekki vinna að neinu marki ef hindra á frekari aukningu loftmengunar. Hún er komin yfir öll ásættanleg mörk. Varla er átt við hugsanlegar vatnsvirkjanir í jakasetnum austur-grænlenskum fjörðum ef illa fer með rýrnun Grænlandsjökuls. Úranið á Grænlandi? Spyr sá sem ekki veit. Ég hvet alla sem ræða um orkumál á Íslandi að kynna sér orkutölur, opinberar orkuspár til 2050 og íslenskan raunveruleika ársins 2013. Þessi orð eru ekki sett fram sem óhófleg gagnrýni heldur áskorun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Óljóst tal, ofmat, rangar upplýsingar og/eða eitthvað annað veldur því að fjölmargir útlendingar halda að Ísland sé nærri ónumið orkubú handa meginlandi Evrópu. Ég ræddi við breska þingmenn fyrir nokkrum vikum sem héldu það, 38 breska landfræðinga skömmu síðar, þýskan fjárfesti og meira að segja íslenskan þingmann. Allir héldu að mikil orka biði umheimsins á Íslandi. Þetta er því ótrúlegri staðreynd þegar þess er gætt að miðað við tæknilega virkjanlegt afl til raforkuframleiðslu (hér og nú) er búið að virkja um 2.600-2.700 MW af 4.500-4.800 MW – og á þá eftir að leysa úr innlendum mótsögnum vegna ólíkrar afstöðu manna til umhverfisverndar ef verulega lengra er haldið frá núverandi stöðu. Sennilega eru fá óvirkjuð vatnsföll eftir og um sum jarðhitasvæði eru og verða deilur ef virkja á þau. Vissulega er gríðarlegan varma að finna undir Íslandi og mörgum öðrum löndum á 5-15 km dýpi (allt frá Íslandi til Kína og Ítalíu til Chile) en það er óleyst hvernig næst í eitthvað af orkunni.Misskilja raunveruleikann Allar þessar grunnupplýsingar eru til reiðu á mörgum stöðum og sérkennilegt að menn skuli tala opinberlega þannig að útlendingar misskilja raunveruleikann þegar kemur að orkugetu Íslands. Í þessum línum er hvergi vikið að sæstreng til Evrópu, ég bendi á það, og ekki heldur gert ráð fyrir að einhver álveranna hætti starfsemi. Upplýsingamiðlun um raunverulega óvirkjaða orku, sjálfur ramminn miðað við núverandi tæknistig, á auðvitað alls staðar erindi, óháð tilefninu, ef á annað borð er verið að ræða um orkubúið Ísland. Líka um umhverfisvæna orku almennt eða Ísland sem fyrirmynd annarra í nýtingu vistvænnar orku. Óljósir orkuvalkostir, t.d. stór vindorkubú eða sjávarfallavirkjanir, eru ekkert sennilegri hér til orkuútflutnings en í heimalöndum neytenda; Bretar fara varla að kaupa vindorkurafmagn frá Íslandi. Vistvæn orka snýst enn um sinn um jarðvarma og vatnsföll hér á landi. Forseti Íslands sagði nýverið í Bretlandi að umræðan snerist ekki eingöngu um hvað Íslendingar ætluðust fyrir í orkumálum heldur einnig hvernig Evrópubúar „hygðust hagnýta sér þá gríðarmiklu hreinu orku sem fyndist í norðrinu“ (lausleg þýðing mín). Varla getur hann átt við vatnsorku eða háhitavirkjanir á Íslandi. Varla gas- eða olíulindir norðan heimskautsbaugs sem, auk óvistvæns eðlis, má ekki vinna að neinu marki ef hindra á frekari aukningu loftmengunar. Hún er komin yfir öll ásættanleg mörk. Varla er átt við hugsanlegar vatnsvirkjanir í jakasetnum austur-grænlenskum fjörðum ef illa fer með rýrnun Grænlandsjökuls. Úranið á Grænlandi? Spyr sá sem ekki veit. Ég hvet alla sem ræða um orkumál á Íslandi að kynna sér orkutölur, opinberar orkuspár til 2050 og íslenskan raunveruleika ársins 2013. Þessi orð eru ekki sett fram sem óhófleg gagnrýni heldur áskorun.
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun