Að kenna gömlum hundi að sitja Ólafur Valsson skrifar 21. nóvember 2013 11:00 Í síðustu viku var kynnt kanadísk skýrsla um samanburð á kostnaði jarðstrengja og loftlína á hárri spennu. Skýrsla þessi er verðugt innlegg í umræðu um flutningskerfi raforku og ætti að verða til þess að koma umræðunni af stigi hræðsluáróðurs og blekkinga sem riðið hafa röftum hingað til. Skýrslan er um marga hluti merkileg og ber þar fyrst að nefna að þetta er fyrsta óháða úttektin sem gerð er á kostnaði við jarðstrengi að teknu tilliti til íslenskra aðstæðna. Mikil umræða hefur verið um jarðstrengi sem valkosti í flutningi á rafmagni undanfarin misseri og hefur einkafyrirtækið Landsnet, sem hefur samkvæmt raforkulögum einokun á flutningi raforku, ítrekað verið beðið um að færa rök fyrir fullyrðingum sínum um margfaldan kostnað sem fyrirtækið hefur haldið á lofti undanfarin ár. Í ljósi þessarar háværu kröfu er einnig merkilegt að það skuli ekki vera Landsnet sem hafi kostað gerð svona úttektar. Nei, það eru Landgræðslu- og umhverfisverndarsamtökin Landvernd sem eiga heiðurinn af því. Það kemur kannski ekki á óvart að Landsnet hafi ekki kostað úttekt sem þessa. Það fyrirtæki hefur hingað til ekki talið sig þurfa að rökstyðja sitt mál eða styðja mál sitt gögnum. Nú hefðu margir kannski haldið að Landsnet myndi þakka Landvernd fyrir að leggja út í þennan kostnað og láta vinna vinnuna sem Landsnet réttlega hefði átt að gera, en hvað gerist? Einkafyrirtækið bregst ókvæða við og reynir á sama ómálefnalega hátt og þeirra er von og vísa að gera lítið úr skýrslunni. Skýrslan gerir þó ekkert annað en að taka draga saman helstu þekkingu og reynslu þeirra sem fremstir fara í jarðstrengjanotkun í heiminum í dag. Með málflutningi sínum opinberar Landsnet vanþekkingu sína á málefninu enda hefur Landsnet litla reynslu af rekstri háspenntra jarðstrengja, hvað þá að fyrirtækið hafi ástundað rannsóknir á rekstri og líftíma jarðstrengja öfugt við heiminn í kringum okkur. Órökstuddar dylgjur og fullyrðingar Landsnets dæma sig þar með sjálfar og auka ekki á trúverðugleika þessa fyrirtækis. Það er heldur dapurlegt að horfa upp á Landsnet sem hefur ríkar skyldur vegna þeirrar einokunar sem fyrirtækið hefur verða uppvíst að öðru tveggja, að hafa beitt blekkingum eða vita ekki betur. Fyrirtækið hefur brugðist skyldum sínum. Nærtækasta dæmið er viðtal við forstjóra Landsnets í Speglinum þann 18.11 en þar talar forstjórinn gegn betri vitund þegar hann reynir að telja fólki trú um að Landsnet noti sömu aðferðir og löndin í kringum okkur og ber sig saman við Frakkland þar sem hann ræðir líftíma jarðstrengja. Á máli hans má skilja að Landsnet noti sömu aðferð og franska flutningsfyrirtækið í útreikningum sínum. Ekkert er fjarri sanni og það veit forstjórinn mætavel þar sem hann og hans fólk er nýkomið úr námsferð í höfuðstöðvar franska fyrirtækisins. Nú, og hver er munurinn? Jú, Frakkar reikna með 45 ára líftíma bæði fyrir loftlínur og jarðstrengi en telja bæði mannvirkin geta enst mikið lengur og leggur þau að jöfnu í líftíma. Landsnet hinsvegar notar 35 ár fyrir jarðstreng en 70 ár fyrir loftlínu, sbr. skýrslu sem fyrirtækið lagði fram í jarðstrengjanefndinni svokölluðu í janúar á þessu ári. Þessi aðferðafræði Landsnets er á skjön við það sem þekkist annars staðar en forstjórinn gleymdi alveg að geta þessa í umræddu viðtali. Þetta er ekki eina dæmið sem benda má á þar sem almenningur og stjórnsýslan eru vísvitandi blekkt af forsvarmönnum Landsnets. Nöturlegur sannleikurinn blasir því miður við. Keisarinn er ekki í neinum fötum. Landsnet hefur einnig ítrekað haldið fram að fyrirtækið hafi ekki vald né umboð til að ákveða hvort leggja eigi vissa hluta línuleiða í jörð. Þessi röksemd þeirra stenst enga skoðun, bæði vegna niðurstaðna kanadísku skýrslunnar, sem er að munur á kostnaði er óverulegur, en ekki síður vegna þess að stjórn Landsnets hefur tekið mun stærri og afdrifaríkari ákvarðanir en þá hvort leggja eigi tiltekna spotta af flutningskerfinu í jörð. Þar má nefna þá ákvörðun stjórnar Landsnets að flutningskerfið skuli byggt upp af stórum og fáum línum og þá ákvörðun Landsnets að meginflutningskerfið skuli rekið á 220 kílóvolta spennu. Báðar þessar ákvarðanir eru mun stærri og afdrífaríkari fyrir allan almenning og hafa aldrei fengið neina opinbera umfjöllun, hvað þá að stjórnvöld hafi sett sér stefnu þar um. Það er því augljóst að það er ekkert annað en fyrirsláttur hjá forsvarsmönnum Landsnets að þeir geti ekki ákveðið að leggja jarðstrengi. Landsnet getur ekki firrt sig ábyrgð með slíkum málflutningi. Vissulega mælir ekkert gegn því að ríkið móti sér stefnu í notkun á jarðstrengjum en hún þarf ekki að vera flóknari en sem svo að mæla um að leggja beri jarðstrengi þar sem þess er nokkur kostur. Jafn mikilvægt og jafnvel mikilvægara er þó að fram fari upplýst umræða um hver raunveruleg þörf er fyrir uppbyggingu flutningskerfisins og hvort það þjóni hagsmunum þjóðarinnar að hafa fáar og stórar línur eða kannski bara þröngum hagsmunum Landsnets? Þessar spurningar og margar aðrar eru áleitnar en Landsnet hefur í þessu sem öðru aldrei viljað eða getað rökstutt svör sín. Fyrirtækið ber samkvæmt raforkulögum ábyrgð á flutningskerfinu og á að sjá til þess að það anni raunverulegri flutningsþörf. Fyrirtækið getur ekki kennt neinum öðrum um en sjálfu sér ef því hefur ekki tekist að uppfylla þær skyldur sínar. Að gera loftlínur að trúarbrögðum hjálpar ekki til að tryggja afhendingaröryggi og mun ekki verða til þess að Landsnet geti uppfyllt þær lágmarksskyldur sem á það eru lagðar. Viðbrögð forsvarsmanna Landsnets við þessari fyrstu óháðu skýrslu um samanburð á kostnaði jarðstrengja og loftlína valda verulegum vonbrigðum en koma ekki á óvart í ljósi máflutnings Landsnets undanfarin misseri. Til að skilja afstöðu Landsnets til jarðstrengja er vert að minnast þess að Landsnet kærði nú nýverið úrskurð Skipulagsstofnunar um að fyrirtækið skuli meta umhverfisáhrif jarðstrengja til jafns við áhrif loftlínur á vissum hlutum leiðarinnar frá Kröflu í Fljótsdal, en Landsnet hefur lagt fram matslýsingu á raflínu á þeirri leið. Þessi kæra segir meira en margt annað um hversu trúarbragðakennd afstaða Landsnets er. Fyrirtækið vílar ekki fyrir sér að beita öllum tiltækum ráðum til að komast hjá að meta valkostinn jarðstreng, hvort heldur sem er í umhverfismati eða kostnaðarmati. Landsnet hefur þó vitað í mörg ár að það er forsenda þess að málefnalega sé staðið að ákvörðunum um uppbyggingu og endurnýjun á flutningskerfi raforku að mismunandi valkostir séu metnir og fái umfjöllun. Alþekkt er að erfitt er að kenna gömlum hundi að sitja og verður maður stundum að játa sig sigraðan og endurnýja í stað þess að eyða tíma og orku í kennslu sem engu skilar. Stjórn Landsnets hlýtur að íhuga alvarlega hvernig fyrirtækið ætlar að ávinna sér traust almennings og stjórnvalda eftir þessa síðustu uppákomu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku var kynnt kanadísk skýrsla um samanburð á kostnaði jarðstrengja og loftlína á hárri spennu. Skýrsla þessi er verðugt innlegg í umræðu um flutningskerfi raforku og ætti að verða til þess að koma umræðunni af stigi hræðsluáróðurs og blekkinga sem riðið hafa röftum hingað til. Skýrslan er um marga hluti merkileg og ber þar fyrst að nefna að þetta er fyrsta óháða úttektin sem gerð er á kostnaði við jarðstrengi að teknu tilliti til íslenskra aðstæðna. Mikil umræða hefur verið um jarðstrengi sem valkosti í flutningi á rafmagni undanfarin misseri og hefur einkafyrirtækið Landsnet, sem hefur samkvæmt raforkulögum einokun á flutningi raforku, ítrekað verið beðið um að færa rök fyrir fullyrðingum sínum um margfaldan kostnað sem fyrirtækið hefur haldið á lofti undanfarin ár. Í ljósi þessarar háværu kröfu er einnig merkilegt að það skuli ekki vera Landsnet sem hafi kostað gerð svona úttektar. Nei, það eru Landgræðslu- og umhverfisverndarsamtökin Landvernd sem eiga heiðurinn af því. Það kemur kannski ekki á óvart að Landsnet hafi ekki kostað úttekt sem þessa. Það fyrirtæki hefur hingað til ekki talið sig þurfa að rökstyðja sitt mál eða styðja mál sitt gögnum. Nú hefðu margir kannski haldið að Landsnet myndi þakka Landvernd fyrir að leggja út í þennan kostnað og láta vinna vinnuna sem Landsnet réttlega hefði átt að gera, en hvað gerist? Einkafyrirtækið bregst ókvæða við og reynir á sama ómálefnalega hátt og þeirra er von og vísa að gera lítið úr skýrslunni. Skýrslan gerir þó ekkert annað en að taka draga saman helstu þekkingu og reynslu þeirra sem fremstir fara í jarðstrengjanotkun í heiminum í dag. Með málflutningi sínum opinberar Landsnet vanþekkingu sína á málefninu enda hefur Landsnet litla reynslu af rekstri háspenntra jarðstrengja, hvað þá að fyrirtækið hafi ástundað rannsóknir á rekstri og líftíma jarðstrengja öfugt við heiminn í kringum okkur. Órökstuddar dylgjur og fullyrðingar Landsnets dæma sig þar með sjálfar og auka ekki á trúverðugleika þessa fyrirtækis. Það er heldur dapurlegt að horfa upp á Landsnet sem hefur ríkar skyldur vegna þeirrar einokunar sem fyrirtækið hefur verða uppvíst að öðru tveggja, að hafa beitt blekkingum eða vita ekki betur. Fyrirtækið hefur brugðist skyldum sínum. Nærtækasta dæmið er viðtal við forstjóra Landsnets í Speglinum þann 18.11 en þar talar forstjórinn gegn betri vitund þegar hann reynir að telja fólki trú um að Landsnet noti sömu aðferðir og löndin í kringum okkur og ber sig saman við Frakkland þar sem hann ræðir líftíma jarðstrengja. Á máli hans má skilja að Landsnet noti sömu aðferð og franska flutningsfyrirtækið í útreikningum sínum. Ekkert er fjarri sanni og það veit forstjórinn mætavel þar sem hann og hans fólk er nýkomið úr námsferð í höfuðstöðvar franska fyrirtækisins. Nú, og hver er munurinn? Jú, Frakkar reikna með 45 ára líftíma bæði fyrir loftlínur og jarðstrengi en telja bæði mannvirkin geta enst mikið lengur og leggur þau að jöfnu í líftíma. Landsnet hinsvegar notar 35 ár fyrir jarðstreng en 70 ár fyrir loftlínu, sbr. skýrslu sem fyrirtækið lagði fram í jarðstrengjanefndinni svokölluðu í janúar á þessu ári. Þessi aðferðafræði Landsnets er á skjön við það sem þekkist annars staðar en forstjórinn gleymdi alveg að geta þessa í umræddu viðtali. Þetta er ekki eina dæmið sem benda má á þar sem almenningur og stjórnsýslan eru vísvitandi blekkt af forsvarmönnum Landsnets. Nöturlegur sannleikurinn blasir því miður við. Keisarinn er ekki í neinum fötum. Landsnet hefur einnig ítrekað haldið fram að fyrirtækið hafi ekki vald né umboð til að ákveða hvort leggja eigi vissa hluta línuleiða í jörð. Þessi röksemd þeirra stenst enga skoðun, bæði vegna niðurstaðna kanadísku skýrslunnar, sem er að munur á kostnaði er óverulegur, en ekki síður vegna þess að stjórn Landsnets hefur tekið mun stærri og afdrifaríkari ákvarðanir en þá hvort leggja eigi tiltekna spotta af flutningskerfinu í jörð. Þar má nefna þá ákvörðun stjórnar Landsnets að flutningskerfið skuli byggt upp af stórum og fáum línum og þá ákvörðun Landsnets að meginflutningskerfið skuli rekið á 220 kílóvolta spennu. Báðar þessar ákvarðanir eru mun stærri og afdrífaríkari fyrir allan almenning og hafa aldrei fengið neina opinbera umfjöllun, hvað þá að stjórnvöld hafi sett sér stefnu þar um. Það er því augljóst að það er ekkert annað en fyrirsláttur hjá forsvarsmönnum Landsnets að þeir geti ekki ákveðið að leggja jarðstrengi. Landsnet getur ekki firrt sig ábyrgð með slíkum málflutningi. Vissulega mælir ekkert gegn því að ríkið móti sér stefnu í notkun á jarðstrengjum en hún þarf ekki að vera flóknari en sem svo að mæla um að leggja beri jarðstrengi þar sem þess er nokkur kostur. Jafn mikilvægt og jafnvel mikilvægara er þó að fram fari upplýst umræða um hver raunveruleg þörf er fyrir uppbyggingu flutningskerfisins og hvort það þjóni hagsmunum þjóðarinnar að hafa fáar og stórar línur eða kannski bara þröngum hagsmunum Landsnets? Þessar spurningar og margar aðrar eru áleitnar en Landsnet hefur í þessu sem öðru aldrei viljað eða getað rökstutt svör sín. Fyrirtækið ber samkvæmt raforkulögum ábyrgð á flutningskerfinu og á að sjá til þess að það anni raunverulegri flutningsþörf. Fyrirtækið getur ekki kennt neinum öðrum um en sjálfu sér ef því hefur ekki tekist að uppfylla þær skyldur sínar. Að gera loftlínur að trúarbrögðum hjálpar ekki til að tryggja afhendingaröryggi og mun ekki verða til þess að Landsnet geti uppfyllt þær lágmarksskyldur sem á það eru lagðar. Viðbrögð forsvarsmanna Landsnets við þessari fyrstu óháðu skýrslu um samanburð á kostnaði jarðstrengja og loftlína valda verulegum vonbrigðum en koma ekki á óvart í ljósi máflutnings Landsnets undanfarin misseri. Til að skilja afstöðu Landsnets til jarðstrengja er vert að minnast þess að Landsnet kærði nú nýverið úrskurð Skipulagsstofnunar um að fyrirtækið skuli meta umhverfisáhrif jarðstrengja til jafns við áhrif loftlínur á vissum hlutum leiðarinnar frá Kröflu í Fljótsdal, en Landsnet hefur lagt fram matslýsingu á raflínu á þeirri leið. Þessi kæra segir meira en margt annað um hversu trúarbragðakennd afstaða Landsnets er. Fyrirtækið vílar ekki fyrir sér að beita öllum tiltækum ráðum til að komast hjá að meta valkostinn jarðstreng, hvort heldur sem er í umhverfismati eða kostnaðarmati. Landsnet hefur þó vitað í mörg ár að það er forsenda þess að málefnalega sé staðið að ákvörðunum um uppbyggingu og endurnýjun á flutningskerfi raforku að mismunandi valkostir séu metnir og fái umfjöllun. Alþekkt er að erfitt er að kenna gömlum hundi að sitja og verður maður stundum að játa sig sigraðan og endurnýja í stað þess að eyða tíma og orku í kennslu sem engu skilar. Stjórn Landsnets hlýtur að íhuga alvarlega hvernig fyrirtækið ætlar að ávinna sér traust almennings og stjórnvalda eftir þessa síðustu uppákomu.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun